Það er af sem áður var...

Einu sinni fyrir ekki svo ýkja löngu var lítill strákur.
Neinei segi svona.

Ég var að hugsa í gær. Já það gerist.
Hvernig á því stæði að ég væri ekki að missa það yfir þjóðfélagsástandinu.
Þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki alveg skoðanalaus maður.
Hef löngum haft skoðanir á hlutum sem ég hef vit á til jafns við þá hluti sem ég veit ekkert um.
Hef löngum gert í því að æsa menn upp í rökræðum um hluti sem ég hef jafnvel ekki getað borið fram hvað þá meira.
Innri friður og ró (voða hátíðlegt allt saman enda styttist í jólin) hafa fært mér æðruleysi gagnvart mörgu.
Aldrei átti ég von á því að ég yrði meðal rólegri manna ef hér skylli á kreppa.
En ég er eiginlega búin að fá mig fullsaddan af aðgerðarleysi þeirra sem hér stjórna.

Ekki ætla ég að hafa stór orð um getuleysi þeirra eða heimsku.
Hvernig stendur á því að hér er ennþá íslensk króna?
Hvernig stendur á því að hér er ennþá pólitískur seðlabankastjóri sem nýtur stuðnings forsætisráðherra?
Hvernig stendur á því að hér eru sömu aðilar að reisa við landið og felldu það?

Ég vil sjá í þessari viku tilkynningu um að við ætlum að taka upp nýja mynt.
Það að við ætlum að nota þau lán sem við kannski fáum til að byrgja okkar gjaldeyrisvaraforða upp með nýrri mynt í stað þess að reyna það vonlausa verk að endurreisa krónuna.
Það er að kasta perlum fyrir svín að reyna að koma henni á flot aftur.
Við höfum ekki efni á því að bæta við allt að 6 milljörðum Evra í skuldir okkar vegna Krónunnar okkar sálugu.
Ég vil sjá þjóðstjórn hér í þessari viku sem vinnur fyrir landið en ekki flokkinn sinn.
Við þurfum ekki kosningar, það er enginn munur á kúk og skít.
Breið fylking allra flokka á að stjórna okkur út úr þessu.
Ég vil sjá nýja peningamálastefnu og nýja stjórn Seðlabankans.
Ég held að þetta sé eina leiðin ef við eigum að eiga möguleika á því að komast út úr þessu ástandi.

Ef ekki verður af þessu ætla ég með egg niður í bæ á laugardag.

Ég læt ekki bjóða mér að ráðamenn rói okkur á föstudegi og sjáist ekki fyrr en næsta föstudag til að róa okkur aftur.
Ég fell ekki í þá gryfju að trúa einu einasta orði sem frá þeim koma eftir allar lygarnar.
Ég er ekki eins og kona alkóhólista sem trúir því að nú standi hann sig og drekki ekki aftur með þeim hörmungum sem því fylgir.
Er þjóðfélagið sem við búum í svona gegnsýrt af meðvirkni?

Kæru landsmenn snúum bökum saman og sýnum samstöðu.
Skrílslæti kallaði forsætisráðherra mótmælin um síðustu helgi.
Lýðskrum og einræðistilburði kalla ég stjórnunarhætti þá sem hér eru viðhafðir.
Hvort er verra í því sem á að kallast lýðræðisríki?

Hugleiðing dagsins:
Það góða við mistökin er að þau hjálpa þér að sýna öðrum þolinmæði.
Hvernig getur þú sett svona mikið út á aðra fyrir galla þeirra þegar þú hefur svo marga sjálfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var lagið ! svo sammála þér. Nenni ekki að velta mér upp úr kreppunni daglega, en er búinn að fá nóg að getuleysi, spillingu, lygum og vinavæðingu.......fer að grafa upp strísöxina og éta berserkjasveppi.

Kv Ellert Norðurlandsgoði

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband