Ritstuldur á háu stigi!!!

Margir mætir menn hafa reynt.
Frægast er líklega copy/paste vinna Hannesar Hólmsteins við vinnslu Laxness.
Þar á eftir er kannski Villi lögmaður.
Endileg komið með fleiri dæmi.

Allavega þá sá ég snilldarlega skrifaðan pistil á www.dv.is sem ég ákvað að birta hér í heild sinni.
Fékk mig til að brosa út í bæði alveg gapandi meira að segja.

"Svarthöfði er fyrir lifandis löngu orðinn kótilettukall og man varla lengur þá tíð er hann var hippi og leiddi Svarthöfðu um hæðir og hóla en hún var þá smart. Svarthöfði er ekki alki fyrir fimm aura en gerir þó allt miklu betur en slappi fúll á móti. Svarthöfði vinnur langan vinnudag og sinnir þess á milli fjölmörgum áhugamálum sínum og smíðar þar á meðal skútur, skerpir skauta og meikar þrumu osta og grauta. Haltu kjafti!

Brauðstritið og skautaskerpingarnar valda því óhjákvæmilega að barnauppeldið situr nokkuð á hakanum og Svarthöfði fóðrar því börnin óhóflega oft með súrmjólk í hádeginu og seríósi á kvöldin og stundum á hann það til að missa stjórn á sér í stressinu og segir krökkunum að þegja á meðan fréttatíminn er. Unglingurinn á heimili Svarthöfða hefur illu heilli tekið sér suma lesti Svarthöfða til fyrirmyndar og reynir að skjóta sér undan ábyrgð og skyldum og mælir því göturnar með vottorð í leikfimi og skoðar bæinn sinn. Svarthöfða er að vísu hulin ráðgáta hversu miklum tíma gelgjan getur eytt á Laugaveginum sem er niðurníddur og ljótur og þar er ekki margt að sjá.

Svarthöfða finnst framtíðarhorfur ávaxta lenda sinna heldur ekkert sérstaklega bjartar og sér fyrir sér að ef unglingsstúlkan fari ekki að sjá villur síns Laugavegar muni hún enda fimmtán ára á föstu. Gerist það er óhjákvæmilegt að hún verði sextán ára í sambúð, sautján ára lamin, nítján ára skilin og fríki svo að lokum út.

Sjálfur minnist Svarthöfði þess þegar hann var með unglingabólu á nefinu og náði henni ekki af. Heimurinn og lífið voru einfaldari í þá daga enda saug Svarthöfði litli bara sitt kók í gegnum lakkrísrör og borðaði Prins Póló á meðan hann horfði á Löður á einu sjónvarpsstöðinni. Internet, GSM-símar, Skjár einn og PlayStation flæktu ekki tilveru Svarthöfða og því þurfti ekki annað en vítamín frá ömmu til þess að koma honum til manns.

Amma læddi vítamíninu, sem Svarthöfða kraftinn allan gaf, ofan í hann á meðan hann svaf með smurolíukönnu og stórri trekt. Svarthöfði óx því upp og varð eins og klettur þannig að þegar hann datt heyrðist doj-joj-joj-joj-joj. Svarthöfði var nefnilega úr járni og þess vegna heyrðist doj-joj-joj-joj-joj. doj-joj-joj-joj-joj.

Svarthöfði hefur auðvitað látið nokkuð á sjá og hefur nú meiri áhyggjur af kreppunni en því að hingað komi engisprettufaraldur. Hann veit eins og Haraldur að hér er of kalt. Þrátt fyrir kreppuþunglyndi og kótilettukarlmennsku ákvað Svarthöfði að bregða undir sig betri fætinum á laugardaginn og fara á ball þótt hundrað ár séu síðan hann var með heví hár. Eyrnalokkurinn og strípurnar heyra líka sögunni til eins og lakkrísrörið en þegar Svarthöfði hafði sopið slatta af karlakóki stakk hann upp á því að þau hjónin færu á Organ að hlusta á þann mikla meistara Bjartmar Guðlaugsson. Svarthöfða lyftist öll upp, beyglaði munninn og maskaraði augun. Svarthöfði blandaði frú sinni í glas, ekki mikið kók ekki mikinn ís, og rétti henni kveikjarann.

Þegar Svarthöfði sá ölvuðum frygðarglampa bregða fyrir í augum konunnar sem var einu sinni smart yngdist hann upp um átján ár á nóinu og svo drifu þau sig svo þau misstu ekki af Bjartmari og sjóinu. Og ekki sveik Bjartmar þau skötuhjúin á Organ og þau leiddust heim upp Laugaveginn sem var ekki lengur ljótur heldur minnti hann á grasivaxnar hæðir og hóla. Ölvaður af karlakóki og djúpvitrum textum Bjartmars þakkaði Svarthöfði sínum sæla að hans þjakaða þjóð eigi enn skáld sem skynja veruleikann og koma honum til skila af lífi og sál. Svarthöfði vonar að Bjartmar komi sem oftast í bæinn úr sveitinni með ný lög. Hann er von Svarthöfða í kreppunni. doj-joj-joj-joj-joj. doj-joj-joj-joj-joj. "

Hugleiðing/Speki dagsins:

Langi þig að gefa einhverjum góða gjöf veittu þeim athygli og brot af tíma þínum. 


Öfugsnúð... á röngunni... frá Ö - A... eða bara súkkulaðisnúð...

Sumir hafa þörf fyrir að tjá sig.
Það er oft jákvætt.
Mönnum og konum er misjafnlega gefið að geta tjáð sig á frambærilegan hátt.
Jafnt í skrifuðu máli sem mæltu.
Fólk er misgott og mishæft í mannlegum samskiptum.
Það er bara þannig.
Sjáið td bara borgarstjórann okkar... bíddu nú við hver er það aftur núna?
Nei segi svona...
Mér finnst að þeir sem þurfa að tjá sig eins og þessi örugglega ágæti bloggari ættu að telja upp á 10 og líta aðeins inn á við.
Eða á mannamáli taka helvítis hausinn út úr sínu menntasnobbs rassgati...
Hver er tilgangur hans með þessu bloggi?
Þessi umræða og athugasemdir sem henni fylgja, hvet ykkur til að skoða þær minna óneitanlega mikið á "son" Henry Birgis Gunnarssonar hann Bol Bolsson sem var á mbl blogginu og gerði allt vitlaust hérna í fyrra.
Endilega skoðið hvað um er að ræða:

http://blogg.visir.is/stebbivaldi/2008/08/12/drofn-osp-mengar-eyjublogg/

Ef þetta er grínlaust þá er það mín skoðun að síðuhaldari eigi við krankleika að stríða.
Allavega óendanlega lítið af umburðarlyndi sem fyllt er upp í með ómældu magni af hroka.
Hvað segir það um einstakling að hann hætti að lesa vef eða bloggsetur vegna þess að þar er einn aðili sem skrifar ekki eins og honum líkar.
Það er ekki eins og um persónuníð(ý) endilega leiðréttið mig) eða annað slíkt sé að ræða á því bloggi.
Slíkt fólk kalla ég heimskt fólk Whistling
Einu sinni var mér sagt að í fyrndinni hefði Heimskur maður verið maður sem var ósigldur.
Fyrir hina fáfróðu þýðir það að hann hafði ekki erlendis komið.
Erlendis as in útlönd 

Hérna má svo sjá síðuna hennar DD eða what ever hennar name is Cool

http://eyjan.is/goto/dd_unit/

Er hægt að klikka út á annan hátt en:
Hvern andskotann ert þú að tjá þig um þetta Freyr
Get a fökking læf mar

Að lokum speki/hugleiðing dagsins:
Bjartsýnin á ekki að gera þig blindan á vandamálin heldur hjálpa þér við að finna lausnina.


Í upphafi skal endinn skoða... og ef þér líst ekki á... þá hætta við...

Jæja já þá er sumarfrí búið og gamla góða "venjan" tekin við.
Nenni ekki að rifja fríið upp Winkþá saknar maður þess bara.
Annars var það alveg æðislegt út í gegn.
Góður tími á Akureyri og Spáni með Magnúsi danakóngi.


Man eftir því þegar ég var í vaktavinnu í "den" hvað mig óaði við því að vera þessi 9-17 gaur.
Fæ svona nettan kjánahroll þegar ég hugsa til þess.
Fara í búðina með "kerlingunni" eftir vinnu.
Heim að elda matinn.
Borða matinn.
Ganga frá eftir matinn.
Setjast og horfa á fréttirnar.
Bursta tennurnar.
Alliubba á sengekanten.
Fara að sofa.

Þetta er ferkantað líf.

Hvernig veit maður hvort maður er ferkantaður eða ekki?
Ef maður er ferkantaður er rósrauður bjarmi yfir sporöskjulöguðu lífinu og vice versa.
Hljómar eins og ehv tilvistarkreppa þegar maður les þetta.
Svo er nú aldeilis ekki...
Glaumur og gleði einkenna lífið.
Sumarið búið að vera draumi líkast og maður bíður spenntur eftir haustinu með margbreytileika sínum í yndislegum skrúða litrófsins.
Hver er sinnar fuc**** gæfu smiður.
Það er staðreynd.
Eymd er valkostur.
Minnsta málið að vera fúll á móti með allt á hornum sér ef það er vilji til.
Á sama hátt er minnsta málið að vera með Sólheimaglott af gleði day in day out Grin
Sá á kvölina sem á völina...

Skellti mér í ansi góðan línuskauta trylling í gærkvöldi.
Fossvogurinn og Elliðaárdalurinn lagðir eins og þeir lögðu sig.
Gott að geta hreyft sig úti í stað þess að vera alltaf í Hvalalauginni.
Mér finnst spurning um að láta þá sem ráða yfir gatnagerð prófa að fara suma stígana sem manni er ætlað að vera á.
Hreinlega til skammar sumir hverjir.
Furðulegt að íslendingar heilsa helst ekki þegar þeir mæta fólki á götu.
Það heilsaði mér engin af fyrra bragði.
Hmm kannski er þetta ehv persónulegt?
Paranoja? nei það getur ekki verið...

Speki dagsins:
Það stoðar lítið að skammast út af sprungnu dekki...
Nkl maður verður að gera ehv í málunum.

Frasi...
Farsi...
eða einfaldlega fars
Skiptir ekki máli svo lengi sem það virkar...


Adam og Eva með kynningu í Grímsey

Gárungarnir segja að titringurinn sem er búin að vera við Grímsey síðustu daga sé til komin vegna kynningar á nýju haustlínunni frá Adam og Evu.
Veit ekki hvað skal segja meira um það.
En greinilegt að eitthvað er um að vera.

Línuskautar, pikknikk, sundferðir, bíltúrar í sveitina og heimsóknir til vina og vandamanna er það sem helst hefur borið á mína daga síðustu daga.

Að kunna að slaka á:
Það er eitthvað sem ég er að reyna læra.
Reyndar búin að vera í því námi nú í nokkur ár.
Stefni nú samt á útskrift áður en ég verð fullorðinn sko.
En einhverra hluta vegna þá á ég ekki auðvelt með að slaka á þegar ég er í fríi.
Finn að þetta er aðeins að koma.
Fróður maður sagði einu sinni að maður yrði bara einfaldlega að sleppa.
Það er minnsta málið að sleppa.
Bara ekki grípa aftur.
Það er málið.

Þar hitti skrattinn ömmu sína:
Ég elska ömmur mínar.
Báðar jafnmikið eins ólíkar og þær eru.
En hvað er málið með að skrattinn hitti ömmu sína.
Eru ömmu svona vondar?
Á ekki skrattinn að vera vondur og vera ljóti karlinn?
Er þá ekki frekar absúrd að láta hann hitta ömmu sína.
Frekar að hann ætti að hitta tengdamóður sína eða ehv slíkt.
Jafnvel bara fyrrverandi...

Í að ég held ennþá allavega dýrustu sundlaug landsins hefur mér þótt gott að slaka á í gegnum tíðina.
Það er búið.
Kannski er maður svona vanafastur bara.
En allavega þá er Rostungatjörnin á Akureyri ekkert í líkingu við Hvalalaugina mína heima.
Eins og ég heyrði eina konu tala um í einu af suðukerinu í gær.
Ég held að ég sé að verða komin á ehv aldur...
Uhh dá já það eru allir á ehv aldri ekki satt.
Nei málið var að hún var svo fegin að vera komin heim úr sumarfríi.
Greinilega heimakær kona þar á ferð.
Ég hef einu sinni farið í almennilegt sumarfrí.
Ég var fegin að koma heim.

Núna er ég fegin að vera í fríi...
Og ælta að njóta þess...


Sækjast sér um líkir...

Ó já já...
Þá er síðasta vinnuvikan fyrir sumarfrí hafin.
Verð að segja það að mig er farið að hlakka ansi mikið til að komast í frí.
Danski prinsinn er væntanlegur á klakann á mánudaginn næsta.
Hann verður hjá mér í þrjár vikur.
Hann er þessa dagana að sleikja sólina í Tékklandi.
Shit og sjæse hvað mig hlakkar til að fá hann heim.
Byrjum á viku afslöppun á Eyrinni fögru.
Svo er vika á ströndum Spánar fyrirhuguð.
Spurning hvor okkar mun skemmta sér betur í vatnsleikjagörðunum.
Bara gleði og tilhlökkun framundan.

Frábær helgi að baki.
Meistaramót klúbbsins kláraðist á laugardag.
Brosandi sæll og glaður gekk ég um í grenjandi rigningu og roki.
Kuldi er hugarástand... það er bara þannig.
Ég er góður í öllu nema golfi.
Búin að komast að því.
Endaði held ég í 16 sæti af um 60 þannig að ég get ekki annað en verið sáttur.
En það er eitthvað já eitthvað í loftinu.
Einhver sumarfrís fiðringur kominn í mann...
Lífið er yndislegt...
Ég geri það sem ég vil...
Getur maður orðið leiður á því til lengdar að vera til...
Maður spyr sig, hreinlega spyr sig.

Léttmeti að lokum:
Þetta er staðreynd , sem hefur alltaf verið tilefni til umhugsunnar.
Samt hefur þurft að útskýra þetta af og til.
Guð gaf karlinum heila og lim, en aðeins blóð til að nota annað í einu.
Konum hinsvegar, gaf hann hvorugt svo að þær þurfa að tappa af sér einu sinni í mánuði.

Speki dagsins:
Það er ekki alltaf það sem þú segir sem skiptir máli,
heldur hvernig það er sagt.

... og varð að klessu ojj bara, keep it simple stupit...

Þú varst rennandi blaut
í miðjum pollinum
þegar loksins ég skaut upp kollinum
... sumir þurfa að millilenda

Hvað er málið með karla og sundskýlur... ???
Hafið þið nokkurn tímann séð konu með plummer... ???
Hvers vegna í ósköpunum þarf maður að horfa á
ógeðslega rassaskoru á karlmönnum í sundi... ???
Feitu rostungar fáið ykkur axlabönd...
... já eða sundbol

Auglýsingar um mótorhjól...
líttu tvisvar...
MY ASS
Sá auli sem tók fram úr mér á leiðinni niður Holtavörðuheiðina
Hann er mótorhjólafólki til skammar!
Það eru hans líkir sem koma óorði á þennan annars ágæta hóp fólks!
Við erum að tala um að hann TÓK framúr mér MEÐAN ég var að taka framúr!!!
Það munaði cm að hann færi í Fuc.... speglana á bílnum hjá mér!!!
Er ekkert í hausnum á fólki sem hagar sér svona???
Ég held svei mér þá ekki...

Meistaramótið í golfi að byrja á morgun...
... fjórir dagar af fjöri
... ætla með bleyju ef ske kynni
... að ég myndi skíta á mig
... allar líkur á því
... engin fargans Ungmennafélagsandi í þessu hjá manni
... sigur eða dauði
... keep it simple stupit

Over and out... 


Kynlegir kvistir... eymd er valkostur... osfrv...

Margar góðar sögur amma sagði mér
... dadaraddadadaraddadadada

Hvað er málið með heimspekilegar vangaveltur þegar maður er að fara sofa?
... skyldu öll sængurver vera  jafnlöng?
... mér finnst sængin vera of löng í þetta sængurver
... ég er meðalmaður á hæð kannski rúmlega
Hvernig stendur á því að tær og herðar geta ekki verið saman undir sæng?
... nema maður liggi í fósturstellingu a.k.a as a shrimp

Hvernig stendur á því að náttúrusinnar halda tónleika?
... eftir liggja ÁLDÓSIR í hundruða vís
... eru þetta náttúrusinnar
... er þetta kannski bara meira hipp og kúl
... var fólk pönkarar
... var það kannski bara líka hipp og kúl
Ég er ekki að ná að skilja Sigurrós hvorki nú né áður...
... hvernig er hægt að halda tónleika og vera allan tímann að stilla hljóðfærin
... þannig leit það út fyrir mér
... líkt og togað væri í skott á ketti þegar Jónsi þandi raddböndin
... líkt og ískur í hátalara þegar hljóðnemi kemur of nálægt
... kannski er ég bara ekki hipp og kúl
... dáðist að fólki eins og mér sem fór hjólandi á tónleikana
... er ég þá orðinn Vinstri Grænn?
Íslenskt sumar... er það ofan á brauð eða...?
... allir fara dúðaðir á fótboltaleiki
... allir fara dúðaðir á tónleika
... allir fara dúðaðir í útilegur
... allir fara dúðaðir út að hjóla
... allir fara dúðaðir út á línuskauta
... allir fara dúðaðir í golf
... á Íslandi eru allir dúðaðir
Er þetta sumar?
Spáið samt í það að ef ekki væri fyrir golfstrauminn þá væri hér veðurfar líkt og á Grænlandinu góða.

 

Finnst sérstaklega við hæfi að enda þennan leiðindapistil á samanburði á KK og KVK.
Það er eitthvað svo við hæfi Tounge
Dagbókin hennar.

Á laugardaginn fannst mér hann haga sér eitthvað skringilega.  Við höfðum planað að hittast á barnum og fá okkur drykk.  Ég hafði verið að versla allan daginn með vinkonum mínum, þannig að ég hélt að hann væri eitthvað pirraður yfir því að ég var aðeins of sein,  en hann sagði ekkert.

Við töluðum ekki mikið saman þannig að ég stakk upp á að fara á einhvern rólegri stað þar sem við gætum talað saman.  Hann samþykkti en var samt jafn þögull og fjarlægur.  Ég spurði hann hvað væri að og hvort það væri mér að kenna að hann væri svona fjarlægur.  Hann sagði að svo væri ekki og ég ætti ekki að vera hafa áhyggjur. 

Á leiðinni heim sagði ég honum að ég elskaði hann.  Hann brosti út í annað og hélt áfram að keyra.   Ég skil ekki af hverju hann lét svona,  af hverju sagði hann ekki ég elska þig á móti?

Þegar við komum heim fannst mér ég vera búin að missa hann, eins og hann vildi ekkert af mér vita.  Hann sat bara þarna og horfði á sjónvarpið.  Hann virtist fjarlægur og niðurdreginn þannig ég ákvað að fara að sofa.

10 mínútum seinna kemur hann inn í herbergi og mér að óvörum virtist hann taka öllum atlotum mínum vel og við nutum ásta, en mér fannst hann samt ennþá svo fjarlægur.  Ég ákvað að ég gat ekki tekið þessu lengur og ákvað að ræða þetta við hann,  en hann var þá sofnaður.  Ég fór að gráta og grét þangað til ég sofnaði.  Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég er næstum viss um að hann var að hugsa um einhverja aðra.  Líf mitt er ömurlegt núna.

Dagbókin hans

Í dag töpuðu Lakers,  en ég fékk þó allavega að ríða.


Sumarið er tími útivistar og hins ljúfa lífs...

Það eru orð að sanni.
Maður "nennir" engan veginn að hanga inni yfir sumartímann.
Með herkjum fylgist maður með EM í fótbolta.
Golfvöllurinn, fjöllinn og náttúran ásamt hvalalauginni eiga hug manns allan.
Hvað gerist það betra en akkurat það.
Ég hef verið að spyrja mig að því.
Of oft hefur asninn ég haldið grasið grænna hinu megin.
Hinu megin hvers?
Bara hinu megin almennt.
Sjaldnast hefur það verið nema fjarska grænt.
Sinan blessuð tekur oft yfir Tounge
Sáttur og sæll hlakkar mig til að takast á við komandi helgi.
Hún felur í sér útivist og hreyfingu.
Það sem veitir mér mesta ánægju.
Ekki ónýtt það.
... eða hvað?
... hyllir í eitthvað grænt þarna í fjarska?

Í tilefni föstudags kemur smá léttmeti:
Atvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum
Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut
Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti
Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
Djöfladjús : brenndir drykkir
Dragtardrós : kona sem gengur í dragt
Endurholdgun : að fitna eftir megrun
Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst
Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu
Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
Kjetkurlssamloka : hamborgari
Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Orkulimur : bensínslanga
Pottormar : spagettí
Ranaryk : neftóbak
Stóra hryllingsbúðin : Kringlan
Tungufoss : málglaður maður
Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun

Látum það verða lokorðin ásamt því að ég veit ekki hvenær von er á næstu færslu.
Er eiginlega ekki að nenna að halda þessu bloggi úti Wink


Ragnar Reykás á ferð um ...kindaslóðir ...krákustíga ...Vestfirði 2008

16-vinkilbeygjur-minniKannski ef og þegar andinn kemur yfir mig skrifa ég niður ferðasöguna.
Sagan yrði í stórum dráttum um ferðina
... upp Bröttubrekku, niður Gemlufellsheiði, um Tröllsháls, sést varla fjörð, er varla fjörður, Óshlíð, Dynjandisheiði, inn þennan fjörð og út hinn fjörðinn, Upp þessa hæð og niður þá næstu, mæta sjálfum sér í kröppum beygjum osfrv.
Vestfirðir eru eiginlega doldið mikið þannig.
Hvar annarstaðar sér maður svona skilti?
Hvað ætli það sé hægt að eyða mörgum stórhættulegum vegarspottum með fjármunina sem eru að fara í göng í gegnum Óshlíð?
Sá vegur allavega á sumrin er ekki neitt nema bara fallegur.
Vona að þeir noti efnið innan úr fjallinu til að fylla upp í eins og einn fjörð eða svo.
Myndi samt ekki sjá högg á vatni.
Mín skoðun á Vestfjörðum var ekkert leyndarmál.
Nú er ég að spá í því hvort ég eigi að skipta um skoðun.
Það má ...mamma sagði það.


Hamraborgin mín... há og fögur...

sumarmyndHugsa að Hamraborgin mín sé Helgafell ofan Hafnarfjarðar.
Fer þangað nokkuð reglulega.
DSC00432Fer samt í Hamraborgina næstum daglega...
Hef ekki farið þangað í stormi eins og í dag samt áður.
Hef ekki heldur skokkað á það áður.
Vá hvað það var góð tilfinning.
Skokka að kvikindinu með einhverja ja...
Allavega 15 metra í fangið...
Á stundum var það þannig að maður náði ekki andanum.
Spennulosun dauðans.
Jogga upp það og rétt setjast niður, skrifa eina stöku í gestabókina.
Njóta útsýnisins í 30 sec og skokka til baka.
Snilldarhreyfing, snilldarútrás og gott að vera í eigin félagsskap Cool

Svo hérna í lokin er mynd af útsýninu af toppnum í vetur þegar ég skellti mér þangað með myndavél.
Ekki alveg ónýtt.
Stefnan er tekin á að klífa Esjuna í sumar.
Skammarlegt að vera ekki búin að klífa stolt Reykvíkinga.
Akrafjallið er einnig komið á to do listann.
En nota bene fjallaferðir eru á dagskránni  þegar veðrið eins og í dag bíður ekki upp á golfiðkun Tounge

Eins og maðurinn sagði:
Bið að heilsa eftir Inga T...

Skellti mér aðeins í Sædýrasafnið eftir vinnu...
Öldugangurinn vegna roks var þvílíkur að fólki var ráðlegt að vera með björgunarhringa í pottunum...
Eins og oft áður var ég að hugsa í pottinum...
Jájá ég geri það líka sko FootinMouth
Hvað finnst ykkur um börn sem eru að leika sér í barnapottinum?
Finnst ykkur að foreldrar eiga að skamma börnin í leik sínum?
Skamma þau fyrir að vera trufla fólkið sem er að liggja og sleikja sólina í barna"hvala"lauginni?
Mér finnst það ekki.
Hey þetta er barnalaug ætluð börnum en ekki hvölum og sænautum til sólbaðaiðkunar.
Langaði að grípa inn í þegar ein "ofur" tillitssöm móðir vildi ekki að barnið væri að leika sér.
Beit í tunguna...
Það er vont að bíta í tunguna...
P.S
Hvað er eiginlega málið með það að liggja í sínu Selspiki í barnalauginni...
Öskra á börnin sem eru að leika sér í lauginni...
Búin að komast að því að ég þoli ekki öskrandi foreldra...
Þeir eru út um allt...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband