28.5.2008 | 14:27
Draumahelgin að baki...
Það má alveg segja að ég hafi fengið þá athygli sem ég kallaði eftir í fyrri færslu.
Fékk eiginlega nettann kjánahroll þegar ég las færsluna aftur.
En what is done is done.
Má eiginlega segja að ég hafi átt draumhelgi eða svona eins nálægt og hægt er að komast að svo stöddu.
Það var óvissuferð með vinnunni á laugardaginn.
Sannkölluð draumaferð.
Byrjuðum daginn snemma, það var mæting klukkan 09 í vinnuna.
Þaðan var haldið austur fyrir fjall.
Reyndar með viðkomu í Jósepsdalnum.
Já þar sem torfærurnar eru/voru haldnar.
Þar var farið á fjórhjól, vá hvað maður var 14-15 ára aftur.
Auðvitað kom upp svona smá "pissukeppni" hjá okkur strákunum.
Endaði með því að guide-inn skammaði mig.
Þá fyrst varð ég 15 aftur
Þaðan var haldið til Hveragerðis þar sem keyptar voru nokkrar stórir Aspir.
Þær voru um eða yfir 2 metrar.
Frekar athyglisvert að keyra með þær um bæinn út um glugga og skott.
Þar fengum við athygli það er klárt.
Stefnan var að planta þeim á golfvellinum.
Með því að "jarða" þær þar vorum við að kolefnisjafna eins og við lofuðum í auglýsingaherferð í vetur.
Sú herferð vakti athygli hjá góðri konu með græna fingur og skap rauðsokku.
Þannig að nú er samviskan hrein við búin að standa okkar plikt(er það skrifað svona?).
Að lokinni frábærri máltíð á veitingastað var haldið að Hvítá.
Þar var farið í rafting.
VÁ hvað það var skemmtilegt.
Ég litla músin hélt að þetta væri lífshættulegt.
Sjitt hvað mig kveið fyrir.
Sver það að ég hugsaði það á leiðinni niður að ánni að gott væri ef springi nú bara á bílnum eða púnkteraði eins og við Akureyringar segjum gjarna.
Ekki sprakk á bílnum og allir komust heilir um borð í bátana.
Strax við fyrstu flúðir byrjaði fjörið, ég sat fremst í bátnum, og fékk þvílíku gusuna yfir mig.
Ískalt vatnið fyllti öll vit. Það var eins og það hefði verið kveikt á mér adrenalínið skaust í gang og ég vildi meira.
Í miðri ferð c.a skelltum við okkur í land þar sem þessi líka fíni klettur var.
Hugsa að hann hafi allavega verið 5 metra eða jafnvel alveg 8 metra hár.
Hann var allavega hærri en ég kærði mig um.
Þeir sem mig þekkja vita að ég fer helst ekki upp á stól til að skipta um peru vegna lofthræðslu.
Þegar eina konan í vinnufélaga hópnum lét sig hafa það að stökkva gátum við strákarnir ekki hlaupið undan merkjum.
Ég stökk VÁ hvað það var gaman annað adrenalín kikk um líkamann.
Nú er stefnan tekin á Bakkaflöt í Skagafirði í sumar.
Þar sem áin er öll eins og fyrstu flúðirnar.
Mig langar í meira action.
The beast is awake.
Við komum í bæinn rétt fyrir 19 þannig að maður varð að hafa hraðar hendur í sturtunni til að ná Eurovison flutningi okkar íslendinga.
Frábær matur og góð skemmtun heima hjá "bossinum" þrátt fyrir að allir væri gjörsamlega búnir á því eftir daginn.
Ég skrölti heim rétt upp úr miðnætti, komst semsagt ekki á dansgólfið hjá Palla á Nasa eins og ég ætlaði mér.
Meiri djammarinn ég.
Það eru þessir dagar sem gera lífið eins skemmtilegt og það er.
Ekki það að grár hversdagsleikinn er góður mjög góður.
Annað minna skemmtilegt en samt hluti af gráum hversdeginum er að taka bensín á bílinn.
Venjulegur fólksbíll enginn hákur en samt...
Níuþúsundíslenskarkrónur 9.000.- rúmar.
Hvað má gera fyrir níu þúsund krónur.
Jú það eru níu ferðir í bíó er það ekki?
Tæp flugfargjald erlendis með IE aðra leið.
Það er góður kostur.
Það er u.þ.b einnþriðji 1/3 af erótísku nuddi sem mér var boðið um daginn klukkan 02:30.
Sá sem var svo hugulsamur að skrá mig í þá þjónustu hefur ekki enn þorað að viðurkenna þann gjörning eða koma fram undir nafni.
Viðurkenni það fúslega að sá grikkur var góður. Mjög góður.
Verst að maður skyldi ekki láta sér detta það í hug sjálfur.
En svona er maður takmarkaður.
Tveir kunningjar voru að snakka saman.
Annar í sambandi og hinn einhleypur.
Einn hlaupari sem sagt.
Sá sem í sambandi var var að lýsa hugarórum sínum að fá sína heittelskuðu með sér í 3some.
Draumur sem sá maður hafði borið með sér lengi.
Sá þeirra sem einnhleypur var fljótur að svara.
3some, 2some eða hvaða some sem er ég er maður í það.
Er orðinn assgoti þreyttur á að vera handsome...
Gáta dagsins...
Hvernig verður maður maur?
Speki eða íhugun dagsins...
Mennirnir líta á hið ytra en Guð grandskoðar hjartað.
Já há svo mörg voru þau orð.
Lifið heil.
Athugasemdir
Vá flott ferð! Ég á einmitt eftir að prófa rafting, er reyndar hrædd við að drukkna en mig langar í kikkið. Á örugglega eftir að prófa þetta einn góðan veðurdag, fyllist jú ákveðnu öryggi... "fyrst þú gast þetta - þá get ég þetta"
Á ekkert svar við gátunni... hmm...
Spekin er svo sönn...
Svandís Rós, 28.5.2008 kl. 14:53
Glæsilegasta ferð hjá ykkur. Já, pældu með 9.000 kagglinum, úff. Hvar fæst sona ódýrt erótískt nudd?? Langar ekkert að prófa sko. Hafðu það gott pal.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.5.2008 kl. 16:38
ég fer í rafting í Skagafirði á næsta ári í 10.bekkjar ferðinni:D hlakka til;o)
sigurlaug (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:12
Tekur burt ð. Viðbjórslega gaman ar stökkva svona í ár. Gerrum þar nokkrum sinnum þegar ég var ar vinna fyrir austan ar stökkva í Eyvindarána. En jafn lofthrætt fólk og vir þarf vissulega tíma til að peppa sig upp í svona vitleysu. Hvernig er þar brórir sæll, hefur þú gert svo hugrakkur ar fara í fallturn? Þar fer lofthrærslan af star.
reyjinn (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:22
Já Svandís rafting er snilld, skora á alla að prófa það.
Gummi minn ef þig vantar nr. hafðu þá bara samband.
Lillauj mín ég ætla sko að faraí Skagafjörð á þessu ári.
Er alveg húkkt á þessu.
Já maurinn minn það er rétt hjá þér.
Þetta Ð leysi minnir mann á vinkonu sína hana Önnu snilling á Hesteyri.
Uhh nei ég hef ekki farið enn í fallturn, lílega aðeins of edrú í tivoli-unum hingað til.
En það er hægt að peppa mann upp í allt , það er bara svoleiðis.
Freyr Hólm Ketilsson, 29.5.2008 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.