14.8.2008 | 09:49
Öfugsnúð... á röngunni... frá Ö - A... eða bara súkkulaðisnúð...
Sumir hafa þörf fyrir að tjá sig.
Það er oft jákvætt.
Mönnum og konum er misjafnlega gefið að geta tjáð sig á frambærilegan hátt.
Jafnt í skrifuðu máli sem mæltu.
Fólk er misgott og mishæft í mannlegum samskiptum.
Það er bara þannig.
Sjáið td bara borgarstjórann okkar... bíddu nú við hver er það aftur núna?
Nei segi svona...
Mér finnst að þeir sem þurfa að tjá sig eins og þessi örugglega ágæti bloggari ættu að telja upp á 10 og líta aðeins inn á við.
Eða á mannamáli taka helvítis hausinn út úr sínu menntasnobbs rassgati...
Hver er tilgangur hans með þessu bloggi?
Þessi umræða og athugasemdir sem henni fylgja, hvet ykkur til að skoða þær minna óneitanlega mikið á "son" Henry Birgis Gunnarssonar hann Bol Bolsson sem var á mbl blogginu og gerði allt vitlaust hérna í fyrra.
Endilega skoðið hvað um er að ræða:
http://blogg.visir.is/stebbivaldi/2008/08/12/drofn-osp-mengar-eyjublogg/
Ef þetta er grínlaust þá er það mín skoðun að síðuhaldari eigi við krankleika að stríða.
Allavega óendanlega lítið af umburðarlyndi sem fyllt er upp í með ómældu magni af hroka.
Hvað segir það um einstakling að hann hætti að lesa vef eða bloggsetur vegna þess að þar er einn aðili sem skrifar ekki eins og honum líkar.
Það er ekki eins og um persónuníð(ý) endilega leiðréttið mig) eða annað slíkt sé að ræða á því bloggi.
Slíkt fólk kalla ég heimskt fólk
Einu sinni var mér sagt að í fyrndinni hefði Heimskur maður verið maður sem var ósigldur.
Fyrir hina fáfróðu þýðir það að hann hafði ekki erlendis komið.
Erlendis as in útlönd
Hérna má svo sjá síðuna hennar DD eða what ever hennar name is
http://eyjan.is/goto/dd_unit/
Er hægt að klikka út á annan hátt en:
Hvern andskotann ert þú að tjá þig um þetta Freyr
Get a fökking læf mar
Að lokum speki/hugleiðing dagsins:
Bjartsýnin á ekki að gera þig blindan á vandamálin heldur hjálpa þér við að finna lausnina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.