6.11.2008 | 11:13
Örfréttir af selnum Snorra...
Selurinn Snorri skellti sér í Stóru Hvalalaugina í gær eftir endurbætur á flotbúnaði.
Endurbætur á flotbúnaði fólst í aukningu á flotholtum á miðjum skrokki Snorra.
Aðspurður sagði Snorri það ekki gaman að vera svamla í Laugunum nema þá að hafa eitthvað til að svamla fyrir.
Greinilegt að Snorri hefur nóg að bíta og brenna.
Verst að Snorri vissi ekki um fegurðarsamkeppni feitra og fallegra...
RUB 23 veitingastaðurinn á Akureyri fær 5* í viðleitni þess að auka flot Snorra um síðustu helgi.
Snorri kíkti á heimahagana og var í góðu yfirlæti ekkert blæti á þeim bænum í húsum hótel Mömmu sem klikkar seint.
Draumaréttir á borð við sushi, túnfisk, lambafillet og súkkulaði í fínu formi voru á boðstólnum.
Snorri mælir með RUB 23 sem fæðustöð...
Snorra barst tilboð frá ferðaskrifstofu fyrir sumarið 2009 um daginn...
Slík tilboð koma í umvörpum þessa dagana...
Kannski er þetta það sem koma skal í sumarferðum landans...
Varla þarf mikinn gjaldeyri í þess konar frí...
Speki dagsins:
Málverkið er málað mörgum ólíkum litum, öllum jafnþörfum og mikilvægum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.