Tvær tegundir kjósenda...

Það væri hægt að skipta kjósendum í marga flokka.
Það er einnig hægt að einfalda þetta.
Þeir sem hafa áhuga á þjóðmálum og þeir sem hafa ekki áhuga.
Í einföldun má skipta kjósendum sem hafa áhuga á þjóðmálum í tvo flokka.
Þá sem eru hundtryggir(sauðheimskir) og kjósa líkt og öfgatrúarmenn ávallt sinn flokk.
Alveg sama á hverju dynur.
Svipað eins og áhangandi Liverpool mun seint halda með Manchester United í leik á móti erkifjendum sínum í Liverpool.
Do you know what I mean?

Svo eru hinir sem hafa áhuga á þjóðmálum en eru ekki til í að láta misnota sig og sitt atkvæði ár eftir ár.
Ég telst til þess flokks.
Setjum upp dæmi:
Ég fer á matsölustað borða góðan mat en fæ heiftarlega matareitrun.
Að sjálfsögðu tilkynni ég matsölustaðnum það og jafnvel viðeigandi eftirliti.
Mun ég fara á þann stað næst þegar ég ætla út að borða?
Mitt svar er NEI.
Ég læt ekki misbjóða mér trekk í trekk.

Ætlar þú að kjósa fjórflokkinn á laugardaginn?
Finnst þér það skynsamlegt?
Mundu autt atkvæði er dautt atkvæði.
Í raun finnst mér að það ættu að vera auð sæta í þingsal fyrir X-autt.
Finnst þér líklegt að fjórflokkurinn muni muna það á mánudag hve mörg auð og ógild atkvæði voru í kosningunum?
Nei þeir munu ekki muna það.
Það er ábyrgðarleysi að veita þeim áframhaldandi umboð til að stýra landinu.

Ég er ekki hundtryggur(sauðheimskur) fylgjandi ákveðins stjórnmálaflokks.
Né er ég heldur svo vitlaus að skrá mig sem stuðningsmanns framboðs einstaklings sem iðulega er kallaður tómatsósu jólasveinn manna í milli.

Kynntu þér málið á www.xo.is þar er fólk sem vill lýðræði en ekki flokksræði.

Hvað vilt þú?


mbl.is Kannast ekki við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Og ég sem hélt að tegudirnar tvær væru:

Fíflin sem kjósa sjálfstæðisflokkinn ...

.... og svo allir hinir

Alli, 22.4.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband