ÞARF ríkið að bjarga bönkunum?

Nei ekki að svo stöddu.
Svo segja sérfræðingarnir...
Það er staðreynd.
Meðan bankarnir eru að skila hagnaði þá hljóta þeir að vera auka eigið fé.
Ekki satt?
En hvað gerist þegar bankarnir hætta að skila hagnaði?
Það kemur að því.
Það er að mínu mati staðreynd.
Bara spurning um tíma.
Staðreyndin er nefnilega sú að bankarnir hafa einungis verið að skila gengishagnaði.
Einhverra hluta vegna þá er ekki lengur hagnaður af fjárfestingastarsemi bankanna Cool
Það þarf ekki hagfræðing til að sjá það.
Spurningin er líka hvað geta bankarnir skilað gengishagnaði lengi?
Hvað eiga bankarnir stóran hlut í "leiðréttingu" gengisins?
Ég held að bankarnir geti ekki "lagfært" gengið mikið meira.
En hvað veit ég?

Ef allt fer á versta veg...
Gefum okkur það.
Segjum að ég eigi 20.000.000.- í bankanum(já ég veit líklegt)
Ríkið ábyrgist ekki nema að hámarki 2.000.000.-
Þannig að ég tapa 18.000.000.- ekki satt?
En hvað ef bankinn minn rúllar og ég skulda honum 20.000.000.-
Ég kemst ekki upp með að borga "þrotabúinu" 2.000.000.-
Sanngjarnt ekki satt...

Hvað ætli greyið bankarnir þurfi að setja mikið á svokallaðan afskriftareikning í ár?
Hvað ætli bankarnir komi til með að afskrifa mikið í ár?
Það er rosalega stór og mikilvæg spurning í þessari breytu.
Hvað geta bankarnir afskrifað mikið án þess að rúlla yfir?
Hversu margra milljarða virði í hlutabréfum ætli þeir hafi undir höndum eða geti réttara sagt innkallið veð sitt í?

Eigið fé bankanna má ekki fara niður fyrir 8%.
Eigið fé Glitnis er í dag 11%.
Hvað ætli það séu margir milljarðar þar í milli?
Er hið óhugsandi handan við hornið?
Geir(grani) forsætisráðherra segir að svo sé ekki.
Hér sé hagvöxtur.

Er þessi Evru umræða orðinn að þráhyggju hjá landanum?
Upptaka Evru mun ekki laga ástandið.
Ekki upptakan ein og sér.
En til framtóðar hlýtur sama fólk að sjá að það er meiri von um stöðugleika með tengingu eða upptöku við Evruna.
Vona að fólk sé að átta sig á því að vandinn er ekki eingöngu það að vera með IKR.
Evran væri reyndar ekki búin að falla um 40%
Lánin okkar væru ekki búin að hækka í sama hlutfalli.
Hehe...
Bankarnir væru ekki að skila gengishagnaði Gasp
Hverjar ætli séu raunhæfar breytingar á genginu til baka?
Er raunhæft að vona að gengið gangi til baka?
Eða sitjum við bara uppi með hærri lán?
Þráhyggja er kaldur vinur...
Vekur ótta og kvíða...
Hugsa að þráhyggjan sé jafninnvinkluð í landann eins og verðtrygging og háir vextir...

Fyrir venjulegt fólk er nánast vonlaust að átta sig á stöðunni.
Fyrir sérfræðinga er líka vonlaust að átta sig á stöðunni.
Það eina sem fólk veit er að haustlægðirnar eru farnar að banka létt á glugga.
Eða kannski ekki svo létt...

Speki dagsins:
Dragið fyrir...
Kveikið á kerti...
Knúsið makann...
Slakið á í sófanum...
Því að horfa á kvikmynd er góð skemmtun...
Gerum eins og ríkisstjórnin...
Bíðum af okkur veðrið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara nokkuð íhugunarverðar vangaveltur. Banki á Íslandi hefur innbyggðan svonefndan einstreymisloka.

Árni Gunnarsson, 16.9.2008 kl. 22:52

2 identicon

Alltaf skemmtilegar pælingar hjá kallinum..........þráhyggja Sjallana við því að neita okkur um ESB og evruna, kostar heimilin í landinu milljarða og fólkið borgar og blæðir. Við sitjum bara þetta af okkur á meðan að Davíð ræður enn í Sjálfstæðisfl og á meðan hann lifir....borgum bara og þegjum. Enda stutt í þrælseðlið.

Kv Ellert (sem er þrátt fyrir allt, glettilega bjartsýnn)

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband