4.9.2009 | 12:11
Ef golf.is virkaði...
Forritari sýndi mér í sumar hvernig maður ber sig við það.
Ég nýtti mér það að sjálfsögðu ekki.
Ef golf.is væri almennilega skrifaður vefur væri þetta ekki hægt.
Golfhreyfingin hefur lagt að lágmarki á annað hundrað milljónir í þennan vef.
Samt eru t.d stærstu klúbbarnir að keyra meistaramótin sín alfarið í gegnum eigin heimasíður, og rétt nýlegi býður vefurinn upp á annað mótform en punkta og höggleik.
Er það áfellisdómur yfir vefnum?
Já klárlega.
En menn eiga ekki að nýta sér smugur sem þessar.
Vona að menn taki þessa einstaklinga hörðum höndum og útiloki þá frá skráningu á velli.
Sama ætti að gera við þá sem ítrekað skrá sig á teig en mæta ekki.
Þegar vellir eru yfirsetnir má slíkt ekki gerast.
Vona að formenn og framkvæmdastjórar klúbbana taki höndum saman um þetta vandamál fyrir næsta sumar.
Hörður það þarf að framkvæma ekki bara tala!!!
Tölvuþrjótar stytta sér leið í golfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2009 | 15:45
Ég um mig frá mér til HELVÍTIS mín
Mér hefur fundist þegar menn segja skilið við flokkana sína að þeir eigi að afsla sér þingsæti.
Kristinn H flokkaflakkari til margra ára var þar formaður flokkaflakkara og held að í dag skipi hann heiðurssæti í þeim ágæta flokki flakkara.
Afsakið orðbragðið húsbýlaeigendur ekkert illa meint um ykkar örugglega ágæta Flakkara félag.
Ég kaus Borgarahreyfinguna, ég kaus ekki Þráinn, Margréti, Birgittu eða Þór ég kaus þjóðina á þing.
Mér finnst ansi hart þegar persónur og leikendur í þessum fáránlega farsa sem þessi skilaboða/skeyta/sjúkdómsgreiningar sendingar þeirra á milli eyðileggja orðspor heillar hreyfingar.
Ef hinir fjórir fávísu sem ég kýs að kalla þetta hyski segir ekki af sér hið snarasta ætti að kasta þeim á bálið sem mun brenna í vetur ásamt útrásarvíkingum og öðrum gjörónýtum alþingismönnum og embættismönnum hins íslenska ríkis.
Ég er búin að fá gjörsamlega nóg af þessu banana fucking LÝÐRÆÐI(sem er ekki lýðræði fyrir 5aura) sem á að heita að sé hér við lýði.
Hvar í flokki sem drulluháleistar eru ættu þeir að andskotast til að sjá sóma sinn í því að vinna saman að hag þessarar þjóðar.
Það er talað um spekileka(e. brain drain) hættu ef ungt fólk flykkist af landi brott.
Það er nákvæmlega það sem mun gerast ef HELVÍTIS ríkisskútunni verður ekki snúið í 180° á næstu örfáu vikum.
Vinnið saman á þessu FOKKINGS þingi ellegar ykkur verður hent þaðan út!!!
Þráinn úr þingflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.5.2009 | 11:27
Hugsa að það sé mikið til í þessu...
Þegar maður er orðinn nógu gamall til að mega vaka eins lengi á næturnar og maður vill og gera það sem maður vill á meðan maður vakir, hefur maður hvorki löngun né afgangs orku til þess.
Þegar maður er orðinn nógu efnaður til að geta keypt sér fötin sem mann langaði í á unglingsárunum, þá passa þau ekki á mann lengur.
Röðin sem maður velur í stórmarkaðinum er alltaf sú sem liðast hægast áfram.
Þegar maður hefur tíma til að taka sér frí á maður ekki pening. Þegar maður á pening til að fara í frí hefur maður ekki tíma.
Þegar maður fer loksins í sólarlandaferð sem sparað hefur verið fyrir í háa herrans tíð er sólríkasta sumar í manna minnum, - á Íslandi.
Þegar maður er loksins búinn að sannfæra sjálfan sig um að maður eigi að láta það eftir sér að kaupa eitthvað sem mann hefur lengi langað í er það nýlega uppselt.
Hvolpafitan sem eltist af þér, mun eldast á þig aftur.
Einu skórnir sem mann langar að kaupa í skóbúðinni eru annað hvort einu númeri of litlir eða einu númeri of stórir.
Þegar þvotturinn á snúrunni er rétt að verða þurr fer að rigna. Ef maður tekur hann inn styttir upp á stundinni.
Þegar bestu útsölurnar eru í gangi og allt sem mann vantar eða langar í fæst á hálfvirði, er maður alltaf blankur.
Þegar manni er loksins boðið í leikhúsið eða óperuna, er það vísast sama kvöldið og áttræðis afmælið hennar ömmu.
Loksins þegar maður hefur látið verða af því að kaupa sér nýja tölvu, verður gerbylting í tölvutækninni og ný kynslóð heldur innreið sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 13:57
Ohh þessar elskur...
Konur geta ekki þagað nógu lengi til að byggja upp nægilegan þrýsting.
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?
Engan, bjórinn á alltaf að vera opinn þegar hún kemur með hann.
Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn?
Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.
Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja eitthvað gáfulegt?
Hún byrjar setninguna á Vitur maður sagði eitt sinn við mig
Hvernig gerir þú við kvenmannsúr?
Þú gerir ekki við kvenmannsúr, það er klukka á eldavélinni.
Vísindin hafa fundið fæðutegund sem dregur úr kynlöngun kvenna um heil 90% Fæðan er Brúðarterta.
Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist.
Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.
Þá skapaði Guð konuna.
Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn getað hvílst.
Af hverju deyja menn á undan konunum sínum?
Þá einfaldlega langar til þess.
Karlmaður auglýsti í einkamáladálkinum: Kona óskast.
Daginn eftir fékk hann tugi bréfa, sem öllu voru á sama veg: Þú getur fengið mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 15:14
Fólk er fífl... þá eru stjórnmálamenn...
Hvernig er það hvers vegna má Alþingi ekki samþykkja eða hafna því að við sækjum um aðild að ESB?
Er það ekki hluti af lýðræðinu?
Myndi það ekki flokkast undir flokksræði að láta flokkana eina hafa um það að segja?
Mér finnst það.
Hvað sem hverjum finnst um þessa væntanlegu stjórn þá ættu menn að geta verið sammála um það að betra sé að leyfa Alþingi að hafa um hlutina að segja.
Drullist þið andskotans þingmenn til að færa umræðuna upp á siðsamlegan stall þetta snýst ekki alltaf um upp eða niður hægri eða vinstri.
Djöfull er þessi umræða alltaf á lágu plani.
Þið ættuð að andskotans til að hafa frekar umræðu um að koma á stjórnlagaþingi... en nei ónei það myndi mögulega geta fært aukið lýðræði á þetta fokkings volæðissker.
Betra að karpa, láta fólk flýja fokkings klakann og horfa svo á bátinn sökkva.
Þið eruð vanhæf til verka það er ekkert flóknara en það.
ANDSKOTIST TIL ÞESS AÐ FARA AÐ GERA EITTHVAÐ Í MÁLEFNUM HEIMILA OG FYRIRTÆKJA.
Kemur ekki til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 13:58
Hunang...
Þessi mynd minnir mig bara á árdaga mína í hinum frjálsa heimi sambúðar.
Þann dag urðu kokkagallarnir bleikir...
Núna les ég á miðana og vel litina samviskusamlega saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 13:25
Vona að dagar Borgarahreyfingarinnar verði ekki taldir...
Sorglegt þegar dýr/fólk/hlutir deyja sem menn hafa tekið ástfóstri við.
Ég átti einu sinni hest hann dó.
Mér fannst það sorglegt.
Ég studdi Borgarahreyfinguna í kosningunum.
Ég vona að dagar hennar verði ekki taldir svo glatt.
Hugsa samt að það gæti gerst.
Nú ríður á.
Þráinn þarf að sjá að sér.
Í mínum huga er það crusial atriði.
Of mikið er undir fyrir landsmenn.
Mjög góð grein hjá Valgeir Skagfjörð:
http://www.valgeirskagfjord.blog.is/blog/valgeirskagfjord/entry/866497/
Sýnir að menn eins og hann þurfa að vera til staðar landsmönnum til heilla.
Dagar Lífar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 13:51
Nokkrum dögum eftir kosningar.
Byrjar ballið.
Allir voru sigurvegarar meira að segja SjálfstæðisFLokkurinn vann varnarsigur.
Samspillingin vann stórsigur en er samt minni en hún var eftir kosningarnar 2003.
VG bætti við sig en gjörtapaði kosningabaráttunni.
Stríðsmenn VG á götunum kenna orðgjálfri Kolbúnar Halldórs um.
Svo má vel vera.
En staðreyndin er samt sem áður sú að á meðan ég hef fylgst með pólitík þá hafa vinstri flokkar alltaf fengið minna úr kössunum en könnunum.
Ég studdi Borgarahreyfinguna nú er aðalmálið það að Þráinn sé með heiðurslaun frá ríkinu.
Gott og vel mér finnst að hann eigi að afsala sér þeim meðan hann situr á þingi eða þá að láta þau renna til góðra málefni.
En ég geri líka kröfu á það að ALLIR þingmenn gefi upp hvaða önnur laun þeir hafi og láti þau einnig renna til góðra mála.
Stjáni blái fyrrv bæjarstjóri á Akureyri er skýrasta dæmið.
Upp á borð með öll spil og ekkert kjaftæði.
Breyttir stjórnunarhættir og bullið burt.
Þið eruð jú í vinnu hjá okkur, nema þið sem hafið þegið milljónastyrki frá fyrirtækjum landsins, þið eigið að segja af ykkur áður en búsáhöldin fara af stað aftur.
Það er nefnilega deginum ljósara að það er mikið sem á eftir að koma á yfirborðið í styrkjamálum um það er ég sannfærður.
En hvað er með þennan helvítis leik í sambandi við myndun stjórnar.
Held að við ættum að kalla hana LEIKSTJÓRNINA
Hundur skal ég heita ef þessir flokkar láta ekki valdasýki sína stjórna því að þeir muni starfa saman.
Klárt er að VG mun sætta sig við að annað hvort alþingi eða lýðurinn muni fá að kjósa um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna um ESB.
Að halda öðru fram er fásinna.
Passið ykkur bara á því að það er margt mikilvægara og í forgangi hedur en að kjósa um ESB t.d það að koma bönkunum í gang og lækka vexti.
Það þarf jú að hafa heimili og atvinnulíf í landinu sama hvað verður um ESB.
ESB er ekki að fara lækka hér vexti eða koma bankakerfinu í gang á þessu ári né því næsta.
Koma svo vinna vinnuna sína folks...
Þjóðin verður að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2009 | 10:04
Var það svona sem menn unnu?
Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Hildu valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni
Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Hildu í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.
Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréfsem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpliganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.
Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Hildu borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Hilda getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Hildu vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.
Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.
Nýr skattur er lagður á. Bindindismenn eru látnir borga brúsann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)