Ef golf.is virkaði...

Minnsta málið fyrir meðaljón að svindla sér svona framhjá kerfinu.
Forritari sýndi mér í sumar hvernig maður ber sig við það.
Ég nýtti mér það að sjálfsögðu ekki.
Ef golf.is væri almennilega skrifaður vefur væri þetta ekki hægt.
Golfhreyfingin hefur lagt að lágmarki á annað hundrað milljónir í þennan vef.
Samt eru t.d stærstu klúbbarnir að keyra meistaramótin sín alfarið í gegnum eigin heimasíður, og rétt nýlegi býður vefurinn upp á annað mótform en punkta og höggleik.
Er það áfellisdómur yfir vefnum?
Já klárlega.
En menn eiga ekki að nýta sér smugur sem þessar.
Vona að menn taki þessa einstaklinga hörðum höndum og útiloki þá frá skráningu á velli.
Sama ætti að gera við þá sem ítrekað skrá sig á teig en mæta ekki.
Þegar vellir eru yfirsetnir má slíkt ekki gerast.
Vona að formenn og framkvæmdastjórar klúbbana taki höndum saman um þetta vandamál fyrir næsta sumar.
Hörður það þarf að framkvæma ekki bara tala!!!
mbl.is Tölvuþrjótar stytta sér leið í golfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði nú ekki að svara þessum sterku fullyrðingum en fyrst fréttin er frekar vinsæl gæti einhver slysast til að lesa þetta blogg og ég vil því leiðrétta misskilning Freys á nokkrum atriðum.

1. Golfhreyfingin hefur ekki lagt á annað hundrað milljónir í vefinn, þetta er fáránleg staðhæfing sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

2. Lang-flestir ef ekki allir stærstu og minnstu klúbbarnir gerðu upp meistaramótin sín á golf.is

3. Vefurinn hefur lengi boðið upp á önnur mótsform en punkta og höggleik eins og texas scramble og betri bolta. Hinsvegar hafa aðeins punkta og höggleikir áhrif á forgjöf sem er það sem kerfið gengur út á.

4. Klúbbar geta í dag bannað notendur frá skráningum og hafa getað það lengi, hvort þeir nota það er þeirra mál.

5. Enginn braust inn í kerfi golf.is. GSÍ mun setja inn tilkynningu á golf.is vegna þessarar ónákvæmu fréttar von bráðar.

kveðja

Eiríkur

Eiríkur Hrafnsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Kæri Eiríkur,

Á árinu 2005 hafði GSÍ(Golfsamband Íslands) greitt vel á fyrsta 100 mkr fyrir golf.is vefinn og kerfið.

Þetta eru tölur sem þá var talað út frá á Golfþingi.

Í dag er búið að endurbæta kerfið mikið.

Það er staðreynd sem er vel.

Því ekki hélst vefurinn uppi þegar meistaramót klúbbana voru!

Ef reikningurinn er ekki kominn á annað hundrað mkr er ég hundur!

Þar sem búið er að vinna í kerfinu og vefurinn nánast uppi allt sumarið hafa stóru klúbbarnir sumir hverjir gert upp meistaramót sín á golf.is ekki allir.

Vefurinn hefur ekki nema í 2 (gætu verið 3 sem ég efasat um) sumur boðið upp á Texas reikning og betri bolta.

Ef vefurinn býður upp á betri bolta í dag hvers vegna var Mitsubishi mót GA ekki gert upp á golf.is?

"Hinsvegar hafa aðeins punkta og höggleikir áhrif á forgjöf sem er það sem kerfið gengur út á."

Kerfið gengur ekki bara út á það að halda utan um forgjafarreikninga GSÍ.

Hé talar forritari reikna ég með sem veit ekki fjölda móta sem ekki eru punkta eða höggleikir á hverju sumri.

Mér vitanlega hefur enginn klúbbur bannað notendur frá tímaskráningum hingað til.

Enda er það örþrifaráð ekki satt?

Nú er staðan þannig að það er meiri ásókn á golfvelli höfuðborgarsvæðisins en góðu hófi gegnir.

Því er það eðlileg og sanngjörn krafa þeirra sem í klúbbunum eru og þá stunda að settar séu sanngjarnar reglur sem ná yfir þá aðila sem ítrekað eru að skrá sig eða félaga sína á rástíma en ekki nýta þá.

Finnst einhverjum það ósanngjarnt?

Ég veit til þess Eiríkur að menn hafi skráð rástíma í gegnum golf.is með því að "hakka" sig inn á rástímaskráningu.

Að lokum, Eiríkur ertu að vinna hjá Idega?

Freyr Hólm Ketilsson, 4.9.2009 kl. 16:18

3 identicon

Ég er einn af stofnendum Idega (var ekki að fara neitt í felur með það) og hef forritað minn skerf af golf.is.

Ég veit ekki hvaða tölur hafa verið nefndar á golfþingi en ég veit hvað hefur verið borgað betur en flestir býst ég við.

Af greininni mátti ætla að einhver hafi getað brotist inn í notendakerfi golf.is, það var ekki raunin.

Annað sem ég ritaðu stendur einnig rétt og satt.

Það er komin tilkynning um þetta frá GSÍ á golf.is

Og hérna má sjá umræðu á kylfingur.is sem ég og Þórhallur frá Idega tókum þátt í.

http://kylfingur.vf.is/spjall/7353/default.aspx

p.s.

hvað á hundurinn svo að heita?

Eiríkur Hrafnsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Verður þú ekki að fá að skíra hann?

Freyr Hólm Ketilsson, 4.9.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband