25.7.2008 | 10:34
Adam og Eva með kynningu í Grímsey
Gárungarnir segja að titringurinn sem er búin að vera við Grímsey síðustu daga sé til komin vegna kynningar á nýju haustlínunni frá Adam og Evu.
Veit ekki hvað skal segja meira um það.
En greinilegt að eitthvað er um að vera.
Línuskautar, pikknikk, sundferðir, bíltúrar í sveitina og heimsóknir til vina og vandamanna er það sem helst hefur borið á mína daga síðustu daga.
Að kunna að slaka á:
Það er eitthvað sem ég er að reyna læra.
Reyndar búin að vera í því námi nú í nokkur ár.
Stefni nú samt á útskrift áður en ég verð fullorðinn sko.
En einhverra hluta vegna þá á ég ekki auðvelt með að slaka á þegar ég er í fríi.
Finn að þetta er aðeins að koma.
Fróður maður sagði einu sinni að maður yrði bara einfaldlega að sleppa.
Það er minnsta málið að sleppa.
Bara ekki grípa aftur.
Það er málið.
Þar hitti skrattinn ömmu sína:
Ég elska ömmur mínar.
Báðar jafnmikið eins ólíkar og þær eru.
En hvað er málið með að skrattinn hitti ömmu sína.
Eru ömmu svona vondar?
Á ekki skrattinn að vera vondur og vera ljóti karlinn?
Er þá ekki frekar absúrd að láta hann hitta ömmu sína.
Frekar að hann ætti að hitta tengdamóður sína eða ehv slíkt.
Jafnvel bara fyrrverandi...
Í að ég held ennþá allavega dýrustu sundlaug landsins hefur mér þótt gott að slaka á í gegnum tíðina.
Það er búið.
Kannski er maður svona vanafastur bara.
En allavega þá er Rostungatjörnin á Akureyri ekkert í líkingu við Hvalalaugina mína heima.
Eins og ég heyrði eina konu tala um í einu af suðukerinu í gær.
Ég held að ég sé að verða komin á ehv aldur...
Uhh dá já það eru allir á ehv aldri ekki satt.
Nei málið var að hún var svo fegin að vera komin heim úr sumarfríi.
Greinilega heimakær kona þar á ferð.
Ég hef einu sinni farið í almennilegt sumarfrí.
Ég var fegin að koma heim.
Núna er ég fegin að vera í fríi...
Og ælta að njóta þess...
Athugasemdir
Dem, hefði ekki átt að fara í dótabúðina í Barcelona. Njóttu frí-sins og hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 26.7.2008 kl. 02:10
Hææ frændi, hvernig væri svo að fara smala öllum frænkunum í heimsókn einhverntímann í náinni framtíð :)
og já ég elska ömmu líka voða mikið:)
Hafðu það gott í fríinu þínu og bið að heilsa litla kút.
Lára María (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.