22.10.2009 | 20:40
7 ára lán verður 10 ára lán...
Þetta getur ekki verið löglegt!!!
Fyrir ekki svo löngu tilkynnti ófélagsmálaráðherfa Íslands Sugar boy Árni að nú skildi leiðrétta myntkörfulán almúgans.
Lítum á mig sem dæmi:
Ég tók 7 ára myntkörfulán fyrir bílskrjóði fyrir 4 árum.
Í upphafi greiddi ég um 24 þús af láninu.
Mig minnir að ég hafi greitt út 20% í bílnum, gæi þó hafa verið 10%.
Frábært, nýskriðinn úr háskóla og þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að ferðast á milli í bíl sem ekki héldi vatni og vindum.
Í september fyrir 13 mánuðum síðan stóð lánið í tæpum 1200 þús og verðmæti bílsins eða listaverð svokallað um 1750 þús.
Í dag er staðan þannig að lánið er í tæpum 2500 þús og verðmæti bílsins er háð markaðsverði, því ekkert listaverð er í raun hægt að styðjast við.
Ég skulda að lágmarki 1000 þús í bílnum umfram virði hans.
Ég skulda u.þ.b 800 þús meira en ég tók upphaflega í lán.
Nú stendur mér til boða GREIÐSLUJÖFNUN.
Skoðum hana aðeins.
Ef ég tek hana ekki greiði ég tæpar 44 þús krónur á mánuði það sem eftir lifir samningstímans.
Mun líklega njóta góðs af því ef gengið lagast á þeim tíma og jafnframt taka það á mig ef gengið heldur áfram á leið til helvítis.
Ef ég tek GREIÐSLUJÖFNUNAR TILBOÐINU þá greiði ég aðeins 32 þús krónur á mánuði.
Ekkert er tekið fram hvort ég muni hafa hag af gengismuni eða tap ef til þess kemur.
RÚSÍNAN Í PYLSUENDANUM ER:
Að þessum 3 árum liðnum hef ég VAL já ég má velja um það að:
A dreifa eftirstöðvum lánsins í allt að 3 ár!!!
B skila bílnum í skoðunarhæfi ástandi og án nokkurra áhvílandi gjalda!!!
Ef þetta er ekki ólöglegt þá er þetta klárlega gjörsamlega siðlaust.
Semsagt ég þarf alltaf að borga fyrir brask banka og útrásarvíkinga með ÍSLENSKU KRÓNUNA...
Er það sanngjarnt?
Fokk jú fokkings helvítis fokk. Er mitt svar!!!
Lögbann á afborganir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2009 | 16:16
Er Hannes Hólmsteinn illa gefinn?
Faktískt séð mætti ég ekki segja í fyrirsögn Hannes Hólmsteinn er illa gefinn!!!
Gæti fengið kærur á mig...
Var að dunda mér við það að lesa bloggsíðu Hannesar á Pressunni.
Þar kom þessi færsla hér að neðan.
Hannes ritþjófur og nýfrjálshyggjuplebbi nr. 1 á Íslandi sér engan mun á þeim sem flytja fréttir og þeim sem stjórna umræðuþáttum.
Ég spyr eins og fávís Sjálfstæðismaður því þeir eru flestir fávísir er Silfur Egils undir stjórn fréttastofunnar?
Gæti verið að það sé bara verið að dreifa óhróðri til að draga umræðuna frá DOS yfirmanni hrunamála á Íslandi fyrrv Seðlabankastjóra og fyrrv Forsætisráðherra?
Enn situr Hannes Hólmsteinn dæmdur ritþjófur á launum frá ríkinu og kennir við Háskóla Íslands.
Finnst ykkur það í lagi gott fólk?
Hér er færsla Hannesar Hólmsteins...
"Við þurfum öll að greiða gjald til Ríkisútvarpsins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sú er skýringin á því, að lagaskylda hvílir á Ríkisútvarpinu um að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögnum, fréttaflutningi og umræðum af skoðunum.
Slík óhlutdrægni felst ekki í skoðanaleysi, heldur í því, að flestar skoðanir fái að koma fram. (Ég er ekki viss um, að allar skoðanir eigi að fá að koma fram í ríkisútvarpi, til dæmis gyðingahatur, en það er annað mál.) Þess vegna brýtur Egill Helgason vitanlega ekki lög með því að hafa skoðanir. Hann má hafa þær mín vegna. Egill hefur hins vegar glatað trúverðugleika sem þáttastjórnandi með hinu dæmalausa bloggi sínu, þar sem hann eys svívirðingum yfir fólk fyrir 200 þúsund krónur á mánuði.
Stjórnendur Ríkisútvarpsins láta eins og þetta blogg komi þeim ekki við, þótt það beri sama nafn og umræðuþáttur hans.
Öðru vísi mér áður brá. Í Morgunblaðinu 25. september 2005 birtist eftirfarandi frétt:
Sigmundur Sigurgeirsson, starfsmaður Ríkisútvarpsins (RÚV) á Suðurlandi, hefur fengið áminningarbréf frá lögfræðingi RÚV vegna skrifa sinna á bloggsíðu um Baugsmálið í sumar og verður ekki látinn vinna við fréttaflutning fyrir fréttastofu Útvarpsins í bili samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Hann sinnir samt áfram starfi sínu sem umsjónarmaður svæðisútvarpsins á Suðurlandi. Þegar málið kom upp síðla ágústmánaðar var það mat Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðs RÚV, og Óðins Jónssonar fréttastjóra að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson staðfesti við Morgunblaðið að Sigmundur myndi ekki vinna fyrir fréttastofu Útvarps í bráð."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2009 | 14:27
Samskipti mín og Sr. Vigfúsar vegna Sr. Gunnars siðferðisbrotamanns.
Svo nóg var mér um að tíu prestar skyldi styðja Sr. Gunnar Björnsson því miður ennþá prest að ég ákvað að senda sóknarpresti mínum línu og krefjast svars og rökstuðnings frá honum vegna stuðnings hans við siðferðisbrotamanninn Sr. Gunnar.
Ég birti tölvupóstana alveg eins og þeir komu af beljunni.
PÓSTUR 1
Sæll Vigfús,
Mig langar að senda þér mínar hugrenningar um siðferðisbrot Sr. Gunnars.
Því er ég að blanda þér í mínar hugrenningar?
Jú vegna þess að ég bý í Grafarvogi.
Þar er þitt brauð og mín kirkja.
Mér finnst ámælisvert af þér og hinum níu prestunum að halda samstöðufund með presti sem klárlega hefur brotið af sér siðferðislega.
Saga Sr. Gunnars og fortíð er honum ekki til framdráttar.
Að þú sem sóknarprestur minn skulir opinbelega standa með manni sem gerst hefur sekur um slík brot sem Sr. Gunnar hefur gert hleypir í mig illu blóði.
Ég mun aldrei framar stíga fæti mínum inn í þá kirkju sem þú sækir þitt brauð nema þú gragir stuðning þinn við Sr. Gunnar til baka.
Þú átt að vera að þjóna þinni sókn en ekki verja mann með vægast sagt óhreina fortíð.
Hvað á fólk eins og ég að halda?
Mun ég senda börnin mín í fermingarfræðslu til þín?
Nei ekki eftir að opinberlega hafir þú stutt menn sem finnst allt í lagi að sækja huggun til sóknarbarna sinna á þann hátt sem Sr. Gunnar gerir.
Víst er rétt að skv. Hæstarétti er Gunnar ekki dæmdur sekur um kynferðisbrot.
Það er ekki þar með sagt að hann sé saklaus.
Því það er hann ekki.
Ef siðferðiskrafa á preststéttina heldur ekki umfram það sem greinilegt er að þú telur.
Þá er illa komið fyrir þessu skrípi sem þjóðkirkjan virðist vera.
Ég sakna þess að hinir 200 prestar landsins skuli ekki fylkja sér á bakvið Biskup og verja kirkjuna.
Fólkið sem leitar ásjónar kirkjunnar er alltaf mikilvægara en þjónar hennar sbr. þig sjálfan og Sr. Gunnar.
Dragir þú ekki stuðning þinn við Sr. Gunnar til baka opinberlega mun ég leita stuðnings hjá foreldrum í Grafarvogi sem og öðrum íbúum og fara fram á það að þú verður fjarlægður úr kirkjunni okkar.
Því klárlega er ekki í lagi með siðferðismat þitt Vigfús.
kv,
Freyr Hólm
Sóknarbarn í Grafarvogi.
SVAR 1
Það er rétt hjá þér Freyr þú og sóknarbörnin eiga rétt á því að fá svör við þeim spurningum sem þau vilja að presturinn þeirra svari.Þú ert reyndar fyrsta sóknarbarnið sem leitar eftir svari vegan undirskiftar tíu presta vegna málefna sera Gunnars Björnssonar
Þannig var að sera Valgeir Ástráðsson sóknarprestur í Seljasókn kom að máli við mig vegna málefna séra Gunnars sem svo mjög höfðu dregist á langinn
Hann hafði með sér greinagerð hvar ýtt var á að einhver lausn findist bæði fyrir prestinn og söfnuðinn. Einnig væri það miki vægt fyrir þær fjölskyldur er tengdust málefninul. Bent var á dóm Hæstaréttar og allra er að málinu höfðu komið.
Ekki var verið að styðja annhvort Gunnar eða biskupinn. Biskupinn gat þess í gær í fjölmiðlum að þessu skjali hefði ekki verið beint gegn sér, eða á móti eða með öðrum hvorum aðilanum..
Séra Valgeir lagði áherzlu á að fá um tíu presta til að skifa undir , ekki fleiri. Flestir þeirra höfðu verið í stjórn Prestafélags Íslands á einhverjum tíma
Fjóriir úr hópnum verið formenn þess félags. Svo var um þann er þetta ritar.
Undirsrtikað var að þetta bréf væri trúnaðarmál ætti eingöngu að berast til biskups. Hverning það barst til fjölmiðla, sem eins og oft hafa mistúlkað það.
Haldið að við værum eingöngu með öðrum málsaðila, sem er missskilningur
Margir prestart álíta nú , er kirkjuvef okkar, að bréfið hafið flýtt fyrir lausn Þar sera Gunnar hefur verið skipaður til annara starfa er tengjast tónlistarsögu
Kirkjunnar meðal annars . Það er bæn mín að nú geti allir á Selfossi í sátt og friði. Við biðjum Guð að styrkja alla þa´sem þessu viðkvæma máli hafa tengst Með blessunaróskum og kveðjum Vigfús Þór Árnason
PÓSTUR 2
Sæll Vigfús,
Takk fyrir svarið.
Má þá skilja það þannig að þú sért ekki að fylkja þér á bakvið Sr. Gunnar?
Var tilgangur þinn að ýta á eftir þjóðkirkjunni í að leysa úr málum Sr. Gunnars?
Mig vantar samt að fá skýrt svar frá þér við því hvort að þér finnist í lagi að Sr. Gunnar þjóni áfram á Selfossi eftir það sem undan er gengið?
Virðingarfyllst,
Freyr Hólm
SVAR 2
Það er langt síðan að ég sagði að best væri að biðja séraGunnar að taka að sér (þó ég ráði því ekki,) að skrifa tónlistarsögu eða vinna að uppbyggingu hennar -á vegum kirkjunnar. Segir það ekki eitthvað Aðal ósk mín ,bæn eins og okkar allra var og er að *guð hefði gefið að þetta mál hefði aldrei orðið til.
Með blessunaróskum og kveðjum Vigfús Þór
Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2009 | 11:19
Er þetta það sem koma skal?
Ég veit ekki hvað maður á að halda.
Mun Davíð misnota aðstöðu sína sem ritsjóri Morgunblaðsins?
Var Davíð góður seðlabankastjóri?
Afhenti hann flokkshollum einstaklingum m.a bankana þegar þeir voru "einkavættir" ?
Hefur Davið barist fyrir almúgann?
Hefur hann kannski barist frekar fyrir auðvaldinu?
Í hvað fóru þessir 300 milljarðar sem Seðlabankinn kom út í skuld þegar hann var gerður upp að lok Davíðstímanum?
Var að frumkvæði Davíð stutt við fjármagnseigendur í gegnum peningamarkaðssjóði í kjölfar hrunsins?Margar spurningar sem brenna á manni þegar Davíð er annars vegar.
Er Davíð kannski bara góður gaur?
Er Davíð kannski það versta sem gat komist til valda á þessum tíma sem hann ríkti?
Er valdatími Davíðs kannski ekki búin?
Ég myndi allaveg segja upp Morgunblaðinu ef ég væri áskrifandi.
Þó ekki væri nema bara fyrir Óskar slepju og viðbjóð Magnússon.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2009 | 14:22
Gjaldeyrisvaraforði. Hvers vegna?
Hefur almenningi verið sagt á einfaldan hátt hvers vegna við þurfum gjaldeyrisvaraforða?
Hefur almenningi verið sagt hvers vegna við þurfum að lifa við hæstu vexti á byggðu bóli?
Ekki svo ég viti til.
Væri ekki ráð að upplýsa almenning um það hvers vegna við þurfum að gangast við ógnarkröfum AGS um m.a niðurskurð?
Hvert er samhengið á milli AGS annarsvegar og hárra vaxta og gjaldeyrishafta hinsvegar?
Einfaldur almúginn á rétt á því að vera upplýstur!
Það dugar honum ekki að það sé einfaldlega sagt:
VIÐ VERÐUM KÚBA NORÐURSINS!!!
Hvers vegna má ekki lækka vexti?
Hvað gerist ef vextir eru lækkaðir?
Hvers vegna eru gjaldeyrishöft?
Eru þau að virka?
Hvað gerist ef þau eru felld niður?
Væri gaman ef sá sem eitthvað þykist vita svarar þessum spurningum.
Annars var ég á ansi áhugaverðri ráðstefnu um Hvatningu í morgun á Grand hótel á vegum Stjórnvísi.
Þar kom mér mest á óvart hve lítin bilbug er að finna á fólki þrátt fyrir allt.
Það vita jú allir að 2010 verður erfitt ár, sérstaklega þar sem við eins og sönnum íslendingum sæmir frestuðum vandamáli 2009 um ár, með má frystingum á lánum osfrv.
Það sem mest kom á óvart hinsvegar er áhugaleysi fréttamanna um það sem þó jákvætt er á landinu.
Það var enginn aðili frá neinum ljósvakamiðli, blaði eða öðrum slíkum miðlum að mínu viti.
Utan jú Þóru Arnórsdóttur(Kastljósi) ráðstefnustjóra og Jóhanns G Haukssonar(Frjásl verslun) framsögumanns.
Það er alltaf að verða skýrara í mínum huga hvað fjölmiðlar á Íslandi eru einsleitir, lélegir og yfirmáta NEIKVÆÐIR í ALLRI sinni umfjöllun.
Nýja Ísland virðist einfaldlega vera prump í poka sem enginn vill í heiðri hafa.
Er það þannig sem þið viljið hafa þetta?
Steingrímur til Tyrklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2009 | 11:38
Þórsmörk ehf.
Í dag ættu allir að vita að einkahlutafélög bera takmarkaða ábyrgð.
Hvernig ætli fyrirgreiðsla þessa félags sé í sínum viðskiptabanka?
Þurfa þeir veð til að nálgast lán þar líkt og ég og allur annar almenningur?
Er veðið bara í rekstrinum?
Held að við séum að horfa upp á endir blaðaútgáfu á Íslandi með þessum skrípaleik.
Tapinu verður velt yfir á okkur.
Það fullyrði ég hér.
Þessir 3 milljarðar sem búið er að bæta á bak okkar hingað til vegna MBL er bara byrjunin.
Fortíðin til framdráttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 14:41
Er auðveldara að gangrýna en framkvæma?
Það er munur á magni og gæðum Gísli.
Það er engin að segja að stjórnvöld hafi ekkert gert.
Vinsamlega réttið upp hönd sá sem frekar hefði viljað sjá fjármagnstekjuskatt hækkaðan frekar en að lánin okkar hækkuðu með sykurskattinum sem samt undanskilur einn stærsta kaupanda að sykri á landinu MS undan vegna þess að þar er verið að tala um mjólkurvörur. Sem eru óhollari en margar aðrar vörur sem skatturinn nær til?
Þau hafa bara ekki gert nóg fyrir almenning.
Það sýnir sig bara best á því hvernig ástandið er.
Að neita því Gísli er barnaskapur eða í versta falli heimska sem fellst í því að fylgja foringjum sínum í blindni. Má jafnvel bera það saman við Stokkhólmseinkennið!!!
Það er bara að sýna sig að Steingrímur, Jón Bjarna og Ögmundur geta ekki hrint framkvæmd stefnumálum sínum og því sem þeir hafa talað fyrir í stjórnarandstöðu.
Hverjum fannst Jón Bjarna koma vel út í viðtalninu í Kastjósi í gær?
Það er minnsta málið að gagnrýna allt og alla en erfiðara að koma með lausnir.
Jákvæðni vs. neikvæðni er ekki alveg málið í dag.
Meira spurning um trúverðugleika og von.
Því miður er það þannig að æ fleiri eru að missa trúna á núverandi stjórn og með því fylgir vonleysi.
Jóhanna Sig á þar ansi stóran hlut að máli því ekki er hún að vinna að því að berja lýðnum kjark og þor í brjóst. Né heldur er hún að tala máli okkar úti í heimi, sem kannki er ágætt ef árangur hennar væri til jafns við Ólaf Ragnar forseta útrásarvíkinga og forréttindapakks.
Ég vil fyrir alla muni að vinstri mönnum takist vel upp í stjórn, betur en hingað til.
Því ekki er betra að hleypa níðingunum(nauðgurum) í sálgæslu fórnarlambsins(X-D og X-B) þó svo að X-S sé ekki alsaklaus af því hruni sem hér var að mínu mati.
Í mínum huga lagast ekki aðstæður heimila og fyrirtækja við það eitt að AGS og Icesave verði landað.
Kannski þá koma þær aðstæður sem íslenskir pólitíkusar segjast þurfa til að geta lagað til í landinu.
Hvað veit ég, ég er bara áhugamaður um þjóðfélagsmál óháð flokkum og línum.
Rannsókn hrunsins gengur of hægt.
Fólk vill sjá árangur af þessum rannsóknum, dóma og refsingar.
Hvers vegna þegar menn í siðleysi og jafnvel að yfirlögðu ráði sbr. Jón Ásgeir og 1998 ehf og Rauðsól stela undan ákv kröfuhöfum má ekki grípa inn í 1, 2 og 3 og stöðva slíka gerninga?
Það er okkur almenningi alveg fyrirmunað að skilja.
Þessir menn eiga ekki að fá að eiga neitt eða stjórna neinum fyrirtækjum hér á landi í framtíðinni.
Eignaupptaka er hlutur sem þarf að koma á sama hversu ólöglegt það er, afturvirk lög ef þarf á að setja til að sækja það sem þessir galgopar hafa stolið undan og færa þessir eignir til okkar sem sitjum í súpunni.
Það þarf að hætta að hugsa þessa hluti út frá því hver er í stjórn og stjórnarandstöðu Gísli það þarf að framkvæma.
Það er ekki hægt að taka neinn einn flokk út úr þessu hringleikahúsi og segja hann hafi patent lausnina Gísli, það er sami rassinn undir öllu þessu liði, það kom berlega í ljós þegar X-O fór eins og hún fór. Í mínum huga er það skýrasta dæmið um það vhersu rotinn og laskaður vinnustaður Alþingi er.
Stjórnlagaþing getur mögulega lagfært það sem lagfæra þarf í lýðræðisátt hvað varðar Alþingi, embættismannakerfið og framkvæmdavaldið.
Er kannski málið að embættismannakerfið á klaknum sé það sterkt að það vinni gegn hugmyndum Alþingismanna?
Getur það verið þess vegna sem þingmenn, ráðherrar og sérstaklega núverandi stjórnarliðar koma sínum stefnumálum ekki áfram?
Maður spyr sig, því ekki er eðlilegt að menn tala fyrir leið A í aðdraganda kosninga en framkvæma svo allt annað.
Skjaldborg tjaldborg er þar skýrasta dæmið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 10:58
Ef félagasamtök skaða land og þjóð ber að banna það eða hvað?
Ég er ekki hlynntur glæpasamtökum.
Kýs sjálfur að lifa lífinu samkvæmt lögum samfélagsins.
En svo er ekki með alla.
Ef við hinsvegar förum út í það að banna félagasamtök.
Hvar á þá að draga línuna?
Á kannski að draga hana þar sem lögin liggja?
Hvað þýðir það?
Þýðir það kannski að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði bannaðir?
Eru einhver samtök hér á landi sem skaðað hafa landið meira en þessir samtök?
Ef horft er eftir þessari línu er erftitt að segja stopp.
Voru ekki starfsmenn banka í sér félagasamtökum?
Á að banna þau líka?
Það er alveg hægt að vera með viðurlög eða ramma sem fólki ber að starfa innan án þess að vera með boð og bönn.
Vítisenglar „ekkert án merkjanna“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 14:26
Detti nú af mér allar dauðar sem lifandi lýs...
Erum við að tala um það að glæpamenn sem sitja bak við lás og slá í fangelsum landsins eigi rétt á:
TANNLÆKNAÞJÓNUSTU !!!
AÐSTOÐ VIÐ KAUP Á GLERAUGUM !!!
Ég er að gera við eina tönn sem brotnaði.
Það mun kosta á bilinu 260 - 280.000 íslenskar fokking krónur.
Hefði verið betra fyrir mig að brjóta af mér bíða í 5-6 ár þangað til ég fengi að afplána og láta hið opinbera greiða reikninginn?
Hvaða helvítis bull er það að glæpalýður þessa lands eigi rétt á styrk frá félagsmálayfirvöldum?
Þetta er það sem fyrst á að skera niður í kreppunni.
GLÆPAMENN eiga ekki að geta gengið að styrkjum innan opinbera kerfisins sem vísum að mínu mati.
Þeir eiga að vinna meðan þeir eru að afplána og ríkið á að fá þá framlegð sem úr því kemur.
Mér er svo slétt sama hvort þeir sjái vel eða illa.
Það er fullt af fólki LÖGHLÝÐNU fólki sem frestar tannlækntímum og augnlæknatímum sín og barna sinna vegna þess að fjárskortur hindrar það í því.
Munið hvernig það var snemmsumar þegar Tannlæknafélagið var með opna daga á laugardögum fyrir börn.
Ætli það sé kannski sama lögmál sem gildir þar eins og Davíð Oddson vildi meina að ætti við hjá góðum samtökum sem gáfu mat.
" þar sem er frír matur er að sjálfsögðu fólk til að þiggja hann" "þa er í mannlegu eðli að þiggja það sem er frítt"
Sat lengi í morgun í pottinum og spjallaði við einn af okkar fremstu rithöfundum.
Breytir því ekki að mér finnst að listamannalaun eigi að skera niður.
Hvernig stendur á því að ríkisstarfsmenn voru ekki skertir í launum strax í kjölfar hrunsins um segjum 10%.
Voru laun almennings og sveitarfélaga ekki skert?
Akureyrarbær braut á fanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 11:34
Heimur versnandi fer eða hvað?
Ég styð greiðsluverkfall heilshugar.
Hvers vegna?
Einfaldlega vegna þess að það hefur ekkert segi og skrifa ekkert verið hugsað um skuldara þessa lands til langframa af stjórnvöldum.
Fjármagnseigendur hafa fengið sitt u.þ.b 200 milljarða og þá er ekkert eftir handa hinum venjulega meðal Jóni sem skuldar.
Ég vil ekki almenna niðurfellingu, þeir sem lifðu of hátt og tóku lán ofan á lán endurfjármögnuðu eignir sínar til að lif hærra osfrv eiga ekki skilið niðurfellingu.
Eina vitið er að lagfæra gengislánin og endurstilla vísitölur.
Öðruvísi verður enginn sátt.
Vá hvað það er samt mikið fokk í gangi í þessu þjóðfélagi.
Borgarahreyfingin sprungin. Farið hefur atkvæði í hundskjaft.
Davíð á leið í ritstjórastól Moggans. Þýðir það að maður les aldrei Moggann né mbl.is og hættir að blogga hér.
Gengisvísitalan enn í hæstu hæðum.
AGS enn að temja ríkið á asnaeyrunum.
Icesave byrðar á leið á bakið á okkur sem við munum aldrei geta staðið undir.
Við að reyna komast í ESB.
Það má telja áfram á þennan hátt endalaust.
Held að almenningur þessa lands ætti að taka sér heykvíslar í hönd og mæta á Austurvöll til almennrar hreingerningar.
Bændur landsins þó svo að áburðarverð sé hátt þá hvet ég ykkur til að hreinsa aðeins til í haughúsinu mæta með haugsugur ykkar og frussa úr þeim yfir Alþingishúsið, mjólkurbændur helst af öllu vildi ég sjá ykkur með skyr a la Helgi Hóseasson.
Það þarf nú ekki einu sinni að minnast á það að enn eru útrásarvíkingarnir lausir og liðugir.
Er ekki neitt dómskerfi á þessum klaka spillingar og endalausrar vanhæfni.
Sjáið þið eitthvað land í hinum vestræna heimi þar sem "þetta" myndi viðgangast?
Svo er náttúrulega spurning hvort Ísland hafi nokkurn tíma talist til siðaðs lands í hinum vestræna heimi, en það er annað mál.
Allavega þá er ég löngu búin að fá mig fullsaddann af "þessu" endalausa kjaftæði sem boðið er upp á hér á Apaplánetunni.
Bara spurning hvað næsta rökrétta skref er?
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)