Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt...

Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda í skopskynið.
Bölmóðssýki og brestir var sungið um árið.
Auðvelt að detta í þá pælingu.
Ég er ekki hlynntur ofbeldismótmælum.
En ég er hlynntur mótmælunum.
Vil stjórninga frá.
Fyrir ekki svo löngu vildi ég þjóðstjórn.
Nú er það því miður of seint að tala um.
Fyrir nokkrum mánuðum vildi ég ekki kosningar.
barbie_776619.gifÁ þeim 4 mánuðum sem eru liðnir hefur það breyst.
Stjórnvöld hafa ekkert gert.
Ekkert... ekkert...
Ykkar tími er komin.
Sættið ykkur við það...

Ég er rosalega hræddur um að við séum eingöngu að horfa fram á byrjunina á miklum mótmælum.
Því miður þá er ég hræddur um að eignir verði skemmdar.
Líklegt er að fólk fari að persónugera þetta meira en orðið er.
uppsogn_776620.gifHvað meina ég með því?
Það er auðvelt að komast að því hvar forsætisráðherra býr.
Það er að sama skapi ekki mikið mál að komast að því hvar auðmennirnir hafa aðsetur þegar þeim þóknast að vera á klakanum.
Ég vona innilega að ekki komi til þannig átaka að alvarleg líkamsmeiðsl eða hreinlega dráp eigi sér stað.
Hingað til hefur slíkt þótt fjarstæða ekki satt?
Fólk er gjörsamlega búið að fá nóg.
Ég er fólk og styð mótmælin úr fjarska.

Fyrir mitt leyti segi ég ríkisstjórninni og öðrum lýðræðiskjörnum fulltrúum á Alþingi upp.
obama_776622.gifÉg vil fá að nota lýðræðislegan rétt minn og kjósa.
Nú á meira að segja að neita mér um það!!!

raketta_776623.gif

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og hvað á maður svo að kjósa í nýjum kosningum?

GHA (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Það er eitthvað sem hver og einn verður að gera upp við sig.
Mín von stendur til þess að það verði endurnýjun innan flokkana.
Ég persónulega mun ekki kjósa flokk sem ekki hefur endurnýjað sig.
Vona að flokkunum beri gæfa til þess að losa sig við gömul rotin epli úr sínum röðum.

Freyr Hólm Ketilsson, 22.1.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband