Lífið er verkefni(lottery)... og ég tek þátt í því

Það er stóra verkefnið.
Ég held það að svo megi með sanni segja.
Verkefni lífsins er að taka þátt í því.
Sumir eru þannig að þeir eru þátttakendur, gerendur og jafnvel sigurvegarar.
Aðrir eru meðspilarar, enn aðrir áhorfendur og svo höfum við fórnarlömb.
Miklu dýpri og fleiri gerðir mannfólks eru í lífinu.
Skemmtilegt leikrit þetta líf.
Hver fléttan á fætur annari kemur í ljós.
Spurt er hver leikstýrir, Ég? Þú? eða *BÍB*?
Maður spyr sig.
Kannski háfleygar hugsanir snemma dags...
Einhver staðar stendur svo lengi lærir sem lifir.
Er það?
Ég spyr, gerir það þig að betri manni eða að bitrum manni þegar hlutirnir fara úrskeiðis?
Ég held nefnilega að góður árangur sé yndislegur, en við megum ekki vanmeta gildi mistakanna.
Ég held að ég hafi í gegnum lífið lært mikið meira af mistökunum en góður árangur hafi nokkurn tíma kennt mér.
Oft segir fólk, Ég er þakklátur ... *BÍB*
Hvenær er ég þakklátur?
Hvað þarf til að ég sé þakklátur?
Sagt er að þakklæti færi manni blessun og hamingju.
Ég held að blessunin sniðgangi þá sem kvarta og kveina og eru aldrei ánægðir.
Fórnarlömb njóta í mínum huga sjaldan blessunar.
Ég er ekki og ætla ekki að vera fórnarlamb.

Amen á eftir efninu.

P.S
Sonur minn þá 5ra ára spurði mig eitt sinn að loknum kvöldbænum.
Pabbi hvað þýðir AMEN?
Hmm pabbinn kannski ekki alveg guðræknasti maður í heimi... hrökk við.
Hvað þýðir AMEN?
Það vildi svo vel til að ég var með símanúmer hjá góðum presti við hendina.
Svarið kom med det samme.
AMEN þýðir að "ENDINGU" var mér sagt.
Sonurinn fékk að vita merkingu AMEN næsta morgun.
Þá leið mér eins og sigurvegara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held ég muni þegar hann spurði hvað það þýðir:) svo sætt
Sjáumst;)

ps, ég fæ stöð 2 Múhahaha

Sigurlaug (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hehe Litla sys...
Ég vissi að þú myndir massa þetta.
Það var aldrei spurning

Freyr Hólm Ketilsson, 27.8.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband