4.12.2008 | 09:03
Beinagrindurnar í skápnum...
Já nú er Bleik brugðið...
Davíð er í alvörunni að hóta því að koma til baka í stjórnmál ef hann verði rekinn...
Hann sé með hreina samvisku...
Öllu má nú nafn gefa...
Þarf maður ekki að hafa samvisku til að hún sé hrein?
Ekki skrítið að Geir grami og Solla stirða séu ekki búin að reka hann...
Þau er skíthrædd við karlinn...
Hvorugt vill fyrir sitt litla líf fá hann aftur í stjórnmál...
En bíddu við er þetta ekki þversögn...
Er hann ekki enn í stjórnmálum?
Mitt svar er jú hann fór aldrei úr leikhúsinu...
Þó svo að hann hafi yfirgefið sviðið eftir síðasta leikþátt...
Þá er hann enn baksvið...
Að stjórna, ljósunum, leikurunum, tjöldunum, leikstjórunum bara sáttur við það karlinn svo lengi sem andskotans lýðurinn áttar sig á því að hann veit þetta best, sér fólk ekki að hann er virkilega að gera það besta fyrir okkur.
Þvílíkt vanþakklæti í andskotans lýðnum...
Kann ekki gott að meta...
Það er mandarína í verðlaun fyrir þann sem getur bent á í hvaða bók ég var að vísa hér að ofan...
Nú er mikilvægt sem aldrei áður að hreinsa beinagrindurnar úr skápum okkar.
Og henda þeim á haugana eða brenna þær.
Tryggja að þær poppi ekki upp aftur og ógni okkar.
Það eru fleiri beinagrindur en Davíð í skápnum.
Alsherjarhreingerningu takk.
Athugasemdir
Heyr heyr
Baldvin Jónsson, 4.12.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.