Hvers vegna að kjósa? Og hvað?

Ég hef spurt sjálfan mig að því hvað á ég að kjósa.
Mér hefur eiginlega ekki dottið í hug að kjósa ekki.
Var líklega alinn þannig upp að það væri spreð að láta atkvæði niður falla.
Þá vandast valið ef maður þarf að kjósa ekki satt'

Ég er búin að vera hugsa þetta.
Ef ég kýs X-D þá finnst mér ég vera að segja að síðustu 18 ár voru fín.
Þið voruð bara pínu óheppnir, ef þið hefðuð bara fengið aðeins meiri tíma þá hefði þetta allt reddast.
Klárlega að stærstum hluta að kenna hvernig komið er fyrir okkur núna.
Arkitektin að kerfinu sem hrundi.
Alveg eins og virkur alki.
Sjálfstæðisflokknum treysti ég ekki.

Ef ég kýs X-S þá finnst mér ég vera að verðlauna fólk sem komst til valda og fór í stjórn með andstæðum póli. Tveir stærstu pólarnir og darírarí rey var syngið fyrir síðustu kosningar. Mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Lítið mótvægi að skríða svo upp í rúm með erki óvininum eftir orrustuna.
Samfylkingin er ekki trúverðug.

Ef ég kýs X-B jedúddamía veit ekki á hverju ég á að byrja, klárlega byggingastjórinn að kerfinu sem hrundi. Færði vildarvinum bankana osfrv. Nýtt útlit nýr formaður en sama gamla pakkið sem getur ekki komið sér saman um neitt. Ég í alvörunni hugsaði um að kjósa X-B eftir að Sigmundur var kjörinn formaður, sem gerðist reyndar rétt eftir að Hössi var formaður í 5 mín eða svo. Kannski maður hefði átt að taka því sem fyrirboða um það sem koma skyldi.
Framsóknarflokkurinn þarf að fara í gagngera lúsahreinsun og laxera í nokkur ár til viðbótar.

Ef ég kýs X-V hvað þá? Eini flokkurinn sem á ekki aðkomu að þessu gengdarlausa efnahagshruni sem orðið hefur. En samt sem áður þá búa þeir ekki yfir trúverðugleika. Steini joð segir fyrir stjórnarsetu AGS burt Norðmenn inn enga Evru bara NKR og hvað gerist? Ekki neitt nákvæmlega ekki neitt. Froðusnakkur eins og flestir sem eru eins langt til vinstri í stjórnmálum eins og hann.
Vinstri Græna skortir tvímælislaust trúverðugleika, fengu tækifærið til að heilla mig en tókst það engan veginn.

Ef ég kýs X-L þá er ég að segi ég vil ekki EU. Þá segi ég Bjarni var bara óheppin að tjaldið féll akkurat í þann mund sem hann var að leggja til Valgerðar með kutanum. 
L lístinn er lýðskrumsflokkur hehe sem byggður er á óánægjufylgi meðal óánægðra ófullnægðra hundshausa.

Ef ég kýs X-O hvað þá. Þeir eru þeir einu sem ekki komu að efnahagshruninu, þeir vilja berjast gegn völdum fjórflokksins, sem fjórflokkurinn ver fram í rauðan dauðann. Þeir vilja rannsókn, kærur, eignaupptöku, frystingu eigna og niðurstöðu í hað gerðist.
Þeir vilja stjórnlagaþing til að hlutir geti breyst hér eftir þjóðfélaginu til góðs.
Ég held að ég þurfi ekki að fjölyrða um það hvar ég muni setja X-ið mitt.

En þú hvað ætlar þú að kjósa?
Ert þú ánægð/ur með síðustu og núverandi stjórn?
Viltu áfram ójöfnuð?
Viltu áfram fjórflokkinn sem hleður undir katlana, t.d framlög ríkisins til stjórnmálaflokka og 5% þröskuldurinn?

Ef svarið er já kæri kjósandi hér að ofan þá verði þér að góðu.
Vona að þú getir horft framan í börnin þín í framtíðinni og hugsað með þér ég gerði rétt.
Tími breytinga er núna.
Ég vil búa börnunum mínum bjarta framtíð.
En þú?


mbl.is Reykjavík með „ódýrustu" borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband