24.4.2009 | 09:51
Dómur kjósenda?
Mér er svo ferskt í minni þegar Árni M sagði í viðtali að það hafi ekki hvarflað að honum að segja af sér.
Kjósendur fengju sitt tækifæri til að fella dóm um hans störf sem og flokks hans í næstu kosningum.
Er dómur kjósenda fallinn?
Mér finnst það ekki nægjanlega afgerandi.
Samfylking ber einnig ábyrgð.
Framsókn ber mikla ábyrgð.
VG fór að eltast við gælufumvörp um leið og þeir komust í stjórn, í stað þess að hugsa um hag heimila.
Vaknið fólk.
Þið eruð að gefa nákvæmlega sömu aðilum atkvæði ykkar núna og þið bölvuðuð í vetur.
Minnkum umsvif flokksræðis í landinu.
Kjósum Borgarahreyfinguna.
Kynntu þér málið á www.xo.is
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 15:32
Tvær tegundir kjósenda...
Það væri hægt að skipta kjósendum í marga flokka.
Það er einnig hægt að einfalda þetta.
Þeir sem hafa áhuga á þjóðmálum og þeir sem hafa ekki áhuga.
Í einföldun má skipta kjósendum sem hafa áhuga á þjóðmálum í tvo flokka.
Þá sem eru hundtryggir(sauðheimskir) og kjósa líkt og öfgatrúarmenn ávallt sinn flokk.
Alveg sama á hverju dynur.
Svipað eins og áhangandi Liverpool mun seint halda með Manchester United í leik á móti erkifjendum sínum í Liverpool.
Do you know what I mean?
Svo eru hinir sem hafa áhuga á þjóðmálum en eru ekki til í að láta misnota sig og sitt atkvæði ár eftir ár.
Ég telst til þess flokks.
Setjum upp dæmi:
Ég fer á matsölustað borða góðan mat en fæ heiftarlega matareitrun.
Að sjálfsögðu tilkynni ég matsölustaðnum það og jafnvel viðeigandi eftirliti.
Mun ég fara á þann stað næst þegar ég ætla út að borða?
Mitt svar er NEI.
Ég læt ekki misbjóða mér trekk í trekk.
Ætlar þú að kjósa fjórflokkinn á laugardaginn?
Finnst þér það skynsamlegt?
Mundu autt atkvæði er dautt atkvæði.
Í raun finnst mér að það ættu að vera auð sæta í þingsal fyrir X-autt.
Finnst þér líklegt að fjórflokkurinn muni muna það á mánudag hve mörg auð og ógild atkvæði voru í kosningunum?
Nei þeir munu ekki muna það.
Það er ábyrgðarleysi að veita þeim áframhaldandi umboð til að stýra landinu.
Ég er ekki hundtryggur(sauðheimskur) fylgjandi ákveðins stjórnmálaflokks.
Né er ég heldur svo vitlaus að skrá mig sem stuðningsmanns framboðs einstaklings sem iðulega er kallaður tómatsósu jólasveinn manna í milli.
Kynntu þér málið á www.xo.is þar er fólk sem vill lýðræði en ekki flokksræði.
Hvað vilt þú?
Kannast ekki við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 09:52
Ert þú greindarskertur?
Ég hélt að Björn Bjarnason væri greindari en þetta.
Það sér það hvert mannsbarn sem hefur meðalgreind að ESB og AGS eru ekki að fara vinna saman að því að við fáum Evru.
Það er svo langt síðan það var slegið út af borðinu að það hálfa væri nóg.
Réttara væri að Björn og hinir flokksdindlarnir kæmu fram af heilindum.
Hvað felst í því?
Til dæmis að taka ábyrgð á því sem orðið er á landinu.
Sætta sig við það að þeir eru með úreltar hugmyndir til lausna.
Hver kaupir þetta Evru kjaftæði hjá þeim?
Hver trúir því að álver á Bakka og Helguvík muni koma okkur úr kreppunni?
Hver trúir því að það þurfi ekki að skatta?
Gætum reyndar sloppið við beinar skattahækkanir en þá verður þjónustan bara skert enn meira en orðið er.
Hversu heimsk getum við orðið sem þjóð?
Erum við virkilega að sætta okkur við það sem er verið að bjóða okkur í aðraganda kosninga?
Það er ekki verið að tala um neinar lausnir.
Okkur er enn og aftur boðið upp á sama hlaðborð lyga og óheiðarleika.
25-30% þjóðarinnar ætlar að kjósa yfir okkur Sjálfstæðisflokkinn.
Er þjóðin virkilega svona greindarskert?
Hver trúir því að geðveiki sé hægt að laga með sömu geðveiki?
Að geðsjúkur einstaklingur geti læknað sig sjálfur?
Það er það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að bjóða okkur.
Svo eru skrímsladeildir fjórflokksins á fullu að rakka niður það sem þeir kjósa að kalla örframboð.
Kalla t.d Borgarahreyfinguna lýðskrum.
Stutt skiogreining á lyðskrumi:
Að gera eitthvað til að koma sínum eigin tota að jötunni.
Er það ekki það sem fjórflokkurinn hefur verið að gera síðustu ár.
Þar eru VG ekki undanskildir.
Stóðu ekki allir flokkar að eftirlaunafrumvarpinu?
Björn þú og þinn flokkur þið eruð helvítis dólgar og dónar.
Það er algjört ábyrgðarleysi að setja X-ið við D-ið í kosningunum á laugardaginn.
En mundu autt atkvæði er dautt atkvæði.
Autt atkvæði kemur fjórflokknum best.
Það er ekkert við stefnu Borgarahreyfingarinnar sem er mér ekki að skapi.
Kynntu þér málið á www.xo.is
Mér finnst að þú eigir að kjósa Borgarahreyfinguna.
Dólgsleg árás, segir Björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 13:00
Tómatsósu jólasveinn...
Eitt er það sem ég skil ekki.
Nei leiðrétting.
Það er margt sem ég skil ekki.
Ástþór Magnússon
Hvaða tegund af sápu er það?
Ég skil manninn ekki.
Friður 2000 var rosalega lofandi verkefni hér einu sinni.
En síðan þá hefur hann að mínu mati alveg gjörsamlega skotið yfir markið.
Í dag skil ég málflutning hans á þann veg að Borgarahreyfingin sé hans helsti andstæðingur.
Þar á að vera einhver Herbert í sumarfríi sem Ástþór segir að sé á launum hjá Rúv samhliða stjórnmálaþátttöku.
Ástþór minn það er bara þannig að sumir eru á launum í sumarfríinu sínu.
Þar á meðal er ég.
Ef þú ert að berjast fyrir lýðræði, vilt þjóðinni það besta og hag okkar sem búum þetta land sem mestan.
Láttu þig þá hverfa fyrir fullt of allt af vettvangi fjölmiðla, ljósvakamiðla og netmiðla.
Ef þú bætir því við loforðalistann í kosningunum þá kannski kýs ég þig.
Annars hugnast mér það verulega illa að vera með minnstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslu í gegnum hraðbanka.
Finnst það mjög svo barnaleg hugmynd.
Annað sem ég skil alls ekki.
Hvernig í andskotanum tekst honum að fá fólk til liðs við sig?
Er virkilega svona mikið af klikkhausum á klakanum?
Sjö skiluðu inn framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2009 | 12:50
Úttekt, pútekt, smútekt my arse
Á skírdag segir fíflið að hann hefi ekkert komið að fjársöfnun Sjálftökuflokksins.
Í dag ná ekki fjölmiðlar í hann til að spyrja hann að því hvers vegna hann hefi verið að ljúga?
Hvað gerist þá.
Guðlaugur andskotans fífl ertu maður.
Þetta snýst ekki um að þú hafir ekki staðið þig sem oflaunaður stjórnarformaður OR.
Þú laugst og varst staðinn að verki.
Hve oft hefur þú logið og ekki verið staðinn að verki?
Það þarf meira en þetta til að slá ryki í mín augu...
Segðu af þér helvítis fíflið þitt.
Enn og aftur segi ég...
Þeir sem setja Xið sitt við D í kosningunum 25. apríl eru að segja JÁ við síðustu 18 árum og eru að segja JÁ við svona starfsháttum.
Hreinsum almennilega til fyrst tuskan er komin á loft.
Nýja hugsun á þing og réttsýni framar fjársýni í þjóðfélagið.
Ég held að það sé það sem við þurfum.
Guðlaugur drullastu í burtu við viljum þig ekki.
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 11:06
Hvar er umfjöllun á www.mbl.is um 30mkr?
Oft hefur maður verið hissa á fréttaflutningi mbl.is
Er það Óskar útgefandi sem stoppar það að um "styrk" FL Enron sé fjallað?
Snillingarnir hinir nýju eigendur mbl.is eru jú bláir í gegn.
Samt skárra að birta frétt sem endurspeglar reikningshæfileika blaðamanns eins og DV gerir en að birta ekki neitt.
Í DV segir:
"Með lögunum var hámarksupphæð til styrktar stjórnmálaflokka 300 þúsund krónur og er því um 30-falda upphæð að ræða."
Einfaldur reikningur segir mér að 300.000 x 30 séu 9.000.000
Sömu reikningshæfileikar segja mér að 300.000 x 100 séu 30.000.000
Mikið óskaplega eigum við Íslendingar fátæklegan markað þegar kemur að fréttamiðlum.
Kannski Davíð Júdasarson hefði átt að þora að leggja fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæði?
Værum við með betra landslag og hæfari fjölmiðla ef svo væri?
Algjört hrun í sölu húsgagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2009 | 09:57
VMST klárlega ekki að standa sig? Svöruðu mér ekki.
Ég sett mig í samband við Vinnumálastofnun um daginn.
Kannski ekki í frásögur færandi eða hvað.
Nema hvað mér hafa ekki borist nein viðbrögð.
Frekar lélegt eða hvað?
Mér finnst það.
En hvers vegna var ég að hafa samband við VMST?
Ekki vegna þess að mig vanti vinnu.
Nei alls ekki.
Mig vantaði að koma á framfæri verkefni sem ég hef verið að vinna að.
Eiginhagsmunapot?
Já og Nei.
Verkefnið er samfélagslegt.
Við vorum að útbúa kennslu og fyrirlestraraðstöðu.
Það má sjá allt um það á síðunni www.laera.is
Þar getur fólk búið sér til verkefni með því að halda námskeið.
Kostar ekkert að skrá námskeið.
Kostar einungis ef að námskeiðinu verður.
Win/Win situation hefði ég haldið.
En nei VMST sá ekki ástæðu til að tala við mig um það.
Fullt af fólki með þekkingu og reynslu sem gæti miðlað henni áfram og unnið sér inn pening í leiðinni.
Ef þú hefur áhuga þá er þér frjálst að senda mér fyrirspurn í gegnum vefinn.
Athugið að hann er ekki alveg fullmótaður og það er allavega ein stafsetnignarvilla á forsíðu sem á eftir að lagfæra.
Hræðsla við að vinna á landsbyggðinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 10:53
Um Davíð Oddson...
Er nauðsynlegt að skjóta þá söng kóngurinn Bubbi um árið.
Dabbi kóngir leyfði sér að líkja sér saman við Jesú á krossinum.
Þvílíkur assgotans hálfviti sem maðurinn greinilega er.
Manni gæti dottið í hug að veilan hans væri komin á kreik aftur.
Vona samt ekki hans vegna sem og hans fjöldkyldu.
Hallelúja samkoma Sjallana var um helgina.
Merkilegt fannst mér að fjaðrafokið stóð upp úr.
Það er ekki venjan hjá Flokknum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bjarni silfurskeið tekst að temja flokksmenn.
Hugsa að hans bíði ansi erfitt verk.
Þessi brandari minnti mig á Davíð.
Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei.
Sko, sagði deildarstjórinn, Við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið.
Aaa, ég skil, sagði gesturinn, Heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!
Nei. sagði deildarstjórinn, Heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.
Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?
Bjarni Benediktsson í Zetunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2009 | 10:20
Föstudagur til frægðar... eða ekki?
Var að hugsa...
Já það gerist stundum að ég velti hlutum fyrir mér.
Hugsa mismikið samt.
Enn misjafnara hvað kemur út úr því.
Oft ekkert nema hausverkur.
En nú er tími ferminga.
Ég man þegar ég fermdist fyrir ja nokkrum árum síðan.
Ætli það séu ekki 18 ár eða svo.
Sjæse.
Tíminn flýgur.
Þá var fermingargjöfin það ár.
Hljómflutningstæki með geislaspilara.
Geislaspilarar voru þá nýir af nálinni.
Plötuspilari var einnig með Stereo græjunum eins og þær voru kallaðar.
Vinyl plötur voru þó enn til.
Hver ætli sé fermingargjöfinn í ár?
Flatskjár?
Utanlandsferð?
Sex stafa tala á bankabók?
Kerti og spil?
Nú er ekki árið 2007.
Hugsa að mörg fermingarbörnin séu sár vegna þess.
Förum í léttmeti:
Maður nokkur náði í leigubíl í Lækjargötu fyrir skömmu.
Um leið og hann stígur inn í bílinn segir dauflegur leigubílstjórinn og bregður ekki svip:
Frábær tímasetning hjá þér, þú ert bara alveg eins og hann Nonni minn.
Og hver er þessi Nonni? spyr farþeginn og kemur sér fyrir sætinu.
Hann Nonni minn? segir leigubílstjórinn, jafn daufur sem fyrr.
Hann var einfaldlega sá sem gerði allt rétt hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur.
Rétt eins og þegar ég ek um Lækjargötu á nákvæmlega þeirri stundu sem þú þarft leigubíl, svoleiðis gerðist alltaf þegar hann Nonni minn átti í hlut.
Heppnin getur nú verið hverful, segir farþeginn.
Ekki hjá honum Nonna mínum, segir bílstjórinn, daufi.
Hann var stórkostlegur íþróttamaður. Hefði getað orðið heimsmeistari í tennis, gat leikið golf með atvinnumönnum. Hann söng eins og bestu barritón söngvarar í frægustu óperuhúsum veraldar, dansaði eins og stjörnurnar í Hollívúddmyndunum og þú hefðir átt að hlusta á hann leika á píanó. Hann var stórkostlegur náungi, hann Nonni minn.
Já, mér heyrst að hann hafi verið sannkallaður hæfileikamaður, viðurkennir farþeginn.
Bíddu bara, þú hefur ekki heyrt nema örlítið brot um hæfileika hans, segir bílstjórinn, enn án nokkurrar hrifningar í.
Nonni var með minni eins og tölva, mundi alla afmælisdaga.
Hann vissi allt um vín, kunni að panta mat á glæsilegustu veitingahúsum, notaði til dæmis aldrei desert gaffalinn í kjötið.
Hann var ótrúlega laghentur, ekki eins og ég sem get ekki einu sinni skipt um öryggi heima hjá mér án þess að rafmagnið fari af hverfinu.
Hann Nonni minn gerði allt rétt.
Hann er ótrúlegur náungi, þessi Nonni þinn, segir farþeginn.
Ó, já
samsinnir bílstjórinn.
Hann rataði um alla borgina og jafnvel um Kópavog, kunni að sneiða framhjá umferðahnútum á álagstímum.
Þetta hef ég aldrei getað, lendi alltaf í tímafrekum röðum á Breiðholtsbrautinni og rata ekki einu sinni út úr Kópavogi.
En hann Nonni minn gerði aldrei nein mistök og hann hafði þá náðargáfu að vita hvað konur þurftu til að þeim liði sem best.
Hann mótmælt aldrei konu jafnvel þó hún hefði rangt fyrir sér.
Og hann klæddist alltaf óaðfinnanlega, skórnir vel burstaðir og glansandi.
Nonni minn var hinn fullkomni maður.
Gerði aldrei nein mistök.
Enginn getur jafnast á við hann Nonna minn.
Þetta er greinilega stórkostlegur maður, segir farþeginn áhugasamur.
Þú hlýtur að njóta þess að þekkja svona skemmtilegan mann?
Tja, ég kynntist honum eiginlega aldrei
, segir bílstjórinn, dauflegur sem fyrr,
en ég álpaðist til að giftast ekkjunni hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 10:56
Allt í bál og brand...
Á þessum síðustu og verstu þá verður maður að geta sleppt...
Sleppt því að pirra sig á orðnum hlut og horft fram á við...
Hvað er betra en glott út í annað á slíkum tímum?
Bon apetit...
Við konan mín lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón.
Ég snéri mér að henni og sagði, Villtu gera do do ?
Hún svaraði, Nei
Ég spurði, Er þetta þitt lokasvar?
Hún leit ekki einu sinni á mig er hún svaraði Já
Ég sagði, Þá langar mig að hringja í vinkonu
Og þá fór allt í bál og brand
.
.
Ég spurði konuna mína, Hvert langar þig að fara á brúðkaupsafmælinu okkar?
Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvernig hún lifnaði öll við og horfði á mig
með aðdáun er hún svaraði,
Eitthvert sem ég hefi ekki farið lengi
Með það í huga kom ég með uppástungu,
Hvað með eldhúsið?
Og þá fór allt í bál og brand
.
.
Síðasta laugardag vaknaði ég snemma. Ég klæddi mig hljóðlega, útbjó nesti, kallaði í hundinn og læddist út í bílskúr. Ég húkkaði bátinn aftan í bílinn, opnaði bílskúrshurðina og var kominn hálfur út þegar ég sá að úti var brjálað rok og rigning. Ég bakkaði aftur inn í skúrinn og kveikti á útvarpinu, aðeins til að uppgötva að svona átti veðrið að vera alla helgina. Ég fór því aftur inn, klæddi mig hljóðlega úr og læddi mé upp í rúm. Ég kúrði mig upp við konuna mína. Ákveðinn í að fá mér gott í kroppinn hvíslaði ég að henni, Það er brjálað veður úti. Elskuleg konan mín til 10 ára svaraði strax, Hugsaðu þér hvað maðurinn minn er heimskur að vera úti að veiða í þessu veðri.
Og þá fór allt í bál og brand
..
Ég bauð konunni minni með í helgarferð til Boston um daginn og þar fórum við á fínt veitingarhús. Einhverra hluta vegna tók þjónninn fyrst pöntunina mín. Ég sagði, og var heldur rogginn með enskuna mína,
Ill have the strip steak, medium rare, please.
He said, Arent you worried about the mad cow (kúariðu)?
Ég svaraði Nah, she can order for herself.
Og þá fór allt í bál og brand
.
Við konan mín forum á árgangsmót í gamla skólanum míum. Þar sem við sátum tók konan mín eftir að ég horfði á konu á næsta borði. Kona þessi var vel drukkin og þambaði ótæpilega og röflaði við sjálfa sig milli glasa.
Þekkir þú þessa konu? spurði konan mín.
Já sagði ég, þetta er gömul kærasta og ég heyrði að hún hefði farið að drekka svona eftir að ég sagði henni upp þarna um árið.
Konan mín leit á hana í forundran og sagði, hver hefði trúað því að hægt væri að hafa svona ómerkilegan atburði að fagnaðarefni í öll þessi ár.
Og þá fór allt í bál og brand
.
..
Um daginn varð ég 67 ára og hætti þá að vinna. Ég fór til að ganga frá öllu í sambandi við ellilífeyrinn minn. Konan á skrifstofunni bað um að sjá ökuskírteinið mitt til að staðfesta aldurinn og þá uppgötvaði ég að veskið mitt hafði orðið eftir heima. Konan sagði að þetta væri í lagi, bað mig að hneppa frá þremur efstu tölunum á skyrtunni minn. Ég gerði það og er hún sá silfurgráa englahárið á bringunni á mér sagði hún að þetta væri nóg staðfesting fyrir hana.
Þegar heim kom sagði ég konunni minni frá þessu. Hún varð hálf örg. Bölvaður endemis asni ertu maður, þú hefðir átt að láta buxurnar falla líka. Ég er viss um að þá hefðir þú fengið örorkubætur út á þennan ræfil þarna niðri.
Og þá fór allt í bál og brand
.
..
Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)