20.2.2009 | 11:07
Á þessum síðustu og verstu...
Um daginn tjáði ég mig reyndar á öðrum vettvangi um það að ég elskaði nammi, snakk og ruslmat.
Síðar þann sama dag sá ég rosalega freistandi tilboð frá Rizzo.
Það tilboð var á stoppistöðvum Strætó.
Allar pizzur á matseðli 1900 kall eða eitthvað svoleiðis.
Ekki þarf að fjölyrða um það að þegar ég kom á staðinn um kvöldið var ekkert tilboð í gangi.
Því spyr ég eins og fávís **** ef þú auglýsir eitthvað gildir þá ekki auglýst verð?
Ég tók ekki eftir því að það væru tímamörk nefnd á auglýsingunni.
Ég er ekki þessi týpa sem hrópa og kalla á torgum ef mér líkar ekki eitthvað.
Mér var kennst í skóla að fyrirtæki tækju því vel að fá kvartanir.
Nú er föstudagur og ég sendi fyrirspurn til Rizzo á mánudag.
Mér hafa engin svör borist.
Ég mun ekki láta bjóða mér að svona sé komið fram við mig sem viðskiptavin.
Það eru margir góðir pizzastaðir sem bjóða þunnbotna pizzur.
Í kvöld ætla ég að fá mér pizzu.
Ég mun ekki fara á Rizzo heldur mun Eldsmiðjan verða fyrir valinu hér eftir.
Neytendur látum ekki bjóða okkur hvað sem er.
Einhverstaðar segir þeir hæfustu munu lifa af.
Í mínum huga er Rizzo ekki í þeim hópi.
Þakka þeim hér með fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.
Vona bara að þarna séu ekki hin frægu íslensku krosseignatengsl til staðar á eignahaldi.
Síðar þann sama dag sá ég rosalega freistandi tilboð frá Rizzo.
Það tilboð var á stoppistöðvum Strætó.
Allar pizzur á matseðli 1900 kall eða eitthvað svoleiðis.
Ekki þarf að fjölyrða um það að þegar ég kom á staðinn um kvöldið var ekkert tilboð í gangi.
Því spyr ég eins og fávís **** ef þú auglýsir eitthvað gildir þá ekki auglýst verð?
Ég tók ekki eftir því að það væru tímamörk nefnd á auglýsingunni.
Ég er ekki þessi týpa sem hrópa og kalla á torgum ef mér líkar ekki eitthvað.
Mér var kennst í skóla að fyrirtæki tækju því vel að fá kvartanir.
Nú er föstudagur og ég sendi fyrirspurn til Rizzo á mánudag.
Mér hafa engin svör borist.
Ég mun ekki láta bjóða mér að svona sé komið fram við mig sem viðskiptavin.
Það eru margir góðir pizzastaðir sem bjóða þunnbotna pizzur.
Í kvöld ætla ég að fá mér pizzu.
Ég mun ekki fara á Rizzo heldur mun Eldsmiðjan verða fyrir valinu hér eftir.
Neytendur látum ekki bjóða okkur hvað sem er.
Einhverstaðar segir þeir hæfustu munu lifa af.
Í mínum huga er Rizzo ekki í þeim hópi.
Þakka þeim hér með fyrir viðskiptin í gegnum tíðina.
Vona bara að þarna séu ekki hin frægu íslensku krosseignatengsl til staðar á eignahaldi.
348% verðmunur á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr! Ánægð með þig ;)
Auður Ösp (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:43
Rétt, Freyr. Maður verður að standa á sínu og þola ekki órétt. Því miður eru alltof margir sem hefðu bara yppt öxlum og haldið áfram að verzla við þann aðilann sem var óheiðarlegur. Alltof margir hefðu hugsað með sér að það munaði hvort sem er engu þó þeir létu af þessum viðskiptum. Málið er að það skiptir máli... þó ekki væri nema fyrir mann sjálfan
Emil Örn Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.