25.9.2008 | 08:49
Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera drukkna...
Glymur úr öðru hverju húsi þessi dægrin.
Var í göngutúr í gærkvöldi í huga mér.
Frá öðru hvoru húsi heyrðist Svanasöngur.
Áttaði mig ekki á því fyrr en í morgun hvað um var að vera.
Þegar ég kom að rúðum bíls míns fallega hrímuðum.
Áttaði ég mig á því að söngur gærdagsins var Svanasöngur krónunnar.
Eitt er klárt að upptaka Evru er ekki valmöguleiki eins og staðan er.
Auk þess að það leysir ekki þann vanda sem er hér.
En hvernig stendur á því að forystumenn eða fólk almennt minnist ekki á:
Tengingu við Evruna...
Er það ekki möguleiki fyrir okkur?
Minnist þess að Geir og Grani í ríkisstjórninni töluðu um það í vor að
"Talað væri um að gengið væri í jafnvægi í 135 stigum ehv svoleiðis"
Við skyldum bara vera róleg og leyfa þessari gengisleiðréttingu að ganga yfir.
OK nú erum við aldeilis búin að vera róleg.
Krefst þess að heyra SMELL frá stjórnarráðinu þegar hausinn á Geir skýst úr rassgatinu á honum.
Hann getur hvergi annar staðar verið.
Nema jú kannski hann sé í því að koma okkur í öryggisráðið.
Ekki má nú gleyma mikilvægi þess fyrir heimilin í landinu og pyngju okkar ;)
Rétti upp hönd sem væri til í að fá handvirka gengislagfæringu á A la kommunistar og láta setja gengið fast í kringum 135 stig.
Ríkið borgar brúsann.
Þeir eru jú búnir að vera "safna í kornhlöðu" "sanka að sér til mögru árana" osfrv.
Mikið er ég þakklátur í dag fyrir að vera einungis með um 1mkr lán í erlendri mynt.
Veit bara hve mikið afborgarnir af því hafa hækkað.
Býð ekki í það ef ég væri með 20 - 50mkr á húsi...
Þá erum við að tala um sjitt og sjæse...
Speki dagsins:
Það er betra að reyna og mistakast en þora aldrei neinu...
Hugleiðing dagsins:
Að hafa trú á einhverjum sem aðrir hafa sniðgengið er leið til að öðlast tryggan vin sem ber traust til þín...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.