Nú heimur versnandi fer... eða hvað

Þeir sem trúa á Karma hoppa væntanlega hæð sína í loft upp þessa dagana.
Hvort sem þeir fylgja Davíðs arminum eða Götustráka arminum.
Ég tilheyri hvorugum.

Mér finnst bara gott að vita ekki hvað mér á að finnast.
Það er lúxus allavega um þessar mundir að mínu mati.
Fávísi getur verið af hinu góða.
Það er staðreynd.

Rétti upp hönd þeir sem treysta Davíð og Geir til að sigla þjóðarskútunni úr þessu ölduróti sem við erum í.
Kannski eru þeir snillingar sem allt í einu geta leyst okkar vandamál.
Mig hlakkar allavega til að sjá hvernig þeir ætla að fara að því að lagfæra gengið.
Mig hlakkar til að sjá að þeir lækki vexti um 5-8% á einu bretti.
Þetta eru aðgerðir sem ég tel að þurfi að gera til a bjarga heimilum landsins.
Frá gjaldþroti hvorki meira né minna.
Við landsmenn getum ekki beðið í margar vikur eða mánuði eftir lausnum fyrir okkur.
Ég með "smá" bílalán sem dæmi, mánaðargreiðslur hækka um 8 þús milli mánaða.
Hvernig ætli þær fjölskydur sem eru með tugþúsunda lán í erlendri mynt vegna fasteignakaupa hafi það?
Ekki öfunda ég þá einstaklinga.

Magnús danaprins er að koma á klakann á fimmtudag.
Verður hjá mér í tíu daga.
Að sjálfsögðu verður brunað beint í Síberíuhérðuðin á föstudeginum.
Maður þarf að athuga hvort maður þurfi að setja undir vetrarbarða fyrir road trippið.

London er búin að vera uppáhaldsborg mín í mörg ár.
Hef heimsótt hana árlega í dágóðan tíma.
Veit ekki hvort ég fæ tækifæri til að heimsækja hana í ár.
Stóra spurningin er kannski mun mér verða óhætt að gefa upp að ég sé íslendingur þegar og ef ég fer þangað.
Kannski er það orðið þannig að það sé betra fyrir okkur að þykjast vera danir eða pólverjar Wink

Í tilefni af fjárkröggum á alþjóoðamörkuðum langar mig að endurvekja skemmtilega orðabók:
Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
Fégirnd: Afbrigðileg kynhneigð (Að girnast sauðfé)
Fjárdráttur: Samræði við kind
Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé
Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé eða fjárhús
Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé
Fjármagn: Þegar margar ær koma saman
Fjárhús: banki
Fjárglæfrar: gapalegur rekstur á fé í fjöllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bullukolla

Það er bara hið fínasta veður í Síberíunni núna.

Má ég bæta við orðaforðann ?  Yfirdráttur : dráttur sem gerir þig fráhverfan kynlífi.

Bullukolla, 8.10.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Þarf ég vetrardekk?

Freyr Hólm Ketilsson, 8.10.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Bullukolla

Nei, nei hér er allt autt eins og á brazilískri kynbombu ;)

Bullukolla, 8.10.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband