Gjaldeyrisvaraforði. Hvers vegna?

Hefur almenningi verið sagt á einfaldan hátt hvers vegna við þurfum gjaldeyrisvaraforða?
Hefur almenningi verið sagt hvers vegna við þurfum að lifa við hæstu vexti á byggðu bóli?
Ekki svo ég viti til.

Væri ekki ráð að upplýsa almenning um það hvers vegna við þurfum að gangast við ógnarkröfum AGS um m.a niðurskurð?
Hvert er samhengið á milli AGS annarsvegar og hárra vaxta og gjaldeyrishafta hinsvegar?
Einfaldur almúginn á rétt á því að vera upplýstur!
Það dugar honum ekki að það sé einfaldlega sagt:
VIÐ VERÐUM KÚBA NORÐURSINS!!!

Hvers vegna má ekki lækka vexti?
Hvað gerist ef vextir eru lækkaðir?
Hvers vegna eru gjaldeyrishöft?
Eru þau að virka?
Hvað gerist ef þau eru felld niður?

Væri gaman ef sá sem eitthvað þykist vita svarar þessum spurningum.

Annars var ég á ansi áhugaverðri ráðstefnu um Hvatningu í morgun á Grand hótel á vegum Stjórnvísi.
Þar kom mér mest á óvart hve lítin bilbug er að finna á fólki þrátt fyrir allt.
Það vita jú allir að 2010 verður erfitt ár, sérstaklega þar sem við eins og sönnum íslendingum sæmir frestuðum vandamáli 2009 um ár, með má frystingum á lánum osfrv.

Það sem mest kom á óvart hinsvegar er áhugaleysi fréttamanna um það sem þó jákvætt er á landinu.
Það var enginn aðili frá neinum ljósvakamiðli, blaði eða öðrum slíkum miðlum að mínu viti.
Utan jú Þóru Arnórsdóttur(Kastljósi) ráðstefnustjóra og Jóhanns G Haukssonar(Frjásl verslun) framsögumanns.
Það er alltaf að verða skýrara í mínum huga hvað fjölmiðlar á Íslandi eru einsleitir, lélegir og yfirmáta NEIKVÆÐIR í ALLRI sinni umfjöllun.

Nýja Ísland virðist einfaldlega vera prump í poka sem enginn vill í heiðri hafa.

Er það þannig sem þið viljið hafa þetta?


mbl.is Steingrímur til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er það sem ég fávís maðurinn vill fá svör við. Einmitt, "hvers vegna"

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 14:43

2 identicon

Háir stýrivextir er refsing til okkar frá AGS fyrir gjaldeyrishöftin, við þurfum að greiða fjármagnseigendum (eigendum jöklabréfa) góða vexti þar sem að fjármagnið er fast hér á landi.

Ef að vextir lækka þá gerist ekkert, nema að gjaldeyrishöftunum verð aflétt en þá munu jöklabréfaeigendur losa allt féð úr landi en ég hef trú á því að þeir geri það hvort sem stýrivextir verði háir eða lágir.

Það er ómögulegt að segja til hvort að þessi gjaldeyrishöft séu að virka! En ef þau verða felld niður þá mun krónan væntanlega veikjast tímabundið (spurning í hversu langan tíma). En það ætti ekki að koma að sök þegar fólk hefur nýtt sér þau úrræði sem verður boðið upp á á næstu vikum fyrir erlend lán (vonandi). 

Þetta er meira svona mín skoðun á þessu. 

Kv. GHA 

GHA (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:36

3 identicon

Hvers vegna má ekki lækka vexti? Þetta er háð sjálfstæðu mati Seðlabankans, þannig að verður að beina fólki inn á heimasíðu hans. Rökstuðning má m.a. sjá hér: http://www.sedlabanki.is/?PageID=1025 Þetta heitir á mannamáli að Jöklabréfin eru enn að hafa áhrif.

Hvað gerist ef vextir eru lækkaðir? Þú veist það. Um leið myndi verðbólgan hækka, líkt og tappi er tekinn úr tunnu.
Hvers vegna eru gjaldeyrishöft? Góð spurning. Á mannamáli vegna þess að útflutningsfyrirtækin eru einfaldlega daglega að finna leið fram hjá hripleku kerfi. Sjálfur á móti höftum. Dugar í stuttan tíma.
Eru þau að virka? Eiginlega ekki.
Hvað gerist ef þau eru felld niður? Sömu lekaáhrif og vextir. Sömu megin á vogarskálinni. Það fer reyndar að vera spennandi að reyna.
Jú, og svo skrúfutak AGS á okkur, því miður.
Held að ég hefi svarað þessu heiðarlega, Freyr.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband