13.8.2008 | 09:01
Í upphafi skal endinn skoða... og ef þér líst ekki á... þá hætta við...
Jæja já þá er sumarfrí búið og gamla góða "venjan" tekin við.
Nenni ekki að rifja fríið upp þá saknar maður þess bara.
Annars var það alveg æðislegt út í gegn.
Góður tími á Akureyri og Spáni með Magnúsi danakóngi.
Man eftir því þegar ég var í vaktavinnu í "den" hvað mig óaði við því að vera þessi 9-17 gaur.
Fæ svona nettan kjánahroll þegar ég hugsa til þess.
Fara í búðina með "kerlingunni" eftir vinnu.
Heim að elda matinn.
Borða matinn.
Ganga frá eftir matinn.
Setjast og horfa á fréttirnar.
Bursta tennurnar.
Alliubba á sengekanten.
Fara að sofa.
Þetta er ferkantað líf.
Hvernig veit maður hvort maður er ferkantaður eða ekki?
Ef maður er ferkantaður er rósrauður bjarmi yfir sporöskjulöguðu lífinu og vice versa.
Hljómar eins og ehv tilvistarkreppa þegar maður les þetta.
Svo er nú aldeilis ekki...
Glaumur og gleði einkenna lífið.
Sumarið búið að vera draumi líkast og maður bíður spenntur eftir haustinu með margbreytileika sínum í yndislegum skrúða litrófsins.
Hver er sinnar fuc**** gæfu smiður.
Það er staðreynd.
Eymd er valkostur.
Minnsta málið að vera fúll á móti með allt á hornum sér ef það er vilji til.
Á sama hátt er minnsta málið að vera með Sólheimaglott af gleði day in day out
Sá á kvölina sem á völina...
Skellti mér í ansi góðan línuskauta trylling í gærkvöldi.
Fossvogurinn og Elliðaárdalurinn lagðir eins og þeir lögðu sig.
Gott að geta hreyft sig úti í stað þess að vera alltaf í Hvalalauginni.
Mér finnst spurning um að láta þá sem ráða yfir gatnagerð prófa að fara suma stígana sem manni er ætlað að vera á.
Hreinlega til skammar sumir hverjir.
Furðulegt að íslendingar heilsa helst ekki þegar þeir mæta fólki á götu.
Það heilsaði mér engin af fyrra bragði.
Hmm kannski er þetta ehv persónulegt?
Paranoja? nei það getur ekki verið...
Speki dagsins:
Það stoðar lítið að skammast út af sprungnu dekki...
Nkl maður verður að gera ehv í málunum.
Frasi...
Farsi...
eða einfaldlega fars
Skiptir ekki máli svo lengi sem það virkar...
Athugasemdir
Já að vera svona 9-17 gaur... ég er alvarlega að spá í að leitst eftir því að vera 9-17 gaur .... er búinn að vera 20-08 gaur núna í nokkurn tíma og er að verða frekar leiður á því.. enda vissi ég að ég myndi nú ekki tolla lengi á þessum blessuðum næturvöktum.. ég meina hver gerir það.....
en skemmtilega uppsett hjá þér meistari..... já og sumarfríið búið hérna megin líka.... ferkantaða lífið " almost" byrjað á ný...
eigðu virkilega góða daga meistari
Gísli Torfi, 13.8.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.