Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí where art thou?

Mannshugurinn er þannig allavega minn að það er nauðsynlegt að hafa gulrót.
Gulrót til að hlakka til.
Gulrót til að sækjast eftir.
Ég á poka af gulrótum.
Kaupi þær eiginlega í hverri viku.
Finnst þessar litlu bestar.
Baby carrots er það ekki?
Engin perraskapur á bakvið það.
Eða hvað...
Neinei ekkert svoleiðis í gangi.
Aðalgulrótin mín núna er sumarfrí.
Ég fer í sumarfrí í lok júlí.
Mér finnst rosalega langt þangað til.
Þannig að nú verður maður bara að taka þetta eins og þegar maður var barn og beið eftir jólunum.
Enn er gert grín að mér í fjölskylduboðum vegna komu jólanna.
Þannig var það að ég 5 eða 6 ára beið náttúrulega spenntur eftr komu þessara blessuðu jóla.
Þegar kirkjuklukkurnar byrjuðu að slá jólin inn að venju klukkan 18 hljóp ég til dyra til að taka á móti þeim.
Engin jól í dyragættinni.
En jólin komu nú samt.
Sem betur fer.
Mig hlakkar ekki bara til komu sumarfrísins til þess að fara í frí.
Ónei ég er í skemmtilegri vinnu sem mig hlakkar til að mæta í á hverjum degi.
Þegar ég fer í sumarfrí kemur ormurinn minn hann Magnús Hólm í heimsókn frá Danmörku.
Aldrei hefur liðið svona langt í milli þess sem við hittumst.
Sjitt og sjæse það var í janúar... 

Þessi mynd af erfðaprinsinum var tekin þegar ég heimsótti hann í október síðastliðnum.
Nú er ég að fara senda honum pakka.
Og hvað viltu að sé í honum Magnús minn.
Bara allt nema lakkrís.
Aðrir fjölskyldumeðlimir taka fegins hendi á móti afskurði frá Apollo.
Semsagt íslenskt nammi í lange baner.

 

 
Annars er golfvertíðin á fullu.
Ég fer yfirleitt beint á völlinn eftir vinnu.
Það er samt ekki að sjá á árangrinum.
Annað hvort er ég með óraunhæfar kröfur á mig.
Nei það getur ekki verið, ekki ég Wink
Eða þá að ég ætti að fara meira á æfingasvæðið eftir vinnu.
Hugsa að það geti vel verið.

brjostaholdÍ tilefni af föstudeginum síðasta degi maí mánaðar.
Smá hugleiðing á léttu nótunum...

Búin að vera mikið í sundi í vor.
Hef verið að velta fyrir mér baráttu sænskra kvenna.
Snýst um það að fá að vera berbrjósta í sundi.
Það er í lagi mín vegna sko...
Finnst hinsvegar að margir karlmenn ættu að hugleiða það að nýta sér brjóstahöld...
Tek það skýrt fram að ég þarf ekki einu sinni íþróttatopp sjálfur Cool

En það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Miklu betri mynd af þér drengur   Sumarið verður gott hjá öllum fyrrverandi Akureyringum !

Fiðrildi, 30.5.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Takk takk

Já klárlega gott sumar í vændum eða er það vændi? 

Freyr Hólm Ketilsson, 30.5.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Fiðrildi

 . . bæði örugglega ef þú vilt  en ekki blanda mér í það !

Fiðrildi, 1.6.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband