21.10.2009 | 14:27
Samskipti mín og Sr. Vigfúsar vegna Sr. Gunnars siðferðisbrotamanns.
Svo nóg var mér um að tíu prestar skyldi styðja Sr. Gunnar Björnsson því miður ennþá prest að ég ákvað að senda sóknarpresti mínum línu og krefjast svars og rökstuðnings frá honum vegna stuðnings hans við siðferðisbrotamanninn Sr. Gunnar.
Ég birti tölvupóstana alveg eins og þeir komu af beljunni.
PÓSTUR 1
Sæll Vigfús,
Mig langar að senda þér mínar hugrenningar um siðferðisbrot Sr. Gunnars.
Því er ég að blanda þér í mínar hugrenningar?
Jú vegna þess að ég bý í Grafarvogi.
Þar er þitt brauð og mín kirkja.
Mér finnst ámælisvert af þér og hinum níu prestunum að halda samstöðufund með presti sem klárlega hefur brotið af sér siðferðislega.
Saga Sr. Gunnars og fortíð er honum ekki til framdráttar.
Að þú sem sóknarprestur minn skulir opinbelega standa með manni sem gerst hefur sekur um slík brot sem Sr. Gunnar hefur gert hleypir í mig illu blóði.
Ég mun aldrei framar stíga fæti mínum inn í þá kirkju sem þú sækir þitt brauð nema þú gragir stuðning þinn við Sr. Gunnar til baka.
Þú átt að vera að þjóna þinni sókn en ekki verja mann með vægast sagt óhreina fortíð.
Hvað á fólk eins og ég að halda?
Mun ég senda börnin mín í fermingarfræðslu til þín?
Nei ekki eftir að opinberlega hafir þú stutt menn sem finnst allt í lagi að sækja huggun til sóknarbarna sinna á þann hátt sem Sr. Gunnar gerir.
Víst er rétt að skv. Hæstarétti er Gunnar ekki dæmdur sekur um kynferðisbrot.
Það er ekki þar með sagt að hann sé saklaus.
Því það er hann ekki.
Ef siðferðiskrafa á preststéttina heldur ekki umfram það sem greinilegt er að þú telur.
Þá er illa komið fyrir þessu skrípi sem þjóðkirkjan virðist vera.
Ég sakna þess að hinir 200 prestar landsins skuli ekki fylkja sér á bakvið Biskup og verja kirkjuna.
Fólkið sem leitar ásjónar kirkjunnar er alltaf mikilvægara en þjónar hennar sbr. þig sjálfan og Sr. Gunnar.
Dragir þú ekki stuðning þinn við Sr. Gunnar til baka opinberlega mun ég leita stuðnings hjá foreldrum í Grafarvogi sem og öðrum íbúum og fara fram á það að þú verður fjarlægður úr kirkjunni okkar.
Því klárlega er ekki í lagi með siðferðismat þitt Vigfús.
kv,
Freyr Hólm
Sóknarbarn í Grafarvogi.
SVAR 1
Það er rétt hjá þér Freyr þú og sóknarbörnin eiga rétt á því að fá svör við þeim spurningum sem þau vilja að presturinn þeirra svari.Þú ert reyndar fyrsta sóknarbarnið sem leitar eftir svari vegan undirskiftar tíu presta vegna málefna sera Gunnars Björnssonar
Þannig var að sera Valgeir Ástráðsson sóknarprestur í Seljasókn kom að máli við mig vegna málefna séra Gunnars sem svo mjög höfðu dregist á langinn
Hann hafði með sér greinagerð hvar ýtt var á að einhver lausn findist bæði fyrir prestinn og söfnuðinn. Einnig væri það miki vægt fyrir þær fjölskyldur er tengdust málefninul. Bent var á dóm Hæstaréttar og allra er að málinu höfðu komið.
Ekki var verið að styðja annhvort Gunnar eða biskupinn. Biskupinn gat þess í gær í fjölmiðlum að þessu skjali hefði ekki verið beint gegn sér, eða á móti eða með öðrum hvorum aðilanum..
Séra Valgeir lagði áherzlu á að fá um tíu presta til að skifa undir , ekki fleiri. Flestir þeirra höfðu verið í stjórn Prestafélags Íslands á einhverjum tíma
Fjóriir úr hópnum verið formenn þess félags. Svo var um þann er þetta ritar.
Undirsrtikað var að þetta bréf væri trúnaðarmál ætti eingöngu að berast til biskups. Hverning það barst til fjölmiðla, sem eins og oft hafa mistúlkað það.
Haldið að við værum eingöngu með öðrum málsaðila, sem er missskilningur
Margir prestart álíta nú , er kirkjuvef okkar, að bréfið hafið flýtt fyrir lausn Þar sera Gunnar hefur verið skipaður til annara starfa er tengjast tónlistarsögu
Kirkjunnar meðal annars . Það er bæn mín að nú geti allir á Selfossi í sátt og friði. Við biðjum Guð að styrkja alla þa´sem þessu viðkvæma máli hafa tengst Með blessunaróskum og kveðjum Vigfús Þór Árnason
PÓSTUR 2
Sæll Vigfús,
Takk fyrir svarið.
Má þá skilja það þannig að þú sért ekki að fylkja þér á bakvið Sr. Gunnar?
Var tilgangur þinn að ýta á eftir þjóðkirkjunni í að leysa úr málum Sr. Gunnars?
Mig vantar samt að fá skýrt svar frá þér við því hvort að þér finnist í lagi að Sr. Gunnar þjóni áfram á Selfossi eftir það sem undan er gengið?
Virðingarfyllst,
Freyr Hólm
SVAR 2
Það er langt síðan að ég sagði að best væri að biðja séraGunnar að taka að sér (þó ég ráði því ekki,) að skrifa tónlistarsögu eða vinna að uppbyggingu hennar -á vegum kirkjunnar. Segir það ekki eitthvað Aðal ósk mín ,bæn eins og okkar allra var og er að *guð hefði gefið að þetta mál hefði aldrei orðið til.
Með blessunaróskum og kveðjum Vigfús Þór
Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
frábært hjá þér að birta þetta,
svei séra Vigfúsi að svara ekki eins og maður, hann er gunga að mínu mati.
Sigríður (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:20
Gott hjá þér að gera þetta opinbert. Eins og ég les úr þessu hefur Vigfús og þau hin á þessum lista, komið Biskupi til að gera eitthvað í málinu en ekki þetta sér Íslenska ,, þetta reddast ". Eftir að hafa lesið þetta breyttist afstaða mín til tíu-manna ( og kvenna,jú þær eru líka menn ) listans. Þarf Biskup að sofa og sitja á gaddabekk til að halda sér vakandi gagnvart málum kirkjunnar ?
Og, ábending til Sigríðar,, lestu færsluna hans Freys aftur,hvert orð "
Björn Jónsson, 22.10.2009 kl. 08:01
Sæll Freyr.
Það er augljóst að sr. Vigfús er ekki að gefa þér skýr svör heldur reynir að snúa útúr. Var ekki sr. Vigfús einn af þeim sem mættu á fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi? Og í bréfinu til biskups segir m.a. orðrétt: "Þó er mikilvægasti þáttur þessa máls ónefndur, en það er sú meðferð og aðbúnaður sem sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, hafa verið búin. (...) Þar teljum við að nóg sé komið." Hvað er þetta annað en að sýna stuðning við sr. Gunnar???
Bréfið má finna hér: http://visir.is/article/20091016/FRETTIR01/504413259
Gangi þér vel með þetta, og í lokin ábending til Björns Jónssonar: ,, lestu færsluna hans Freys aftur,hvert orð "
Nafnlaus (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.