4.6.2008 | 13:46
Hinn nýi Moggi...
Ég ætla að gera blaðið léttara.
Þetta var haft eftir Ólafi Stephensen ritstjóra.
Mín skoðun.
Það tókst.
Fann nánast ekki fyrir blaðinu þegar ég bar það í ruslið í morgun.
Hvað er málið að taka okkur bloggarana út af síðu 10 minnir mig að það hafi verið?
Óskiljanlegt með öllu.
Með því er hann að standa við að færa blaðið nær fólkinu.
Sérstaklega yngra fólkinu.
Uhh wrong move Óli.
Speki dagsins:
Opnaðu hjarta þitt fyrir öðrum.
Gerðu það fyrir reglu í lífinu að gera eitthvað
óeigingjarnt á hverjum degi og treystu því
að Guð muni gjalda þér góðverkið.
Svo mörg voru þau orð.
Adios
P.S Hey Helgi viltu kenna mér á línuskauta, skilst að þú sért orðin Pro.
Krakkarnir í hverfinu farnir að fá að fara út aftur og svona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 21:27
Ís... skjálfti og útrásin...
Já það er nú það.
Oft hef ég byrjað á því að skrifa hugrenningar mínar og úr orðið langloka um ekki neitt.
Þannig er ég.
Er búin að komast að því að ég hef gaman af því að tala og skrifa greinilega líka.
Áðan komst ég að því að það er ekki gott að seta Pipp í Bragðaref...
Gáta nr 1.
Hvernig er Bragðarefur í fleirtölu?
Munið þið eftir átakinu björgun hvölunum?
Save the whales...
Ég man eftir því.
Man líka eftir því þegar Sea Sheppard eða Sjávar- sauðirnir sökktu Hval- bátunum.
Mér finnst fólk hafa tekið þetta átak of alvarlega.
Nú eru þið örugglega að hugsa...
Freyr getur þú reddað mér þessum pillum sem þú ert á?
En málið er að ég var í sundi...
Held að ég fari að kalla sundferðir mínar...
Ferð í Hvalalaugina eða Sædýrasafnið...
Hvað er málið með offitu okkar eða ykkar eða eitthvað...
People hættið að éta svona mikið...
Gáta nr 2.
Hvernig er þúsnd kall í fleirtölu?
Að láta skapið hlaupa með sig í gönur...
Hvað eru gönur...
Nei ég meina really hvað þýðir það?
Ég hef látið skapið hlaupa með mig í gönur... eins og sagt er.
Án þess að ég viti hvað það þýðir...
Í mínu tilfelli er það að missa það...
Það gerist.
Stundum segja menn að það sé keppnisskap...
Það á við í íþróttum...
Ég er og var í íþróttum.
Það er bara heimska að missa stjórn á sér í íþróttum...
Niðurstaða... ég er stundum heimskur...
OK ég játa það...
Fólk er fífl...
Ég er fólk... að mínu mati allavega.
Ég er þar með fífl...
Þetta er rökfræði
over and out...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 11:49
Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí where art thou?
Mannshugurinn er þannig allavega minn að það er nauðsynlegt að hafa gulrót.
Gulrót til að hlakka til.
Gulrót til að sækjast eftir.
Ég á poka af gulrótum.
Kaupi þær eiginlega í hverri viku.
Finnst þessar litlu bestar.
Baby carrots er það ekki?
Engin perraskapur á bakvið það.
Eða hvað...
Neinei ekkert svoleiðis í gangi.
Aðalgulrótin mín núna er sumarfrí.
Ég fer í sumarfrí í lok júlí.
Mér finnst rosalega langt þangað til.
Þannig að nú verður maður bara að taka þetta eins og þegar maður var barn og beið eftir jólunum.
Enn er gert grín að mér í fjölskylduboðum vegna komu jólanna.
Þannig var það að ég 5 eða 6 ára beið náttúrulega spenntur eftr komu þessara blessuðu jóla.
Þegar kirkjuklukkurnar byrjuðu að slá jólin inn að venju klukkan 18 hljóp ég til dyra til að taka á móti þeim.
Engin jól í dyragættinni.
En jólin komu nú samt.
Sem betur fer.
Mig hlakkar ekki bara til komu sumarfrísins til þess að fara í frí.
Ónei ég er í skemmtilegri vinnu sem mig hlakkar til að mæta í á hverjum degi.
Þegar ég fer í sumarfrí kemur ormurinn minn hann Magnús Hólm í heimsókn frá Danmörku.
Aldrei hefur liðið svona langt í milli þess sem við hittumst.
Sjitt og sjæse það var í janúar...
Þessi mynd af erfðaprinsinum var tekin þegar ég heimsótti hann í október síðastliðnum.
Nú er ég að fara senda honum pakka.
Og hvað viltu að sé í honum Magnús minn.
Bara allt nema lakkrís.
Aðrir fjölskyldumeðlimir taka fegins hendi á móti afskurði frá Apollo.
Semsagt íslenskt nammi í lange baner.
Annars er golfvertíðin á fullu.
Ég fer yfirleitt beint á völlinn eftir vinnu.
Það er samt ekki að sjá á árangrinum.
Annað hvort er ég með óraunhæfar kröfur á mig.
Nei það getur ekki verið, ekki ég
Eða þá að ég ætti að fara meira á æfingasvæðið eftir vinnu.
Hugsa að það geti vel verið.
Í tilefni af föstudeginum síðasta degi maí mánaðar.
Smá hugleiðing á léttu nótunum...
Búin að vera mikið í sundi í vor.
Hef verið að velta fyrir mér baráttu sænskra kvenna.
Snýst um það að fá að vera berbrjósta í sundi.
Það er í lagi mín vegna sko...
Finnst hinsvegar að margir karlmenn ættu að hugleiða það að nýta sér brjóstahöld...
Tek það skýrt fram að ég þarf ekki einu sinni íþróttatopp sjálfur
En það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2008 | 14:27
Draumahelgin að baki...
Það má alveg segja að ég hafi fengið þá athygli sem ég kallaði eftir í fyrri færslu.
Fékk eiginlega nettann kjánahroll þegar ég las færsluna aftur.
En what is done is done.
Má eiginlega segja að ég hafi átt draumhelgi eða svona eins nálægt og hægt er að komast að svo stöddu.
Það var óvissuferð með vinnunni á laugardaginn.
Sannkölluð draumaferð.
Byrjuðum daginn snemma, það var mæting klukkan 09 í vinnuna.
Þaðan var haldið austur fyrir fjall.
Reyndar með viðkomu í Jósepsdalnum.
Já þar sem torfærurnar eru/voru haldnar.
Þar var farið á fjórhjól, vá hvað maður var 14-15 ára aftur.
Auðvitað kom upp svona smá "pissukeppni" hjá okkur strákunum.
Endaði með því að guide-inn skammaði mig.
Þá fyrst varð ég 15 aftur
Þaðan var haldið til Hveragerðis þar sem keyptar voru nokkrar stórir Aspir.
Þær voru um eða yfir 2 metrar.
Frekar athyglisvert að keyra með þær um bæinn út um glugga og skott.
Þar fengum við athygli það er klárt.
Stefnan var að planta þeim á golfvellinum.
Með því að "jarða" þær þar vorum við að kolefnisjafna eins og við lofuðum í auglýsingaherferð í vetur.
Sú herferð vakti athygli hjá góðri konu með græna fingur og skap rauðsokku.
Þannig að nú er samviskan hrein við búin að standa okkar plikt(er það skrifað svona?).
Að lokinni frábærri máltíð á veitingastað var haldið að Hvítá.
Þar var farið í rafting.
VÁ hvað það var skemmtilegt.
Ég litla músin hélt að þetta væri lífshættulegt.
Sjitt hvað mig kveið fyrir.
Sver það að ég hugsaði það á leiðinni niður að ánni að gott væri ef springi nú bara á bílnum eða púnkteraði eins og við Akureyringar segjum gjarna.
Ekki sprakk á bílnum og allir komust heilir um borð í bátana.
Strax við fyrstu flúðir byrjaði fjörið, ég sat fremst í bátnum, og fékk þvílíku gusuna yfir mig.
Ískalt vatnið fyllti öll vit. Það var eins og það hefði verið kveikt á mér adrenalínið skaust í gang og ég vildi meira.
Í miðri ferð c.a skelltum við okkur í land þar sem þessi líka fíni klettur var.
Hugsa að hann hafi allavega verið 5 metra eða jafnvel alveg 8 metra hár.
Hann var allavega hærri en ég kærði mig um.
Þeir sem mig þekkja vita að ég fer helst ekki upp á stól til að skipta um peru vegna lofthræðslu.
Þegar eina konan í vinnufélaga hópnum lét sig hafa það að stökkva gátum við strákarnir ekki hlaupið undan merkjum.
Ég stökk VÁ hvað það var gaman annað adrenalín kikk um líkamann.
Nú er stefnan tekin á Bakkaflöt í Skagafirði í sumar.
Þar sem áin er öll eins og fyrstu flúðirnar.
Mig langar í meira action.
The beast is awake.
Við komum í bæinn rétt fyrir 19 þannig að maður varð að hafa hraðar hendur í sturtunni til að ná Eurovison flutningi okkar íslendinga.
Frábær matur og góð skemmtun heima hjá "bossinum" þrátt fyrir að allir væri gjörsamlega búnir á því eftir daginn.
Ég skrölti heim rétt upp úr miðnætti, komst semsagt ekki á dansgólfið hjá Palla á Nasa eins og ég ætlaði mér.
Meiri djammarinn ég.
Það eru þessir dagar sem gera lífið eins skemmtilegt og það er.
Ekki það að grár hversdagsleikinn er góður mjög góður.
Annað minna skemmtilegt en samt hluti af gráum hversdeginum er að taka bensín á bílinn.
Venjulegur fólksbíll enginn hákur en samt...
Níuþúsundíslenskarkrónur 9.000.- rúmar.
Hvað má gera fyrir níu þúsund krónur.
Jú það eru níu ferðir í bíó er það ekki?
Tæp flugfargjald erlendis með IE aðra leið.
Það er góður kostur.
Það er u.þ.b einnþriðji 1/3 af erótísku nuddi sem mér var boðið um daginn klukkan 02:30.
Sá sem var svo hugulsamur að skrá mig í þá þjónustu hefur ekki enn þorað að viðurkenna þann gjörning eða koma fram undir nafni.
Viðurkenni það fúslega að sá grikkur var góður. Mjög góður.
Verst að maður skyldi ekki láta sér detta það í hug sjálfur.
En svona er maður takmarkaður.
Tveir kunningjar voru að snakka saman.
Annar í sambandi og hinn einhleypur.
Einn hlaupari sem sagt.
Sá sem í sambandi var var að lýsa hugarórum sínum að fá sína heittelskuðu með sér í 3some.
Draumur sem sá maður hafði borið með sér lengi.
Sá þeirra sem einnhleypur var fljótur að svara.
3some, 2some eða hvaða some sem er ég er maður í það.
Er orðinn assgoti þreyttur á að vera handsome...
Gáta dagsins...
Hvernig verður maður maur?
Speki eða íhugun dagsins...
Mennirnir líta á hið ytra en Guð grandskoðar hjartað.
Já há svo mörg voru þau orð.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2008 | 15:02
Jakkedi jakk blakkedí blakk
Nú ætla ég að vera frekur.
Jájá ég kann það alveg líka.
Spyrjið bara þá sem þekkja mig.
Hvernig er það eiginlega með þessar hræður sem heimsækja þessa síðu á hverjum degi.
Það skilur aldrei eða sjaldan allavega eftir sig athugasemd.
Haldið þið að ég sé að skrifa hérna fyrir mig sjálfan
Nei segi svona.
Væri rosalega gaman að fá smá athugasemdir.
Næsta færsla kemur ekki fyrr en eftir athugasemdir frá ykkur lesendur góðir.
kv, Frekjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.5.2008 | 11:38
Það stóð stutt yfir þetta árið...(sumarið)
Já kannski var maður aðeins of fljótur á sér að hrósa sumarkomunni í gær.
Allavega náði ég aðeins lit þetta sumarið.
Það kom í ljós þegar roðinn dofnaði.
Athugið ég sagði dofnaði... nú er ég bara ljósrauður...
Hmm skyldi leynast í mér Íri...
Maður spyr sig.
Það væri óðs manns æði að reyna skrifa eitthvað um þjóðfélagsmálin.
Eins mikið og mig langar að skrifa um:
Vörubílstjórana, bensínverðið, Umsókn Stefáns Pálssonar sem varnarmálastjóra eða ehv slíkt.
Það er reyndar eitt besta djók ársins að mínu mati.
Ólaf F Magnússon sem á bágt það er landi og lýð ljóst og meira að segja sjálfstæðismönnum líka en því miður þá eru þeir í þumalputtaskrúfunni hans því þeir eru svo sólgnir í völd, nafna hans Jakob Frímann og þann darraðadans.
Björn Bjarnason yfirhershöfðingja Íslands, sérsveitina hans og síðast en ekki síst Evrópusambandið og skoðanir Sjalla á því.
Hvað er það sem menn óttast í því að ræða málin?
Ég skil ekki hvers vegna má ekki ræða þetta. Landbúnaðarmál eru eitt, standa mér reyndar nærri en það er annað mál. Samt sem áður þó að þau standi mér nærri þá veit ég að hagur bænda mun eki versna við inngöngu í ESB.
Jú jú hingað mun koma ódýrara kjöt en hingað munu líka koma styrkir sem ekki hefur verið minnst einu orði á.
Það er ekki þannig að hingað muni bara koma kjöt og afurðir sem landinn munu hamstra, ESB virkar nefnilega í báðar áttir.
ESB er meira en bara ódýrar kjúklingabringur.
Er ekki verið að tala um að við séum nú í dag að innleiða allt að 70% af löggjöf sambandsins?
Hvað er málið með að fórna sjálfstæði okkar erum við ekki búin að því?
Þurftum kannski að horfa aðeins inn á við og skoða það sem við erum búin að gera okkur sjálfum.
Sbr Ingva frænda svínabónda í gær að mig minnir þar sem hann er að tala um að verslanirnar hafa skilarétt á kjöti.
Það sem ekki selst fyrir "síðasta söludag" fer aftur í vinnslurnar.
Hvaða ógnarvald hafa matvörukeðjurnar á framleiðendum?
Kannski ættum við að spyrja okkur að því hvort að staðan væri svona ef við hefðum verið í ESB.
Allt að 60% markaðshlutdeild hér á landi þykir jú kannski ámælisvert.
Í Bretlandi er verið að hafa áhyggjur af 30% markaðshlutdeild.
Eitt skil ég ekki alveg.
Hef reyndar aldrei skilið það.
Hef oft spurt Sjálfstæðismenn hvers vegna þeir standi alltaf á bakvið sína menn sama hvað á gengur.
Maður verður að styðja sína menn í mótbyr líka er oftast svarið sem ég fæ.
Uhh mótbyr OK það er málefnalegt.
Í mínum huga þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í mótbyr síðan ég man eftir mér.
Hvernig geta menn staðið sína plyggt á bakvið menn eins og Davíð Oddsson með sín fjölmiðlalög, eftirlaunalög og eru enn að tala um hve mikill maður hann sé nú í Seðlabankanum með heimsmet í vöxtum og tæplega 12% verðbólgu.
Hvað hefur sá maður gert gott og rétt?
Borgarstjórnarmálin eru nú alveg til að kóróna mína skoðun á þessum valdasjúklingum sem þarna virðast ríða rækjum nei ég meina ráða ríkjum.
Hvernig geta menn staðið á bakvið þennan óskunda sem borgarstjórnarflokkur X-D hefur verið að kalla yfir borgarbúa, mér er ómögulegt að skilja það.
Hvers konar samviska er það að geta sagts vera sjálfstæðismaður og styðja þessa aðila í þeirra opinberu störfum?
Ekki hef ég slíka samvisku.
Einu sinni fannst mér Frjálslyndi flokkurinn áhugaverður flokkur.
Hann kom með nokkru offorsi inn í umræðuna um kvótann á sínum tíma.
Geri nokkuð vel að koma sér inn á þing sem á sínum tíma einsmálefnisflokkur eins og þeir kallast.
Þeir hafa verið með svona hvað skal segja jaðarmál sem aðalmál.
Þeir hafa verið rosalega ötulir í umræðu um innflytjendur, margir halda því fram að þeir séu á móti innflytjendum. Kannski er það þannig.
Fyrir síðustu kosningar skoðaði ég hvað þeir höfðu fram að færa um innflytjenda mál.
Skemmst frá því að segja að ég var ansi mikið sammála þeim.
Tek það skýrt fram að ég er ekki rasisti né hef ég nokkuð á móti útlendingum.
Það er ljóst að það þarf að huga að mörgu þegar tekið er á móti flóttamönnum, vanda þarf til verka.
Auðveldara er að klúðra því en að takast vel til.
Eru ekki allir sammála því að við viljum að okkar innflytjendur læra íslensku sama hvort þeir eru flóttamenn eða ekki?
Hvernig er hægt að aðlagast nýju landi og hefðum ef maður lærir ekki hefðir og tungu landsins?
Það sem ég las úr málefnum X-F á sínum tíma var nákvæmlega þetta.
Það þarf að útbúa umgjörð fyrir innflytjendur til þess að hægt sé að taka sómasamlega á móti þeim.
Á einhvern ótrúlegan hátt tókst X-F ekki að draga það fram í ljósið í aðdraganda kosninga, þeir voru stimplaðir sem útlendingahatarar sem þeir kannski eru? Allavega þá virðist þeim takast vel upp að halda uppteknum hætti með að vera ljóti karlinn í málefnum innflytjenda nú síðast á Skaganum þar sem varaformaðurinn opinberar *ritskoðað* sína.
Kannski ég ætti að bjóða mig fram sem PR tengil fyrir þá.
Þá gæti ég verið eins og Ómar Vald og farið í mál við þá sem ekki eru sammála mér og hafa skoðanir á mér og mínum skrifum.
Aldrei skal mér takast það sem ég ætla ég ætlaði ekki að skrifa um þessi þjóðfélagsmál.
Læt þessar hugrenningar samt standa fyrst þær eru komnar hér og klikka út með föstudagsbrandara.
Er ekki vel við hæfi að vera með neðanmittisbrandara svona á föstudegi?
Reykvíkingur(og restin af landinu), Akureyingur og Hafnfirðingur
voru saman á bar þegar þessari spurningu var kastað fram.
Af hverju er karlmaðurinn með kóng á typpinu
Reykvíkingurinn svaraði: Það er til að veita manninum meiri ánægju.
Akureyringurinn svaraði: Nei, nei, nei hann er til að veita konunni meiri ánægju.
Nei, nei, nei þið hafið báðir rangt fyrir ykkur
Sagði Hafnfirðingurinn Hann er svo að hendinn renni ekki af.
Svo spyr maður hvaðan ert þú? Ég veit hvaðan ég er
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 14:20
Sumarið er tíminn...
Já nú er það klárt sumarið er komið.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín.
Heyrði þetta lag á góðum stað um daginn spilað instrumental
(heitir það ekki það án söngs?)
Hver hún er þ.e stúlkan það er enn óútkljáð mál.
Tekið er við umsóknum á netfangið freyrholm@... nei segi svona...
Pósthússtræti lokað vegna góðs veðurs.
Snilld...
Ég sólbrunninn í hel eftir 36 holur af golfi í brakandi blíðu í gær.
Ætli það sé hægt að overdósa af Aloa vera?
Þessi mynd er reyndar örlítið færð í stílinn af photoshop snillingum sem ég vinn með.
Þeim leiðist ekki að sjá mig karfann í fiskabúrinu.
Gaman og gott að geta skemmt vinnufélögunum aðeins.
Vefur Golfsambandsins niðri að mínu viti í fyrsta skipti í sumar.
Fyrir okkur sem höfum komið nálægt þeim vef er það merki um að sumarið sé komið.
Spurning um að hafa samband við snillingana og bjóða þeim díl í hýsingarmál sín.
Lítið að frétta af Ömmu Dreka.
Hún bað samt fyrir kveðju til ykkar.
Hitti hana um síðustu helgi.
Hún var borðdama mín í hádegismat hjá föður annars okkar og syni hins.
Amma snillingur spurði hvort ég væri búin að taka út færsluna um jeppann og kerruna.
Gaman að því að fólk á besta aldri sé tölvulæst.
Bið að heilsa þér amma mín alltaf gaman að sjá þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 15:03
Já nákvæmlega, það er bara jákvætt...
Ekki er nú öll vitleysan eins.
Sannast það enn og aftur að Bandaríkjamenn eru í sérdeild hvað varðar vitleysuna.
Ekki nóg með að þeir hafi rúllustiga inn í líkamsræktarstöðvar sínar heldur eru þeir rétt rúmlega heimsmeistarar í heimskulegum lögsóknum.
Ég stal þessu af öðru bloggi vonandi að mér verði fyrirgefið það fari svo að ég komist að gullna hliðinu í framtíðinni
Það er komið að því aftur að íhuga hverjir eigi að fá hin árlegu Stellu verðlaun. Stellu verðlaunin eru nefnd eftir hinni 81 árs gömlu Stellu sem hellti kaffi yfir sig og náði að lögsækja McDonalds. Þetta atvik varð til þess að Stella verðlaununum var komið í fót, fyrir fáránlegustu lögsóknir í Bandaríkjunum. Hér er það sem kemur til greina í ár:
1. Kathleen Robertson í Austin, Texas, fékk $780,000 fyrir að hafa ökklabrotnað. Hún féll um 1 árs krakka sem var á hlaupum í húsgagnaverslun. Eigendur verslunarinnaru urðu vitanlega mjög hissa er hún vann þessa lögsókn, þar sem hinn óþekki krakki var sonur hennar (frú Robertson)!!!
2. Hinn 19 ára Carl Truman í Los Angeles vann $74,000 og fékk greiddan allan lækniskostnað, eftir að nágranni hans keyrði yfir hönd hans á Honda Accord bíl. Truman tók víst ekki eftir því að það væri einhver við stýrið á bílnum, er hann reyndi að stela hjólkoppunum af bíl nágrannans.
3. Terrence Dickson frá Bristol, Pennsylvaníu, var í þann mund að yfirgefa hús sem hann hafði lokið við að ræna. Hann ætlaði útum bílskúrsdyrnar, en gat ekki opnað dyrnar þar sem hurðaopnarinn var bilaður. Hann gat ekki farið aftur inn í húsið, þar sem dyrnar læstust eftir honum er hann lokaði þeim. Fjölskyldan var í fríi, og Dickson var læstur þar inni í 8 daga. Hann lifði á kassa af Pepsi sem hann fann og þurrmat handa hundum. Hann kærði heimilisfólkið, þar sem hann hélt því fram að hin 8 daga prísund hefði skaðað hann andlega. Kviðdómur dæmdi honum í vil, $500,000.
4. Jerry Williams frá Little Rock, Arkansas, fékk $14,500 og greiddan allan lækniskostnað, eftir að hafa verið bitinn í rassinn af hundi nágrannans. Hundurinn var í ól innan girðingarinnar í garði nágrannans. Hann fékk lægri upphæð en hann hafði sóst eftir, þar sem kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hundinum hefði verið ögrað örlítið af Jerry Williams, sem í sífellu skaut á hann með loftbyssu.
5. Amber Carson fékk $113,500 eftir að hún lögsótti veitingastað í Philadelphia fyrir að hafa runnið í gospolli og brotið rófubeinið. Drykkurinn hafði hellst á gólfið stuttu áður, er Amber var að rífast við kærasta sinn.
6. Kara Walthon í Claymont, Delaware vann mál gegn eiganda næturklúbbs. Hún datt inn um salernisglugga og braut báðar framtennurnar. Þetta átti sér stað þegar hún reyndi að lauma sér inn um salernisgluggann til að komast hjá því að borga aðgangseyri. Hún fékk $12,000 í sinn hlut og tannlæknakostnaðinn.
7. Hann Merv Grazinski frá Oklahoma City gæti auðveldlega unnið Stellu verðlaunin í ár. Hann keypti sér glænýjan húsbíl. Hann keyrði útá hraðbrautina og stillti cruise control á 70 mílna (yfir 110 km/klst.) hraða og fór aftur í bílinn til að hella sér uppá kaffi!!!! Eins og við var að búast, þá fór bílinn út af, keyrði á og valt á hliðina. Grazinski kærði bílaframleiðendurna fyrir að hafa ekki útskýrt í leiðarvísinum að cruise controlið gæti ekki stýrt bílnum. Kviðdómurinn dæmdi honum í hag $1,750,000 og nýjan húsbíl. Framleiðendurnir breyttu leiðarvísinum eftir þessa lögsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2008 | 17:42
Bless bless elsku afi
Ég ákvað að skella inn minningargreininni sem ég skrifaði um afa.
Hún var meira skrifuð fyrir mig og til þess að fá mig til að einbeita mér að fallegum hugsunum í stað þess að einbeita mér að sorginni og söknuðnum.
Falleg athöfn í gær þegar afi var kvaddur.
Afa lést 2. maí og jarðaður 9. maí.
Bless bless elsku afi.
Það er alltaf sárt og því fylgir djúp sorg að missa náinn ættingja og góðan vin.
Það hlaut að koma að því að ég þyrfti að setjast niður og skrifa mina fyrstu minningargrein. Auðvitað hefði helst kosið að þurfa þess ekki nú, en þannig er gangur lífsins. Lífsgöngu afa er lokið og tími til að kveðja.
Fyrsta minning mín um afa er þegar ég fór með honum í Kaupfélag verkamanna í Langholti, þar vann afi þegar ég var lítill. Ég minnist þess að hafa eitt sinn kvabbað í afa og beðið hann um að gefa mér forláta sleikjó sem leit út eins og hamar. Hann var með tréskafti og var appelsínugulur á litinn. Útilegunum með afa og ömmu þegar ég var lítill gleymi ég heldur aldrei. Heimatilbúnu nestinu og varginum við Mývatn. Aldrei man ég eftir afa öðruvísi en jákvæðum, hressum prakkara í kringum barnabörnin og svo barna- barnabörnin, Þá var hann iðulega með annað hvort bók í hönd að lesa fyrir gullin sín eða leika við þau á annan hátt. Ekki man ég afa reiðan eða því að hann hafi skammað mig, baldna drenginn mig, ótrúlegt en satt. Hann þurfti þess ekki, virðing mín fyrir afa var alltaf mikil. Ég mun reyna eftir fremsta megni að tileinka mér það hvernig hann kom fram við fólk, það kenndi hann mér. Hann var mín fyrirmynd. Ég kem til með að muna hann að leik með litlu börnunum, í keppni við Magnús Hólm, um það hvort hann eða afi nái að grípa um efsta hluta stafsins, sá sem því náði vann. Einhverra hluta vegna man ég ekki eftir því að afi hafi unnið slíka keppni. Göngugrindin hans afa var líka furðufyrirbæri sem krílin þurftu að skoða, sniðug með sæti og alles.
Ég trúi því að þegar fólk yfirgefur þetta líf bíði þess eitthvað betra. Ég trúi því að afi sé á góðum stað í góðum félagsskap. Í mínum huga er það jákvætt að fólk fái að fara friðsællega og þurfi ekki að heyja erfiða baráttu síðustu daga, vikur eða ár ævi sinnar. Afi átti það besta skilið hann var gull af manni.
Minning um góðan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar og í arfleifð hans sem eru börnin, afabörn og langafabörnin. Öll hafa þau erft eitthvað af góðu eiginleikum hans.
Við elskum þig og hugsum til þín með hlýhug elsku afi okkar.
Freyr Hólm og börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 16:56
Já sæll erótískt nudd...
Alltaf skal það vera eitthvað sem kemur manni á óvart í lífinu.
Það er eins víst og að sólin kemur upp í austri.
Veit ekki hver hefur verið að hrekkja mig núna.
En hrekkurinn er góður og snjall.
Finnst mér allavega.
Hefði reyndar orðið betri ef ég væri í sambandi og með mína heittelskuðu við hlið mér þegar síminn hringdi.
Þá hefði ég í ofanálag verið í vondum málum.
Allavega mjög líklega...
Um klukkan hálf þrjú í nótt.
Ring ring...
Ég: djöll mar komin morgun strax, nýsofnaður að mér fannst.
Konan á línunni: Já sæll, hefur þú áhuga á erótísku nuddi?
Ég: Ha hvað meinar þú?
Konan á línunni: Já þú gafst mér upp nr. þitt...
Ég: Uhh nei það hef ég ekki gert.
Nú hlýtur einhver að vera fíflast í mér sagði ég við hana.
Hvað kostar nuddið?
Konan á línunni: 20 - 30.000 fer eftir því hvað er innifalið.
Ég: (hugsi) Skyldi heimsending vera í boði?
(hugsa enn dýpra) djöll skal sá sem þennan greiða gerði mér fá hann til baka.
Nei veistu ég held ekki hef engan áhuga á svoleiðis.
Konan á línunni: Ok þakka þér fyrir.
Einhverrra hluta vegna lá ég andvaka á eftir.
Skil ekki af hverju
Fór svo að hugsa...
Hvaða manneskja með vott af heilbrigðri hugsun hringir um miðja nótt og bíður erótískt nudd?
Ætli æskilegur tími til hringinga hafi verið skráður af "vini" mínum?
Það gæti líka verið.
What goes around comes around...
Munið það kæru vinir mínir...
Heilsaði engum í gær sem ég var ekki alveg pottþéttur á að væri nákvæmlega sá sem viðkomandi ætti að vera.
Sá samt þokkalega eftir því eftir legu í pottunum eftir ræktina í gær.
Sá þar manneskju sem ég kannaðist svona líka rosalega við.
Mannglöggur ég með eindæmum ákvað að taka ekki sjensinn.
Enn minnugur síðustu skipta sem ég hef heilsað fólki.
Viðkomandi heilsaði ekki.
Kannski var viðkomandi ekki viðkomandi.
Heldur einhver allt annar.
En bikiní-ið var flott um það er ekki deilt.
Um það leyti og svo hann býr á því leiti.
Íslenskufræðingar sem ramba hér inn endilega upplýsið mig um málnotkun leyti/leiti.
Gróa á leiti er staður ég kem um það leyti er tími.
Er það rétt hjá mér skulið að þannig á það að vera?
Er alltaf eitt N á eftir A-i í lysingarorðum, sem dæmi hressan í stað hressann?
Mér er mikið í mun að skrifa rétta íslensku og legg ég mig í líma við það.
Fátt leiðinlegra en að fá email huhh tölvupóst sem allt er morandi í stafsetningarvillum.
Hér kemur eitt smá dæmi um hvað ég er að tala:
Nei annars kemst ekki í gegnum ritskoðun
Kannski þegar ég er orðinn samviskulaus(ari)
Getraun dagsins:
Hvers vegna eru sumar konur með bletti milli augnanna?(hindú)
Þunglyndi dagsins:
Hárgreiðslu konan sagði við "vin minn" þú veist að það er svo líka alveg hægt að taka það allt mjög stutt þá sést þetta mjög lítið!
"vinur minn" sagði, hvað áttu við?
Málið dautt svo tók við black out hjá honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)