Ýtt úr vör eða tekinn í vör...

Það sem er best við íslenska tungu er fjölbreytileiki málsins.
Sama orðið getur haft mjög breytilega merkingu.
Vör i.e a lip... Vör i.e a dock
Dæmi um það sem ég á við...
Ýta úr vör er t.d að leggja frá landi, sigla af stað... osfrv.
Að taka í vör er eiginlega ekki að leggja bát að landi...
Meira svona að troða andlitið út af tóbaki...
Það er gott segja kunnugir.

En nú eru sko mál þannig vaxin að ég hætti að reykja fyrir u.þ.b ári.
Samt ekki alveg dottið í árið held ég.
Hið besta mál. 
Nema hvað að á síðasta ári fór ég að figta við það að taka í vörina.
Ekki góður ávani það.
Núna þegar ég ligg veikur heima þá langar mig bara í vörina.
Getur verið að það sé hægt að vera ólæknandi nikóntínisti???

Ef svo er þá er ég einn af þeim.

Orð dagsins:
Jórturleður
Nikótín
Tóbak


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband