Hamraborgin mín... há og fögur...

sumarmyndHugsa að Hamraborgin mín sé Helgafell ofan Hafnarfjarðar.
Fer þangað nokkuð reglulega.
DSC00432Fer samt í Hamraborgina næstum daglega...
Hef ekki farið þangað í stormi eins og í dag samt áður.
Hef ekki heldur skokkað á það áður.
Vá hvað það var góð tilfinning.
Skokka að kvikindinu með einhverja ja...
Allavega 15 metra í fangið...
Á stundum var það þannig að maður náði ekki andanum.
Spennulosun dauðans.
Jogga upp það og rétt setjast niður, skrifa eina stöku í gestabókina.
Njóta útsýnisins í 30 sec og skokka til baka.
Snilldarhreyfing, snilldarútrás og gott að vera í eigin félagsskap Cool

Svo hérna í lokin er mynd af útsýninu af toppnum í vetur þegar ég skellti mér þangað með myndavél.
Ekki alveg ónýtt.
Stefnan er tekin á að klífa Esjuna í sumar.
Skammarlegt að vera ekki búin að klífa stolt Reykvíkinga.
Akrafjallið er einnig komið á to do listann.
En nota bene fjallaferðir eru á dagskránni  þegar veðrið eins og í dag bíður ekki upp á golfiðkun Tounge

Eins og maðurinn sagði:
Bið að heilsa eftir Inga T...

Skellti mér aðeins í Sædýrasafnið eftir vinnu...
Öldugangurinn vegna roks var þvílíkur að fólki var ráðlegt að vera með björgunarhringa í pottunum...
Eins og oft áður var ég að hugsa í pottinum...
Jájá ég geri það líka sko FootinMouth
Hvað finnst ykkur um börn sem eru að leika sér í barnapottinum?
Finnst ykkur að foreldrar eiga að skamma börnin í leik sínum?
Skamma þau fyrir að vera trufla fólkið sem er að liggja og sleikja sólina í barna"hvala"lauginni?
Mér finnst það ekki.
Hey þetta er barnalaug ætluð börnum en ekki hvölum og sænautum til sólbaðaiðkunar.
Langaði að grípa inn í þegar ein "ofur" tillitssöm móðir vildi ekki að barnið væri að leika sér.
Beit í tunguna...
Það er vont að bíta í tunguna...
P.S
Hvað er eiginlega málið með það að liggja í sínu Selspiki í barnalauginni...
Öskra á börnin sem eru að leika sér í lauginni...
Búin að komast að því að ég þoli ekki öskrandi foreldra...
Þeir eru út um allt...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr orð í tíma töluð.

Kv Ellert

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Fiðrildi

Mikið rétt Freyr . . . lenti sjálf í rökræðum við einn akfeitan rostung í Kópavoginum í gær.  Hann þoldi ekki að fá vatnsgusur í augun því hann var með linsur   Hvað eru þessi dýr að þvælast í sund

Fiðrildi, 5.6.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Akfeitan rostung...
Arna ertu með fordóma gegn rostungum
Eigum við kannski bara að skjóta hann eins og ís-Bjössa á Króknum...

Freyr Hólm Ketilsson, 6.6.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Fiðrildi

Já . . góð hugmynd og stoppa hann upp því hann var einstakur sinnar tegundar

Fiðrildi, 7.6.2008 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband