Út um græna grundu...

Mér finnst vera vor í loftinu.
Kannski er það bara óskhyggja.
Ef svo þá er það góð óskhyggja.
Mér finnst vorið skemtilegasti og besti tími ársins.
Þegar allt lifnar við og manni fer að hlakka til sumarfrís.

Sól og blíða, golf, línuskautar, hjólatúrar, fjallgöngur, legið og marinerast á sólbekknum, sundlaugarnar osfrv.
Góður draumur maður.

Einu sinni þegar ég var óharðnaður unglingur.
Var samt mjög harður unglingur þannig að þetta er kannski öfugmæli.
Allavega þá rifjaðist þetta upp fyrir mér þegar ég hitti gamlan félaga í vikunni.
Fyrsta helgin í júlí.
Mikið djamm, mikið fjör og fyrsti útborgunardagur sumarhýrunnar.
Á þeim árum tíðkaðist það að unglingar á Akureyri fjölmenntu í Vaglaskóg.
Vá hvað maður á margar góðar minningar þaðan uhh.
Vopnaðir Coca Cola svkísunum sem voru þá á hátindiferils síns lögðum við í hann.
Coca cola skvísurnar komu á eftir jójó-unum, gaman að því.
Reyndar rammhálfir á skellinöðru á leið í Vaglaskóg.
Við náðum ekki einu sinni á Leiruveginn því lögreglan stoppaði okkur á Drottningarbrautinni.
Illu heilli.
Mamma blessunin aumkaði sig yfir unglingana sem "ætluðu" í útilegu án tjalds og tilheyrandi búnaðar!
Keyrði okkur sem lið lá í Vaglaskóg.
Hefur líklega ekki haft hugmynd um hvað beið í Coke skvísunum né hvað búið var að innbyrða.
Í Vaglaskóg enduðum við.
Ég man ekki hvar við sváfum né hvernig við komumst heim, enda aukaatriði á þeim tíma.
Það var gaman á þeim tíma.
En það er skemmtilegra í dag án vafa.

Tilgangur sögunnar ???
Veit ekki don´t drink and drive...
Samanber aumingjans manninn sem lögreglan stoppaði í morgun.
Sá fær móral þegar hann kemst að því hvað gerst hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband