Úlfur... úlfur...

Úlfur, úlfur hrópuðu Sjálfstæðismenn...
og enginn trúði þeim.
Enn hrópa þeir úlfur, úlfur...
Er einhver að trúa þeim? Fyrir utan stuttbuxnadeildina...
Það sýnist mér á fréttaveitum í Evrópu að eftir sé tekið...
Talað um að ekki sé nóg að hér sé efnahagskreppa heldur hafi bæst við stjórnarkreppa...
Ég skil þetta eiginlega þannig að á mánudag hafi verið losað um áratuga stjórnarkreppu gíslingu með Sjálfstæðismenn í broddi fylkingar...
Þeir hafa sagt í gegnum tíðina...
Ef vinstri flokkarnir komast í stjórn ...
...þá verður:

Algert gengishrun.

Hlutabréfamarkaðurinn fellur.

Bankarnir deyja.

Peningar og fólk flýja úr landi.

Verðbólgan fer úr böndunum.

Ríkið þenst út.

Það verða skattahækkanir.

Endilega leiðréttið mig ef þetta hefur ekki átt sér stað nú þegar...
Það má bæta við listann að vild...

Gísli Marteinn og stuttbuxnadeildin í Morfískeppninni.
Geta ekki einu sinni haft opið fyrir athugasemdir á blogginu sínu...
Líkt og lærifaðirinn í svörtu loftum hræðast/forðast almenning.

Stjórnlagaþing ekki alþingiskosningar?
Hvers vegna jú vegna þess að við þurfum:
Nýja og endurbætta stjórnarskrá sem gefur möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvers vegna ekki þjóðaratkvæði?
Ef flokkar eru í umboði þjóðar eiga þeir þá að vera hræddir við að láta þjóðina hafa orðið?
Er það ekki lýðræði.
Þegar Ólafur Ragnar neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin þá var hann ekki að segja þvert NEI heldur að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu... ekki satt?
Davíð Oddson hræddur við vilja þjóðarinnar?
Hvað veit maður... allavega þá drógu þeir frumvarpið til baka.
Værum við betur stödd með fjölmiðlana okkar í dag ef lögin hefðu verið samþykkt?
Mögulega... líklega... en það er eitthvað sem ekki varð...
Við þurfum ný kosningalög.
Hvers vegna?
Jú til þess að brjóta upp verndar og varnarveggi þá sem núverandi flokkar hafa byggt upp í kringum sig og sína.
Ég persónulega vil kjósa forsætisráðherra beinni kosningu.
Ég persónulega vil fá að kjósa þignmenn óháð kjördæmi og flokkum.
Það eru í dag þingmenn í öllum flokkum sem ég gert séð fyrir mér að gefa mitt atkvæði.
Hinsvegar þá er ekki einn einasti flokkur á þingi í dag sem ég get séð fyrir mér að gefa mitt atkvæði.
Sami grautur í sömu skál að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband