17.12.2008 | 09:22
Ísland 2-3 mán - Evrópa 2-3 ár
Það er sem betur fer mjög margt sem ég ekki skil.
Margt langar mig hreinlega ekki að skilja.
Held að það sé best fyrir geðheilsu mína að skilja ekki sumt.
En sumt vil ég skilja en skil ekki.
Til dæmis.
Á Íslandi eru menn að gæla við að eftir 2-3 mán verði kreppan liðin hjá.
Gott og vel.
Frábært og alveg æðislegt.
Hvað hafa menn annað fyrir sér í því en vonina?
Á meðan við gælum við mánuði þá er Evrópa að tala um 2-3 ár.
Þá spyr maður sig.
Hvort er líklegra að íslensku efnahagssérfræðingarnir eða þeir erlendu hafi rétt fyrir sér?
Mitt svar klárlega þessir erlendu.
Gaman að sjá að Sjálfstæðismenn eru orðnir manna heitastir fyrir samstarfi við EU.
Verra að það er til að "reyna" sýna fram á það að flokkurinn sé í framþróun og sé ekki virki gamalla gilda og ættartenglsa.
Þeir slá ekki ryki svo létt í augun á mér.
Hausinn á mér er ekki á kafi upp í "stjörnunni" á Davíð og félögum.
En það verður gaman að sjá hvað gerist í þessum málum á næstunni.
Hvað hefur gerst?
Stjórn og stjórnendur Seðlabanka sitja enn.
Ríkisstjórnin er óbreytt enn.
Fjármálaeftirlitið er óbreytt enn.
Fjármálamógúlarnir bíða enn eins og hrægammar yfir landinu til að komast á brunaútsölur.
Enn ekki búið að taka upp eignir þeirra.
Til að toppa allt þá er ég skíthræddur um að flokkamafían sé að fara fella niður skuldir Sægreifanna.
Nýtum tækifærið, tökum af þeim kvótann en skiljum skuldirnar eftir.
Setjum úgerðina á hausinn.
Látum ríkið taka skellinn af því og sitja uppi með kvótann í þjóðarumsjá og framleigjum hann út til útgerða.
Dreifum kvótanum. Látum litlu pleisin hafa sín kíló til að halda uppi byggð.
Ádeila á stjórnmálamenn:
Það þarf ekki mikilmenni til að gera mikla hluti heldur þá sem helga sig verkinu til að geta lokið því.
Í guðanna bænum gerið eitthvað áður en mótmæli á landinu verða þannig að það verði grjótkast að byggingum eða hreinlega eldur borinn að þeim.
Þetta er ekki hótun enda er ég einn af aumingjunum sem styð mótmælin í fjarska.
Þetta er það sem ég óttast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.