7 ára lán verður 10 ára lán...

Þetta getur ekki verið löglegt!!!
Fyrir ekki svo löngu tilkynnti ófélagsmálaráðherfa Íslands Sugar boy Árni að nú skildi leiðrétta myntkörfulán almúgans.
Lítum á mig sem dæmi:
Ég tók 7 ára myntkörfulán fyrir bílskrjóði fyrir 4 árum.
Í upphafi greiddi ég um 24 þús af láninu.
Mig minnir að ég hafi greitt út 20% í bílnum, gæi þó hafa verið 10%.
Frábært, nýskriðinn úr háskóla og þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að ferðast á milli í bíl sem ekki héldi vatni og vindum.
Í september fyrir 13 mánuðum síðan stóð lánið í tæpum 1200 þús og verðmæti bílsins eða listaverð svokallað um 1750 þús.
Í dag er staðan þannig að lánið er í tæpum 2500 þús og verðmæti bílsins er háð markaðsverði, því ekkert listaverð er í raun hægt að styðjast við.
Ég skulda að lágmarki 1000 þús í bílnum umfram virði hans.
Ég skulda u.þ.b 800 þús meira en ég tók upphaflega í lán.

Nú stendur mér til boða GREIÐSLUJÖFNUN.
Skoðum hana aðeins.
Ef ég tek hana ekki greiði ég tæpar 44 þús krónur á mánuði það sem eftir lifir samningstímans.
Mun líklega njóta góðs af því ef gengið lagast á þeim tíma og jafnframt taka það á mig ef gengið heldur áfram á leið til helvítis.
Ef ég tek GREIÐSLUJÖFNUNAR TILBOÐINU þá greiði ég aðeins 32 þús krónur á mánuði.
Ekkert er tekið fram hvort ég muni hafa hag af gengismuni eða tap ef til þess kemur.

RÚSÍNAN Í PYLSUENDANUM ER:
Að þessum 3 árum liðnum hef ég VAL já ég má velja um það að:
A dreifa eftirstöðvum lánsins í allt að 3 ár!!!
B skila bílnum í skoðunarhæfi ástandi og án nokkurra áhvílandi gjalda!!!

Ef þetta er ekki ólöglegt þá er þetta klárlega gjörsamlega siðlaust.

Semsagt ég þarf alltaf að borga fyrir brask banka og útrásarvíkinga með ÍSLENSKU KRÓNUNA...

Er það sanngjarnt?

Fokk jú fokkings helvítis fokk. Er mitt svar!!!


mbl.is Lögbann á afborganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Freyr Hólm !

Enn eitt sannindamerkið; um þá glæpa klíku, hver hér fer með völd.

Löngu tímabært; að lúskra á þessu liði, og koma því frá völdum !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

ég er einmitt í svipaðri stöðu og þú.

ég átti 28 mánuði eftir af láninu mínu, stóð í 600 þús, núna í 900 þús og ég er búinn að hafa frystingu í 1 ár, verður 16 mánuðir þegar hún verður búinn, ég hefði getað átt 1 ár eftir að borga af þessum helvítis bíl, en núna sé ég fram á að þurfa borga 4 ár.

Nei segi ég, ég er til í að borga það sem ég borgaði áður en allt fékk í þessa 28 mánuði og þar við situr.


Arnar Bergur Guðjónsson, 23.10.2009 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband