14.4.2009 | 13:00
Tómatsósu jólasveinn...
Eitt er það sem ég skil ekki.
Nei leiðrétting.
Það er margt sem ég skil ekki.
Ástþór Magnússon
Hvaða tegund af sápu er það?
Ég skil manninn ekki.
Friður 2000 var rosalega lofandi verkefni hér einu sinni.
En síðan þá hefur hann að mínu mati alveg gjörsamlega skotið yfir markið.
Í dag skil ég málflutning hans á þann veg að Borgarahreyfingin sé hans helsti andstæðingur.
Þar á að vera einhver Herbert í sumarfríi sem Ástþór segir að sé á launum hjá Rúv samhliða stjórnmálaþátttöku.
Ástþór minn það er bara þannig að sumir eru á launum í sumarfríinu sínu.
Þar á meðal er ég.
Ef þú ert að berjast fyrir lýðræði, vilt þjóðinni það besta og hag okkar sem búum þetta land sem mestan.
Láttu þig þá hverfa fyrir fullt of allt af vettvangi fjölmiðla, ljósvakamiðla og netmiðla.
Ef þú bætir því við loforðalistann í kosningunum þá kannski kýs ég þig.
Annars hugnast mér það verulega illa að vera með minnstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslu í gegnum hraðbanka.
Finnst það mjög svo barnaleg hugmynd.
Annað sem ég skil alls ekki.
Hvernig í andskotanum tekst honum að fá fólk til liðs við sig?
Er virkilega svona mikið af klikkhausum á klakanum?
Sjö skiluðu inn framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er von að þú spyrjir
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 13:22
Svona hættu að hugsa um þennan vitleysing, Herbert En þú slærð svo sannarlega tvær flugur í einu höggi með þessum húmor þínum
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að honum hafi t.d. tekist að berja saman lista í norðausturkjördæmi! Rosalega hefur hann þá farið dult með vinnuna í kringum það það Skyldi einhver sértrúarsöfnuðurinn í kjördæminu telja u.þ.b.400 manns
(Æ, það er kannski best að hætta þessu gaspri áður en Freyr ákveður að henda mér út fyrir orðbragðið!)
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:23
Góður Herbert friðar maður.
Rakel það þarf meira en þetta til að þér sé hent út af lýðræðissíðunni minni.
Freyr Hólm Ketilsson, 14.4.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.