28.1.2009 | 13:39
Úlfur... úlfur...
og enginn trúði þeim.
Enn hrópa þeir úlfur, úlfur...
Er einhver að trúa þeim? Fyrir utan stuttbuxnadeildina...
Það sýnist mér á fréttaveitum í Evrópu að eftir sé tekið...
Talað um að ekki sé nóg að hér sé efnahagskreppa heldur hafi bæst við stjórnarkreppa...
Ég skil þetta eiginlega þannig að á mánudag hafi verið losað um áratuga stjórnarkreppu gíslingu með Sjálfstæðismenn í broddi fylkingar...
Þeir hafa sagt í gegnum tíðina...
Ef vinstri flokkarnir komast í stjórn ...
...þá verður:
Algert gengishrun.
Hlutabréfamarkaðurinn fellur.
Bankarnir deyja.
Peningar og fólk flýja úr landi.
Verðbólgan fer úr böndunum.
Ríkið þenst út.
Það verða skattahækkanir.
Endilega leiðréttið mig ef þetta hefur ekki átt sér stað nú þegar...
Það má bæta við listann að vild...
Gísli Marteinn og stuttbuxnadeildin í Morfískeppninni.
Geta ekki einu sinni haft opið fyrir athugasemdir á blogginu sínu...
Líkt og lærifaðirinn í svörtu loftum hræðast/forðast almenning.
Stjórnlagaþing ekki alþingiskosningar?
Hvers vegna jú vegna þess að við þurfum:
Nýja og endurbætta stjórnarskrá sem gefur möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvers vegna ekki þjóðaratkvæði?
Ef flokkar eru í umboði þjóðar eiga þeir þá að vera hræddir við að láta þjóðina hafa orðið?
Er það ekki lýðræði.
Þegar Ólafur Ragnar neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin þá var hann ekki að segja þvert NEI heldur að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu... ekki satt?
Davíð Oddson hræddur við vilja þjóðarinnar?
Hvað veit maður... allavega þá drógu þeir frumvarpið til baka.
Værum við betur stödd með fjölmiðlana okkar í dag ef lögin hefðu verið samþykkt?
Mögulega... líklega... en það er eitthvað sem ekki varð...
Við þurfum ný kosningalög.
Hvers vegna?
Jú til þess að brjóta upp verndar og varnarveggi þá sem núverandi flokkar hafa byggt upp í kringum sig og sína.
Ég persónulega vil kjósa forsætisráðherra beinni kosningu.
Ég persónulega vil fá að kjósa þignmenn óháð kjördæmi og flokkum.
Það eru í dag þingmenn í öllum flokkum sem ég gert séð fyrir mér að gefa mitt atkvæði.
Hinsvegar þá er ekki einn einasti flokkur á þingi í dag sem ég get séð fyrir mér að gefa mitt atkvæði.
Sami grautur í sömu skál að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 09:21
Ingjaldsfíflið... all over again...
Já maður spyr sig...
Hreinlega spyr sig...
Er okkur kannski bara betur borgið sem Ingjaldsfíflunum sem við í raun erum?
Bundin við staur úti á túni.
Laus við allar áhyggjur og veraldarvafstur.
Að mörgu leyti er það kannski þægilegt en ekki best.
Aldrei hefur verið talið vænlegt að stýra hlutum með hausinn í sandinum.
Er alvarlega farinn að spá í því að best sé að fá einhvern utanaðkomandi til að stjórna landinu.
Þá er ég að tala um að afsala okkur fullveldinu...
Kannski stór orð...
Ég las tvenn ummæli í gær sem stungu mig alveg hel mikið í augun.
Geir Haarde sagði:
"Svona myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haga sér"
Þessi ummæli féllu í framhaldi af umræðu um að ISG hefði ekki stjórn á flokknum, hann hefði verið stjórnlaus meðan hún var veik.
Nánar er talað um það stjórnleysi.
Jú Geir í hverju var það fólgið?
Flokksfundurinn í Reykjavík!!!
Það var það já.
Þar fóru flokksmenn á bakvið foringja sinn.
"Svona myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haga sér"
Þetta er lýðræði Geir.
Að elta foringja í blindni er ekki lýðræði.
Sjálfstæðisflokkurinn er foringjahollur flokkur.
Kannski er það BARA gott en látum það liggja á milli hluta.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki neinn flokksfund til að hræra í pottinum.
Nú hvers vegna?
Jú þeir hafa Davíð Oddson.
Hversu óheppileg þó ekki sé dýpra í árinni tekið hafa verið hans ummæli eftir að hann hætti (eða þannig) í pólitík?
Frekar vil ég flokk sem hlustar á þjóð sína þó sein sé en flokk sem gengur í krákustígum í blindbyl á eftir foringja sínum.
Ég held að með þessu sé Geir að vara menn í Sjálfstæðisflokknum við.
Hann er ekki að fara neitt.
Þeir skulu því vara sig.
Þessu til stuðnings eru ummæli Bjarna Ben sem langar voða mikið að verða næsti forrystusauður í blindhjarðarflokknum.
Hann segir:
"... nú er einfaldlega tími þar sem hagsmunir þjóðarinnar verða að koma á undan hagsmunum flokksins..."
Já er það.
Þá spyr maður er það þannig dagsdaglega að hagsmunir flokksins koma á undan hagsmunum þjóðarinnar?
Í mínum huga eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins Ingjaldsfífl...
Þannig hefur mér allavega fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa starfað frá því að ég man eftir mér.
Ég er kannski nýgræðingur í mörgum skilningi.
En ég hef fylgst með pólitík úr fjarlægð síðan Stefán Valgeirsson bauð sig fram minnir að það hafi verið 1987 þá var ég 11 ára.
Er mottó Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar kannski:
Slæmir hlutir gerast en það er óþarfi að láta það hafa áhrif á sig.
Fyrir síðustu kosninngar var það:
Þegar öllu er á botnin hvolft Þá er TRAUST efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið.
Svo mörg voru þau orð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 15:02
Nonni neikvæði mættur á svæðið...
Stjórnin fallin... gott mál.
Ég get á engan hátt verið sammála Geir í því að eina ástæðan fyrir falli stjórnarinnar sé krafa Samfylkingar um forsætisráðuneytið.
Í mínum huga eru einstrengingslegar skoðanir og einkavinavæðing Sjálfstæðisflokksins mun stærri steinn í þeirri hrúgu.
Davíð Odsson er hlunkur sem þarf að losna við, það tekur Geir ekki í mál.
Það hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum.
Hef sjaldan séð einn mann koma eins illa út úr viðtali og Geir í hádeginu í dag.
Minnti einna helst á Ólaf F kúkú 6827 mann eða hvað það nú var.
Þjóðstjórn undir forrystu Sjáflstæðisflokks.
Nei takk segi ég.
Borgarfulltrúarnir og einkahagsmunapúkarnir Gísli Marteinn(Mosdal) og Þorbjörg Helga eru greinilega búin að gleyma valdabröltinu á þeirra vakt í borgarmálunum á síðasta ári.
Held að borgarfulltrúar ættu að halda kjafti og sérstaklega GM sem ætti að hundskast til að sinna náminu á kostnað okkar...
Hvað er málið með bloggvini sem senda manni skilaboð í hvert einasta skipti sem þeir skrifa nýja færslu...
Common ...
Steingrímur fjármálaráðherra og Ögmundur heilbrigðisráðherra...
Hmm gæti verið staðreynd...
Þá reynir aldeilis á stóru orðin.
Þora VG í stjórn? Það er stór spurning.
Þá þurfa þeir að finna lausnir ekki satt?
Eru þeir menn sem finna lausnir?
Eru þeir kannski menn sem ekki hafa lausnir en hafa munnin fyrir neðan nefið?
Ég held það.
Vona bara að þeir nái ekki að gera mikinn óskunda fram að kosningum.
En eitt er á hreinu ...
Helvítis fokking fokk
Hefur fengið alveg nýja merkingu í dag.
Koma tímar koma ráð...
Vona ég...
Hugleiðing dagsins:
Sá notar skynsemina sem finnur rétta jafnvægið í öllu, rétta hlutfallið. réttu lengdina, hversu mikið og hversu lítið og hvar á vogarskálinni rétta svarið finns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 16:01
Já... Þess vegna eru lögfræðingar svona hátt launaðir...
things people actually said in court, word for word, taken down and now
published by court reporters that had the torment of staying calm while
these exchanges were actually taking place.
ATTORNEY: What was the first thing your husband said to you that morning?
WITNESS: He said, 'Where am I, Cathy?'
ATTORNEY: And why did that upset you?
WITNESS: My name is Susan!
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: She had three children, right?
WITNESS: Yes.
ATTORNEY: How many were boys?
WITNESS: None.
ATTORNEY: Were there any girls?
W ITNESS : Your Honor, I think I need a different attorney. Can I get a new attorney?
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: How was your first marriage terminated?
WITNESS: By death.
ATTORNEY: And by whose death was it terminated?
WITNESS: Take a guess.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: Now doctor, isn't it true that when a person dies in his
sleep, he doesn't know about it until the next morning?
WITNESS: Did you actually pass the bar exam?
____________ _________ _________ ______
ATTORNEY: The youngest son, the twenty-year-old, how old is he?
WITNESS: He's twenty, much like your IQ.
____________ _________ _________ _________ ____
ATTORNEY: Doctor, how many of your autopsies have you performed on dead people?
WITNESS: All of them. The live ones put up too much of a fight.
____________ _________ _________ _________ __
ATTORNEY: Do you recall the time that you examined the body?
WITNESS: The autopsy started around 8:30 p.m.
ATTORNEY: And Mr. Denton was dead at the time?
WITNESS: If not, he was by the time I finished.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: Were you present when your picture was taken?
WITNESS: Are you shitting me?
____________ _________ _________ _________ __
ATTORNEY: So the date of conception (of the baby) was August 8th?
WITNESS: Yes.
ATTORNEY: And what were you doing at that time?
WITNESS: Getting laid.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: What gear were you in at the moment of the impact?
WITNESS: Gucci sweats and Reeboks.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: Are you sexually active?
WITNESS: No, I just lie there.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: This myasthenia gravis, does it affect your memory at all?
WITNESS: Yes.
ATTORNEY: And in what ways does it affect your memory?
WITNESS: I forget.
ATTORNEY: You forget? Can you give us an example of something you forgot?
____________ _________ _________ _________ ____
ATTORNEY: Do you know if your daughter has ever been involved in voodoo?
WITNESS: We both do.
ATTORNEY: Voodoo?
WITNESS: We do.
ATTORNEY: You do?
WITNESS: Yes, voodoo.
____________ _________ _________ _________ _____
ATTORNEY: Can you describe the individual?
WITNESS: He was about medium height and had a beard.
ATTORNEY: Was this a male or a female?
WITNESS: Unless the Circus was in town I'm going with male.
____________ _________ _________ _______
ATTORNEY: Is your appearance here this morning pursuant to a deposition notice which I sent to your attorney?
WITNESS: No, this is how I dress when I go to work.
____________ _________ _________ ________
ATTORNEY: ALL your responses MUST be oral, OK? What school did you go to?
WITNESS: Oral.
____________ _________ _________ _________ __
ATTORNEY: Are you qualified to give a urine sample?
WITNESS: Are you qualified to ask that question?
____________ _________ _________ ________
And the best for last:
ATTORNEY: Doctor, before you performed the autopsy, did you check for a pulse?
WITNESS: No.
ATTORNEY: Did you check for blood pressure?
WITNESS: No.
ATTORNEY: Did you check for breathing?
WITNESS: No.
ATTORNEY: So, then it is possible that the patient was alive when you began the autopsy?
WITNESS: No.
ATTORNEY: How can you be so sure, Doctor?
WITNESS: Because his brain was sitting on my desk in a jar.
ATTORNEY: I see, but could the patient have still been alive, nevertheless?
WITNESS: Yes, it is possible that he could have been alive and practicing law.
" Life is what is happening to us while we are making other plans... "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 14:01
Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt...
Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda í skopskynið.
Bölmóðssýki og brestir var sungið um árið.
Auðvelt að detta í þá pælingu.
Ég er ekki hlynntur ofbeldismótmælum.
En ég er hlynntur mótmælunum.
Vil stjórninga frá.
Fyrir ekki svo löngu vildi ég þjóðstjórn.
Nú er það því miður of seint að tala um.
Fyrir nokkrum mánuðum vildi ég ekki kosningar.
Á þeim 4 mánuðum sem eru liðnir hefur það breyst.
Stjórnvöld hafa ekkert gert.
Ekkert... ekkert...
Ykkar tími er komin.
Sættið ykkur við það...
Ég er rosalega hræddur um að við séum eingöngu að horfa fram á byrjunina á miklum mótmælum.
Því miður þá er ég hræddur um að eignir verði skemmdar.
Líklegt er að fólk fari að persónugera þetta meira en orðið er.
Hvað meina ég með því?
Það er auðvelt að komast að því hvar forsætisráðherra býr.
Það er að sama skapi ekki mikið mál að komast að því hvar auðmennirnir hafa aðsetur þegar þeim þóknast að vera á klakanum.
Ég vona innilega að ekki komi til þannig átaka að alvarleg líkamsmeiðsl eða hreinlega dráp eigi sér stað.
Hingað til hefur slíkt þótt fjarstæða ekki satt?
Fólk er gjörsamlega búið að fá nóg.
Ég er fólk og styð mótmælin úr fjarska.
Fyrir mitt leyti segi ég ríkisstjórninni og öðrum lýðræðiskjörnum fulltrúum á Alþingi upp.
Ég vil fá að nota lýðræðislegan rétt minn og kjósa.
Nú á meira að segja að neita mér um það!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2009 | 15:50
Bók eða bíó... ?
Kjellinn skellti sér í bíó í gærkvöldi.
Miklu betri helmingurinn réð myndavalinu.
Hvet alla sem hafa gaman af mannlegum myndum að fara og sjá Viltu vinna milljarð.
Bókina á ég eftir að lesa.
Það er næsta mál á dagskrá.
Fylgdi með bíómiðanum tilboð á bókinni tæpar 1500 krónur.
Það er sama og bíóferð fyrir einn kostar.
Síðasta mynd sem ég sá eftir að hafa lesið bókina var Flugdrekahlauparinn.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá mynd.
Það að lesa bók og horfa á mynd er þrennt ólíkt.
Að sjá fyrir sér og láta ímyndunaraflið leiða sig áfram er upplifun sem fylgir bókalestri.
Ekki alveg sammála gömlum skólafélaga sem hafði það mottó að "hvers vegna að lesa ef þú getur beðið eftir myndinni"
Gott mottó per se.
Enda góður maður þar á ferð.
Reyndar sjálfstæðismaður en látum það liggja milli hluta...
Enginn getur verið fullkominn...
Man Utd á toppnum...
Sjáum hvað verður eftir kvöldið í kvöld...
Speki dagsins:
Ef þú stígur aldrei út fyrir þægindahringinn eru litlar líkur á að eitthvað óvænt gerist.
Taktu sjensinn...
Spurning dagsins:
Verður þú var við kreppuna?
Og bónus spurningin er
Bók eða bíó?
Koma svo og svara þessum spurningum í athugasemdakerfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 11:34
Ýtt úr vör eða tekinn í vör...
Það sem er best við íslenska tungu er fjölbreytileiki málsins.
Sama orðið getur haft mjög breytilega merkingu.
Vör i.e a lip... Vör i.e a dock
Dæmi um það sem ég á við...
Ýta úr vör er t.d að leggja frá landi, sigla af stað... osfrv.
Að taka í vör er eiginlega ekki að leggja bát að landi...
Meira svona að troða andlitið út af tóbaki...
Það er gott segja kunnugir.
En nú eru sko mál þannig vaxin að ég hætti að reykja fyrir u.þ.b ári.
Samt ekki alveg dottið í árið held ég.
Hið besta mál.
Nema hvað að á síðasta ári fór ég að figta við það að taka í vörina.
Ekki góður ávani það.
Núna þegar ég ligg veikur heima þá langar mig bara í vörina.
Getur verið að það sé hægt að vera ólæknandi nikóntínisti???
Ef svo er þá er ég einn af þeim.
Orð dagsins:
Jórturleður
Nikótín
Tóbak
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 13:02
Long time no seen...
Já það má með sanni segja að það sé orðinn góður tími síðan ég bloggaði.
Er ekki við hæfi að óska ykkur(báðum) dyggu heimsækjendum síðunnar gleðilegs árs.
Jólin og áramótin voru haldin í faðmi fagurra fjalla á Norðurlandi.
Áramótin sínu betri og skemmtilegri ef hægt er að mæla slíkar hátíðir.
Ekki það að jólin hafi ekki verið yndisleg.
En kirsuberið ofan á annars alveg yndislega köku var að Magnús kom heim á öðrum degi jóla.
Hann er reyndar enn á landinu með mömmu sinni í víðreisn um Norðurlandið.
Flugeldar voru sprengdir og matur í óhófi etinn.
Alveg eins og það á að vera.
Eftir áramótin var ferðinni heitið í sumarbústað foreldranna.
Þar var að sjálfsögðu etið og slakað á í faðmi fjölskyldunnar.
Dularfulli gesturinn nýjasti meðlimur fjölskyldunnar "fékk" að fljóta með.
Bara draumur í dós.
Ég ætla að reyna að lífga þetta blessaða blogg aðeins við.
Ég mun samt reyna eftir fremsta megni að pirra mig ekki á því að fjalla um málefni líðandi stundar nema þá þau sem ánægjuleg eru.
Dæmi um slík mál er t.d að næstkomandi laugardag eru allar líkur á því að Man Utd verði á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Annað dæmi um slíkt er t.d sú staðreynd að ég er yfir mig ástfangin.(fiðrildi flögra)
Bara spurning hvernig manni tekst að klúðra því... hmm...
Sagði skilið við Hvalalaugarnar um daginn og fjárfesti í nýju korti í Sporthúsinu.
Það lofar bara góðu.
Hef ekki ennþá oltið af hamstrahjólinu...
Né bitið í slátur...
En strengirnir eru mættir á svæðið...
Það er góðs viti...
Gullkorn vikunnar:
Finance and fokking
She had better
Over and out...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 09:22
Ísland 2-3 mán - Evrópa 2-3 ár
Það er sem betur fer mjög margt sem ég ekki skil.
Margt langar mig hreinlega ekki að skilja.
Held að það sé best fyrir geðheilsu mína að skilja ekki sumt.
En sumt vil ég skilja en skil ekki.
Til dæmis.
Á Íslandi eru menn að gæla við að eftir 2-3 mán verði kreppan liðin hjá.
Gott og vel.
Frábært og alveg æðislegt.
Hvað hafa menn annað fyrir sér í því en vonina?
Á meðan við gælum við mánuði þá er Evrópa að tala um 2-3 ár.
Þá spyr maður sig.
Hvort er líklegra að íslensku efnahagssérfræðingarnir eða þeir erlendu hafi rétt fyrir sér?
Mitt svar klárlega þessir erlendu.
Gaman að sjá að Sjálfstæðismenn eru orðnir manna heitastir fyrir samstarfi við EU.
Verra að það er til að "reyna" sýna fram á það að flokkurinn sé í framþróun og sé ekki virki gamalla gilda og ættartenglsa.
Þeir slá ekki ryki svo létt í augun á mér.
Hausinn á mér er ekki á kafi upp í "stjörnunni" á Davíð og félögum.
En það verður gaman að sjá hvað gerist í þessum málum á næstunni.
Hvað hefur gerst?
Stjórn og stjórnendur Seðlabanka sitja enn.
Ríkisstjórnin er óbreytt enn.
Fjármálaeftirlitið er óbreytt enn.
Fjármálamógúlarnir bíða enn eins og hrægammar yfir landinu til að komast á brunaútsölur.
Enn ekki búið að taka upp eignir þeirra.
Til að toppa allt þá er ég skíthræddur um að flokkamafían sé að fara fella niður skuldir Sægreifanna.
Nýtum tækifærið, tökum af þeim kvótann en skiljum skuldirnar eftir.
Setjum úgerðina á hausinn.
Látum ríkið taka skellinn af því og sitja uppi með kvótann í þjóðarumsjá og framleigjum hann út til útgerða.
Dreifum kvótanum. Látum litlu pleisin hafa sín kíló til að halda uppi byggð.
Ádeila á stjórnmálamenn:
Það þarf ekki mikilmenni til að gera mikla hluti heldur þá sem helga sig verkinu til að geta lokið því.
Í guðanna bænum gerið eitthvað áður en mótmæli á landinu verða þannig að það verði grjótkast að byggingum eða hreinlega eldur borinn að þeim.
Þetta er ekki hótun enda er ég einn af aumingjunum sem styð mótmælin í fjarska.
Þetta er það sem ég óttast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 08:59
Hláturinn lengir lífið...
Á ekki að losna um eitthvað efni þegar við hlægjum?
Er þá ekki um að gera að losa um?
Þessi mynd minnir mig bara á björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar.
Greinilegt í mínum huga að þar er framkvæmt fyrst og hugsað svo.
Á þessum tímum skulum við hugsa um þá sem standa okkur nærri.
Faðmaðu einhvern sem þér þykir vænt um á hverjum degi.
Þú veist aldrei hvað dagurinn felur í sér.
Sagt er að aðaláhugamálið í "kreppunni" sé heimaleikfimi.
Þá er kannski best að huga að því hvar maður staðsetur æfingarnar.
Kapp er best með forsjá.
Ef eitthvað lítur út fyrir að vera og gott...
Þá er það líklega vegna þess að það sé þannig.
Passaðu þig samt á því að planta ekki svona baby tree í garðinum.
Frekar subbó sko.
Gætir endað hjá doktor Saxa.
Hver man ekki eftir honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)