Sumarið er tími útivistar og hins ljúfa lífs...

Það eru orð að sanni.
Maður "nennir" engan veginn að hanga inni yfir sumartímann.
Með herkjum fylgist maður með EM í fótbolta.
Golfvöllurinn, fjöllinn og náttúran ásamt hvalalauginni eiga hug manns allan.
Hvað gerist það betra en akkurat það.
Ég hef verið að spyrja mig að því.
Of oft hefur asninn ég haldið grasið grænna hinu megin.
Hinu megin hvers?
Bara hinu megin almennt.
Sjaldnast hefur það verið nema fjarska grænt.
Sinan blessuð tekur oft yfir Tounge
Sáttur og sæll hlakkar mig til að takast á við komandi helgi.
Hún felur í sér útivist og hreyfingu.
Það sem veitir mér mesta ánægju.
Ekki ónýtt það.
... eða hvað?
... hyllir í eitthvað grænt þarna í fjarska?

Í tilefni föstudags kemur smá léttmeti:
Atvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum
Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut
Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti
Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
Djöfladjús : brenndir drykkir
Dragtardrós : kona sem gengur í dragt
Endurholdgun : að fitna eftir megrun
Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst
Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu
Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
Kjetkurlssamloka : hamborgari
Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Orkulimur : bensínslanga
Pottormar : spagettí
Ranaryk : neftóbak
Stóra hryllingsbúðin : Kringlan
Tungufoss : málglaður maður
Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun

Látum það verða lokorðin ásamt því að ég veit ekki hvenær von er á næstu færslu.
Er eiginlega ekki að nenna að halda þessu bloggi úti Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Skelltu þér út gaur!! Sko þegar boltinn er búinn. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.6.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband