Er auðveldara að gangrýna en framkvæma?

Þessi færsla kemur í framhaldi af athugasemdum ég sem skrifaði á blogg Gísla Bald fyrrum dönsku kennara mína færslu hans má sjá hér: http://gislibal.blog.is/blog/gislibal/entry/953315/
Það er munur á magni og gæðum Gísli.
Það er engin að segja að stjórnvöld hafi ekkert gert.
Vinsamlega réttið upp hönd sá sem frekar hefði viljað sjá fjármagnstekjuskatt hækkaðan frekar en að lánin okkar hækkuðu með sykurskattinum sem samt undanskilur einn stærsta kaupanda að sykri á landinu MS undan vegna þess að þar er verið að tala um mjólkurvörur. Sem eru óhollari en margar aðrar vörur sem skatturinn nær til?
Þau hafa bara ekki gert nóg fyrir almenning.
Það sýnir sig bara best á því hvernig ástandið er.
Að neita því Gísli er barnaskapur eða í versta falli heimska sem fellst í því að fylgja foringjum sínum í blindni. Má jafnvel bera það saman við Stokkhólmseinkennið!!!
Það er bara að sýna sig að Steingrímur, Jón Bjarna og Ögmundur geta ekki hrint framkvæmd stefnumálum sínum og því sem þeir hafa talað fyrir í stjórnarandstöðu.
Hverjum fannst Jón Bjarna koma vel út í viðtalninu í Kastjósi í gær?
Það er minnsta málið að gagnrýna allt og alla en erfiðara að koma með lausnir.
Jákvæðni vs. neikvæðni er ekki alveg málið í dag.
Meira spurning um trúverðugleika og von.
Því miður er það þannig að æ fleiri eru að missa trúna á núverandi stjórn og með því fylgir vonleysi.
Jóhanna Sig á þar ansi stóran hlut að máli því ekki er hún að vinna að því að berja lýðnum kjark og þor í brjóst. Né heldur er hún að tala máli okkar úti í heimi, sem kannki er ágætt ef árangur hennar væri til jafns við Ólaf Ragnar forseta útrásarvíkinga og forréttindapakks.
Ég vil fyrir alla muni að vinstri mönnum takist vel upp í stjórn, betur en hingað til.
Því ekki er betra að hleypa níðingunum(nauðgurum) í sálgæslu fórnarlambsins(X-D og X-B) þó svo að X-S sé ekki alsaklaus af því hruni sem hér var að mínu mati.
Í mínum huga lagast ekki aðstæður heimila og fyrirtækja við það eitt að AGS og Icesave verði landað.
Kannski þá koma þær aðstæður sem íslenskir pólitíkusar segjast þurfa til að geta lagað til í landinu.
Hvað veit ég, ég er bara áhugamaður um þjóðfélagsmál óháð flokkum og línum.
Rannsókn hrunsins gengur of hægt.
Fólk vill sjá árangur af þessum rannsóknum, dóma og refsingar.
Hvers vegna þegar menn í siðleysi og jafnvel að yfirlögðu ráði sbr. Jón Ásgeir og 1998 ehf og Rauðsól stela undan ákv kröfuhöfum má ekki grípa inn í 1, 2 og 3 og stöðva slíka gerninga?
Það er okkur almenningi alveg fyrirmunað að skilja.
Þessir menn eiga ekki að fá að eiga neitt eða stjórna neinum fyrirtækjum hér á landi í framtíðinni.
Eignaupptaka er hlutur sem þarf að koma á sama hversu ólöglegt það er, afturvirk lög ef þarf á að setja til að sækja það sem þessir galgopar hafa stolið undan og færa þessir eignir til okkar sem sitjum í súpunni.
Það þarf að hætta að hugsa þessa hluti út frá því hver er í stjórn og stjórnarandstöðu Gísli það þarf að framkvæma.
Það er ekki hægt að taka neinn einn flokk út úr þessu hringleikahúsi og segja hann hafi patent lausnina Gísli, það er sami rassinn undir öllu þessu liði, það kom berlega í ljós þegar X-O fór eins og hún fór. Í mínum huga er það skýrasta dæmið um það vhersu rotinn og laskaður vinnustaður Alþingi er.
Stjórnlagaþing getur mögulega lagfært það sem lagfæra þarf í lýðræðisátt hvað varðar Alþingi, embættismannakerfið og framkvæmdavaldið.
Er kannski málið að embættismannakerfið á klaknum sé það sterkt að það vinni gegn hugmyndum Alþingismanna?
Getur það verið þess vegna sem þingmenn, ráðherrar og sérstaklega núverandi stjórnarliðar koma sínum stefnumálum ekki áfram?
Maður spyr sig, því ekki er eðlilegt að menn tala fyrir leið A í aðdraganda kosninga en framkvæma svo allt annað.
Skjaldborg tjaldborg er þar skýrasta dæmið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband