10.12.2008 | 08:51
Ráðlagður dagskammtur af kómík...
Hvernig á maður annars að komast í gegnum daginn...
Ég meina Davíð ennþá í Svörtuloftum...
"Almenningur" en samt líklega "keyptir mótmælendur" farnir að ráðast inn í Alþingishúsið og Svörtuloft...
Var á jólahlaðborði um helgina...
Það var með ágætum góðu matur og skemmtilegt fólk...
Sumir skemmtu sér "betur" en aðrir eins og gengur og gerist...
Sumir eru í meiri fýlu en aðrir eins og gerist og gengur líka...
Vildi að það væri svo einfalt að taka slatta af hamingju og dassa henni yfir landið...
Það eru jú þessir litlu hlutir í lífinu sem skipta svo miklu máli...
Held að menn ættu að átta sig á því að það þarf
að rannsaka ýmis mál...
Ekki nóg að láta vinstri hendina skoða þá hægri og segja hana í lagi...
Hehe mér finnst þessi helvíti góður...
Dirrindí...
Þennan hins vegar skil ég ekki...
Frekar en svo margt annað þessa dagana...
Manstu að ég var búin að segja þér að fólk er fífl...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 09:03
Beinagrindurnar í skápnum...
Já nú er Bleik brugðið...
Davíð er í alvörunni að hóta því að koma til baka í stjórnmál ef hann verði rekinn...
Hann sé með hreina samvisku...
Öllu má nú nafn gefa...
Þarf maður ekki að hafa samvisku til að hún sé hrein?
Ekki skrítið að Geir grami og Solla stirða séu ekki búin að reka hann...
Þau er skíthrædd við karlinn...
Hvorugt vill fyrir sitt litla líf fá hann aftur í stjórnmál...
En bíddu við er þetta ekki þversögn...
Er hann ekki enn í stjórnmálum?
Mitt svar er jú hann fór aldrei úr leikhúsinu...
Þó svo að hann hafi yfirgefið sviðið eftir síðasta leikþátt...
Þá er hann enn baksvið...
Að stjórna, ljósunum, leikurunum, tjöldunum, leikstjórunum bara sáttur við það karlinn svo lengi sem andskotans lýðurinn áttar sig á því að hann veit þetta best, sér fólk ekki að hann er virkilega að gera það besta fyrir okkur.
Þvílíkt vanþakklæti í andskotans lýðnum...
Kann ekki gott að meta...
Það er mandarína í verðlaun fyrir þann sem getur bent á í hvaða bók ég var að vísa hér að ofan...
Nú er mikilvægt sem aldrei áður að hreinsa beinagrindurnar úr skápum okkar.
Og henda þeim á haugana eða brenna þær.
Tryggja að þær poppi ekki upp aftur og ógni okkar.
Það eru fleiri beinagrindur en Davíð í skápnum.
Alsherjarhreingerningu takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 16:12
Smellurinn hái...
Oft er talað um það að menn sem hvað skal segja kjósa að horfa ekki út fyrir drægni augnhára sinna...
Séu með höfuðið á kafi í görninni á sér... rassgatinu... endaþarminum... þörmunum...
U know what I mean...
Mér finnast stjórnendur klakans lesist sem Geir og Ingibjörg...
Vera með höfuð sitt fulllangt upp í þörmum sínum...
Þau eru ekki að átta sig á því hvaða krafa er í þjóðfélaginu...
Það þarf að taka til hérna...
Það er ekki flókið...
Ég hugsa að það séu svo margir hausar og tungur vafðar um óeðri enda...
Svo er stóra spurningin hvor endinn séu óæðri...
Á STJÓRNARFORMANNI ÍSLANDS... Davíð Oddsyni...
Þegar þeir hausar smella út... og þeir munu smella út...
Mun fnykinn leggja um landið og miðin...
Smellurinn mun heyrast til Austurlanda fjær...
Gott og vel að vera flokksbundinn og styðja ákveðin flokk og stefnumál hans...
En hve langt er hægt að ganga í blindri foringja og flokksdýrkun...
Hvernig stendur á því að "venjulegt fólk" hleypur upp til handa og fóta og bloggar þessum viðrinum sem stjórna klakanum til varnar?
Hversu siðblint er það að "leyfa" sömu aðilunum og settu landið á hausinn að sitja enn að kjötkötlunum...
Hversu margar bankaleyndir þarf að brjóta þangað til rannsókn á þeim hlutum fer fram...
Efast einhver heilvita maður um það að pappírar og skjöl sem bendla Víkingana okkar sem við bárum á gullstólum hér áður... fuðra upp meðan ekkert er að gert...
Ég vil ekki sjá svona skjöl leka í fréttirnar það á að taka á þeim á grundvelli laga og réttar...
Það að menn séu sakaðir um eða þá ef satt reynist noti fjölmiðla sína í sína einkaþágu er óafsakanlegt...
Er þá nokkuð annað en að setja af stað nýtt fjölmiðlafrumvarp?
Er það ekki rétta leiðin?
Spurt er hvað á að koma í staðinn?
Ég persónulega vil ekki sjá Steingrím sem forsætisráðherra og Ögmund sem fjármálaráðherra...
Það er bara þannig...
Ég vil hafa sjónvarp á fimmtudögum...
Það minnsta sem stjórnendur landsins geta leyft okkur að gera er að endurnýja umboð þeirra ef það er vilji þjóðarinnar...
Ríkisstjórnina burt...
Stjórn seðlabankans burt...
Stjórn fjármálaeftirlitsins burt...
"Gömlu" stjórnendurna í Nýju bönkunum burt...
Það verður gaman að sjá hve margir af þessum háu herrum mæta á fundinn í Háskólabíói í kvöld...
Því miður þá er ég hræddur um að þau verði fá sem þora...
Því miður þá trúa því þau ennþá að Fílabeinsturnar þeirra standi þetta af sér...
Ég vona innilega að þeir turnar verði brotnir niður...
Óttast að það verði þjóðin sem brjóti þá...
Óttast jafnvel að það verði blóðugt niðurbrot því ekki eru nein merki um að stjórnendur landsins séu að skilja kröfu almennings...
Hver vill sjá Ísland molna að innan?
Er það uppþot sem varð við lögreglustöðina á laugardag bara forsmekkurinn?
Ég óttast það!!!
Koma svo sameiginlegt átak í því að smella hausunum á þeim úr "óæðri"endanum og út í dagsljósið...
Það er alveg að smella í tvo mánuði síðan ósköpin dundu yfir...
Það er komin tími til að fólk beri ábyrgð...
Svo einfalt er það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 09:17
Heimurinn er fullur af fólki sem hefði getað verið eitthvað...
Það er margt sem maður veltir fyrir sér á þessum síðustu og verstu...
Vinir sínir hverjir þeir eru og hverjir ekki...
Segjum sem svo að ég lánaði ágætisvini mínum pening á föstudegi...
Hann ætlar svo að borga mér á mánudegi...
Að sjálfsögðu treystir maður vinum sínum ekki satt...
Nú ber svo við að þessi mánudagur var fyrir einum og hálfum mánuði...
Viðkomandi hefur ekki svarað símtölum né sms skeytum frá mér...
Þrátt fyrir að talgangurinn hafi ekki verið að rukka...
Nema jú síðasta skiptið sem var í gær...
Þetta segir mér að maður verður að gæta að vinum sínum á þessum síðustu og verstu tímum.
Ekki það að ég sé brjálaður yfir því að fá ekki borgað.
Veit að ég fæ greitt á endanum.
Heldur það að vinskapur á að vera borin yfir svona smáatriði.
Sé sannur vinur í vanda á hann að geta frontað aðra sanna vini með vanda sinn.
Snýst vinskapur ekki um það?
Svo er bara spurningin um hverjir eru vinir manns ekki satt?
Sá pabba Clay Aiken í sjónvarpinun í gær.
Mikið afskaplega er maðurinn hmm ekki fallegur.
Sumir kalla hann barely a man.
Venjulega gengur hann samt undir nafninu Barry Manilow.
500 tjall fyrir þann sem getur sagt mér hvor er hvað
The truth about cats and dogs...
Var ekki mynd sem skartaði því nafni hér um árið...
Forsætisráðherra, nei fyrrum forsætisráðherra eða núverandi Seðlabankastjóri eða allavega sá sem heldur um spottana á þjóðarskútunni nú sem áður fyrr og sigldi henni í strand, fannst mikilvægara að klappa norskum skógarketti en að svara spurningum fréttamanns þegar á hann var leitað um daginn...
Kannski það auki líkur á því að við fáum hærra lán frá Norðmönnum.
Greinilega ekki alvitlaus kappinn sá arna...
Fjölmiðlar reyna að senda nýgræðinga til að komast að köppunum en ekkert gengur...
Gott útsýni úr fílabeinsturni svörtulofta...
En hvað er samt málið með ketti?
Eru þeir ekki voðalega tilgangslaus dýr?
Gera bara það sem þeim dettur í hug þegar þeim dettur í hug.
Hunda er þá allavega hægt að fara með á hlýðninámskeið...
Með misjöfnum árangri þó...
Meðan leikur allt í lyndi...
Líka þegar illa fer...
...
Hvað er þetta að njóta núsins sem allir eru að tala um?
Veit einhver um námskeið í því?
Hugleiðing dagsins:
Er betra að vera með leyndarmál eða að vera að búa þau til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 09:26
Litlir kassar, tómir kassar eða eintómir pappakassar...
Ég hef að því að mér finnst haldið aftur af mínum skoðunum varðandi þjóðmálin á síðustu misserum.
Það ber að klappa mér á bakið fyrir það. Finnst mér...
Hins vegar er það þannig að ég er að verða svo þreyttur á þessu bulli.
Hvurs konar helvítis apasamfélag er þetta sem við búum í.
Mun ekkert breytast nokkurn tímann?
Þá spyr maður sig hvað þarf að breytast?
Lítið dæmi...
Ráðuneytisstjóri selur bréf sín í Landsbankanum eftir krísufund í UK en rétt áður en bankinn er þjóðnýttur!!!
Tilviljun? Nei í mínum huga sem flestra annars sem ég hef rætt við er hið minnsta um lélegt siðferði að ræða ef ekki innherjaviðskipti.
Á manninum að vera stætt á því að starfa áfram sem ráðuneytisstjóri? Nei.
Með fullri virðingu en við munum eftir því hvaða grín var gert að veikindum fyrrv forsætisráðherra hér um árið. Gæti verið að illt innræti sé farið að grassera í honum aftur? Vona ekki hans vegna sem og hans fjölskyldu. En er ekki tími fyrir hann að fara til Kanarí með Guðna bara eða jafnvel að komast í settlegt djobb út í heimi eins og Halldór vinur hans og hershöfðingi...
Hvers vegna í andskotanum ber enginn ábyrgð í þessu þjóðfélagi okkar?
Hvernig er hægt að ætlast til þess að við þegnar landsins treystum sömu mönnum til að reisa landið við og komu okkur í þessa stöðu?
Þar er enginn undanskilinn að mínu viti hvorki pólitíkusar, Seðlabankastjórnendur, Fjármálaeftirlitið og allra síst viðskiptamógúlarnir.
Hvers vegna í andskotanum komast pólitíkusar upp með það svara ekki fréttamönnum loksins þegar það koma ágengar spurningar?
Hvers vegna leyfa fjölmiðlamenn Geir að verða grömum, fúlum og pirruðum í viðtölum og komast undan því að svara?
Fjölmiðlar gangið á þessa menn!!!
Ekki láta þá komast upp með skæting í stað svara!!!
Það er ykkar vinna að ganga á eftir ókláruðum málum og krefjast svara.
Einu sinni var talað um að Rússar hefðu hug á því að gera Vestfirðina okkar að fanganýlendu.
Það var á tímum seinni heimstyrjaldarinnar ef ég man rétt.
Spurningin er hvert getum við sent ráðamenn þjóðarinnar í útlegð?
Við erum jú aumingjagóð og megum helst ekkert aumt sjá.
Er þá ekki best að taka á leigu eins og eina vél og senda liðið bara aðra leiðina til Kanarí?
Það þýðir kannski það að við þurfum að finna okkur nýjan samastað fyrir eldri borgara ferðirnar okkar. Það er tiltölulega lítill fórnarkostnaður ekki satt?
Ég held að ástandið sé þannig að það skapist ekki ró eða sátt fyrr en það er búið að gera almennilega hreingerningu svona rétt rúmlega jólahreingerningu...
Það væri óskandi að aumingjar þessa lands ég sem aðrir létum stjórnmálamenn þjóðarinnar finna fyrir því í næstu kosningum.
Strikum aumingjana út.
Skráum okkur í flokkana og látum rödd okkar heyrast í prófkjörum ef landsfeðurnir þora þá í prófkjör.
Vona svo sannarlega að það verði engar helvítis uppstillingar nefndir sem raða gæðingunum á þá staði þar sem "trygg" sæti á Alþingi okkar "eiga" að vera.
Dýralæknir landsins sagði "réttilega" að þjóðin felli dóm um störf þeirra í kosningum.
Þar af leiðandi finnst þeim kumpánum þeir ekki þurfa að segja af sér.
VIð skulum ekki gleyma þegar það kemur að kosningum hvað þessir menn hafa sagt, gert og komið okkur í.
Ég mun skrá mig í alla flokka til að geta látið mína skoðun koma í ljós í prófkjörum fílabeinsturnanna.
Ég skora á ykkur að gera það sama.
Íslendingar hættum að láta allt yfir okkur ganga.
Tökum höndum saman og hreinsum vitleysuna út næst þegar við fáum tækifæri til.
Bara verst að það þarf að finna eitthvað í staðinn fyrir það sem er.
Eitthvað trúverðugt.
Þar liggur hundurinn grafinn, eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 09:02
Það er af sem áður var...
Einu sinni fyrir ekki svo ýkja löngu var lítill strákur.
Neinei segi svona.
Ég var að hugsa í gær. Já það gerist.
Hvernig á því stæði að ég væri ekki að missa það yfir þjóðfélagsástandinu.
Þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki alveg skoðanalaus maður.
Hef löngum haft skoðanir á hlutum sem ég hef vit á til jafns við þá hluti sem ég veit ekkert um.
Hef löngum gert í því að æsa menn upp í rökræðum um hluti sem ég hef jafnvel ekki getað borið fram hvað þá meira.
Innri friður og ró (voða hátíðlegt allt saman enda styttist í jólin) hafa fært mér æðruleysi gagnvart mörgu.
Aldrei átti ég von á því að ég yrði meðal rólegri manna ef hér skylli á kreppa.
En ég er eiginlega búin að fá mig fullsaddan af aðgerðarleysi þeirra sem hér stjórna.
Ekki ætla ég að hafa stór orð um getuleysi þeirra eða heimsku.
Hvernig stendur á því að hér er ennþá íslensk króna?
Hvernig stendur á því að hér er ennþá pólitískur seðlabankastjóri sem nýtur stuðnings forsætisráðherra?
Hvernig stendur á því að hér eru sömu aðilar að reisa við landið og felldu það?
Ég vil sjá í þessari viku tilkynningu um að við ætlum að taka upp nýja mynt.
Það að við ætlum að nota þau lán sem við kannski fáum til að byrgja okkar gjaldeyrisvaraforða upp með nýrri mynt í stað þess að reyna það vonlausa verk að endurreisa krónuna.
Það er að kasta perlum fyrir svín að reyna að koma henni á flot aftur.
Við höfum ekki efni á því að bæta við allt að 6 milljörðum Evra í skuldir okkar vegna Krónunnar okkar sálugu.
Ég vil sjá þjóðstjórn hér í þessari viku sem vinnur fyrir landið en ekki flokkinn sinn.
Við þurfum ekki kosningar, það er enginn munur á kúk og skít.
Breið fylking allra flokka á að stjórna okkur út úr þessu.
Ég vil sjá nýja peningamálastefnu og nýja stjórn Seðlabankans.
Ég held að þetta sé eina leiðin ef við eigum að eiga möguleika á því að komast út úr þessu ástandi.
Ef ekki verður af þessu ætla ég með egg niður í bæ á laugardag.
Ég læt ekki bjóða mér að ráðamenn rói okkur á föstudegi og sjáist ekki fyrr en næsta föstudag til að róa okkur aftur.
Ég fell ekki í þá gryfju að trúa einu einasta orði sem frá þeim koma eftir allar lygarnar.
Ég er ekki eins og kona alkóhólista sem trúir því að nú standi hann sig og drekki ekki aftur með þeim hörmungum sem því fylgir.
Er þjóðfélagið sem við búum í svona gegnsýrt af meðvirkni?
Kæru landsmenn snúum bökum saman og sýnum samstöðu.
Skrílslæti kallaði forsætisráðherra mótmælin um síðustu helgi.
Lýðskrum og einræðistilburði kalla ég stjórnunarhætti þá sem hér eru viðhafðir.
Hvort er verra í því sem á að kallast lýðræðisríki?
Hugleiðing dagsins:
Það góða við mistökin er að þau hjálpa þér að sýna öðrum þolinmæði.
Hvernig getur þú sett svona mikið út á aðra fyrir galla þeirra þegar þú hefur svo marga sjálfur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 11:13
Örfréttir af selnum Snorra...
Selurinn Snorri skellti sér í Stóru Hvalalaugina í gær eftir endurbætur á flotbúnaði.
Endurbætur á flotbúnaði fólst í aukningu á flotholtum á miðjum skrokki Snorra.
Aðspurður sagði Snorri það ekki gaman að vera svamla í Laugunum nema þá að hafa eitthvað til að svamla fyrir.
Greinilegt að Snorri hefur nóg að bíta og brenna.
Verst að Snorri vissi ekki um fegurðarsamkeppni feitra og fallegra...
RUB 23 veitingastaðurinn á Akureyri fær 5* í viðleitni þess að auka flot Snorra um síðustu helgi.
Snorri kíkti á heimahagana og var í góðu yfirlæti ekkert blæti á þeim bænum í húsum hótel Mömmu sem klikkar seint.
Draumaréttir á borð við sushi, túnfisk, lambafillet og súkkulaði í fínu formi voru á boðstólnum.
Snorri mælir með RUB 23 sem fæðustöð...
Snorra barst tilboð frá ferðaskrifstofu fyrir sumarið 2009 um daginn...
Slík tilboð koma í umvörpum þessa dagana...
Kannski er þetta það sem koma skal í sumarferðum landans...
Varla þarf mikinn gjaldeyri í þess konar frí...
Speki dagsins:
Málverkið er málað mörgum ólíkum litum, öllum jafnþörfum og mikilvægum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 11:15
Oft segja myndir meira en þúsund orð...
Stefnan tekinn á rólega og góða helgi á Akureyrinni fögru um helgina.
Út að borða, sund, jólahúsið og annað sem eyrin fagra hefur upp á að bjóða.
Það verður gott að komast í kafasnjó og önnur yndislegheit.
1 af hverjum 3 hefur hugleitt að flytja af landi brott.
Ég er einn af þremur... en þú?
Eins og Stuðmenn sungu um árið:
Brátt kemur ekki betri tíð...
Spurning hvort EKKI sé lykilorðið þarna...
Rakst fyrir algjöra tilviljun á ansi skemmtileg borderline ljóð á netinu.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
Og hasskökur þriggja laga
Hasskökur þriggja laga
Þá er gott að veltast um götur Reykjavíkur útúr skakkur
Sérstaklega ef maður er frakkur
Sérstaklega þegar maður er frakkur
Dópistar þá taka á sprett og dílerinn hringir
Og skítug portkona tannlaus kyngir
Skítug eyðnismituð portkona kyngir.
Og meira...
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
Og brúna slétta yngismeyjanna maga
Já straujandi slétta yngismeyjanna maga
Þá er gott að rölta um bæinn eða sitja við drykkju
Einkum fyrir ímyndunarafl letibykkju
Fyllist ímyndunarafl einnar letibykkju
Miðaldra menn með Alzheimer þá fara á stjá og á stelpurnar glápa
Og taka af þeim myndir og setja inn í sína skápa
Runkminnismyndir til að fylla sína skápa.
Og að endingu...
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
Og svita milli pungs og endaþarms alla mánudaga
Súpusveitta spöng alla mánudaga
Þá er gott að safna hár í krika og lykt
Einkum fyrir dömu sem vill ekki verða þrykkt
Einkum fyrir dömu sem vill ekki verða þrykkt
Félagarnir þá taka á sprett og sumir æla
En það er miklu betra við sjálfa sig að gæla
Miklu betra við sjálfa sig að gæla.
Góða helgi gott fólk.
Gerið ekkert sem ég myndi gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 14:43
Traustur vinur... Besti vinur...
Sagt er að hesturinn sé þarfasti þjónninn...
Hunurinn traustasti vinurinn osfrv...
Hér er smá próf til að sannreyna það...
Dog or Wife?
If you don't believe it, just try this experiment.
Put your dog and your wife in the trunk of the car for an hour.
When you open the trunk, who is really happy to see you?
Hugleiðing dagsins:
Snúðu andliti þínu í birtuna og myrkvið mun aldrei ná að umlykja þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 14:26
Hvaða hagkerfi hugnast þér best...
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)