Ingjaldsfíflið... all over again...

Já maður spyr sig...
Hreinlega spyr sig...
Er okkur kannski bara betur borgið sem Ingjaldsfíflunum sem við í raun erum?
Bundin við staur úti á túni.
Laus við allar áhyggjur og veraldarvafstur.
Að mörgu leyti er það kannski þægilegt en ekki best.
Aldrei hefur verið talið vænlegt að stýra hlutum með hausinn í sandinum.
Er alvarlega farinn að spá í því að best sé að fá einhvern utanaðkomandi til að stjórna landinu.
Þá er ég að tala um að afsala okkur fullveldinu...
Kannski stór orð...

Ég las tvenn ummæli í gær sem stungu mig alveg hel mikið í augun.

Geir Haarde sagði:
"Svona myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haga sér"
Þessi ummæli féllu í framhaldi af umræðu um að ISG hefði ekki stjórn á flokknum, hann hefði verið stjórnlaus meðan hún var veik.
Nánar er talað um það stjórnleysi.
Jú Geir í hverju var það fólgið?
Flokksfundurinn í Reykjavík!!!
Það var það já.
Þar fóru flokksmenn á bakvið foringja sinn.
"Svona myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haga sér"
Þetta er lýðræði Geir.
Að elta foringja í blindni er ekki lýðræði.
Sjálfstæðisflokkurinn er foringjahollur flokkur.
Kannski er það BARA gott en látum það liggja á milli hluta.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki neinn flokksfund til að hræra í pottinum.
Nú hvers vegna?
Jú þeir hafa Davíð Oddson.
Hversu óheppileg þó ekki sé dýpra í árinni tekið hafa verið hans ummæli eftir að hann hætti (eða þannig) í pólitík?
Frekar vil ég flokk sem hlustar á þjóð sína þó sein sé en flokk sem gengur í krákustígum í blindbyl á eftir foringja sínum.

Ég held að með þessu sé Geir að vara menn í Sjálfstæðisflokknum við.
Hann er ekki að fara neitt.
Þeir skulu því vara sig.

Þessu til stuðnings eru ummæli Bjarna Ben sem langar voða mikið að verða næsti forrystusauður í blindhjarðarflokknum.
Hann segir:
"... nú er einfaldlega tími þar sem hagsmunir þjóðarinnar verða að koma á undan hagsmunum flokksins..."
Já er það.
Þá spyr maður er það þannig dagsdaglega að hagsmunir flokksins koma á undan hagsmunum þjóðarinnar?

Í mínum huga eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins Ingjaldsfífl...

Þannig hefur mér allavega fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa starfað frá því að ég man eftir mér.
Ég er kannski nýgræðingur í mörgum skilningi.
En ég hef fylgst með pólitík úr fjarlægð síðan Stefán Valgeirsson bauð sig fram minnir að það hafi verið 1987 þá var ég 11 ára.

Er mottó Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar kannski:
Slæmir hlutir gerast en það er óþarfi að láta það hafa áhrif á sig.
Fyrir síðustu kosninngar var það:
Þegar öllu er á botnin hvolft Þá er TRAUST efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið.

Svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband