Upp úr öskustónni reis hann gylltur og fagur.

Sumir öfundast yfir öllu sem aðrir eiga, hafa eða fá.
Hvernig stendur á því að við þurfum alltaf að vera mest eða best?
Hvers vegna sættir fólk sig ekki við meðalmennsku?
Hvers vegna er sett út á einstaklinga sem sætta sig við meðalmennsku?
Hver er ég að dæma hvað sé meðalmennska og hvað ekki?
Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn...

Skil til dæmis ekki almennilega hvernig tónlist getur verið góð eða slæm.
Hvað er eiginlega málið með það.
Erum við ekki að tala um að "gæði" tónlistar séu persónubundin?
Hvaða rétt hef ég til að segja að rapp t.d sé krapp...
þó að ég hlusti ekki á það...
Pabbi minn kallakókið sýpur...

Má ég biðja ykkur um að svara einni spurningu?
Þið gestir þessarar síðu, vinsamlega svarið henni þá bara nafnlaust ef þið eruð of feimin.

Þekkir þú eh-n eða veist um eh-n alvarlega veikan sjúkling(t.d krabbamein eða slíkt) sem hefur neitað að taka lyfin sín(lyf í föstu formi)?

Flash back dagsins:
Einu sinni dreymdi mig um að vera leikstjóri.
Stjórna öllu heila klabbinu á sýningunni, ljósunum, textanum, hreyfingum, tímasetningum osfrv.
Ég gæli reglulega við það enn að vera leikstjóri.
Það er ekki draumur minn í dag að vera leikstjóri.
Hugsa að ég sé miklu betri sem einn af "the foot soldiers"

Hugleiðing/Speki dagsins:

Ef þú þarft á björgunarhring að halda skaltu ekki setja út á hvernig hann kemst til þín... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband