16.5.2008 | 11:38
Það stóð stutt yfir þetta árið...(sumarið)
Já kannski var maður aðeins of fljótur á sér að hrósa sumarkomunni í gær.
Allavega náði ég aðeins lit þetta sumarið.
Það kom í ljós þegar roðinn dofnaði.
Athugið ég sagði dofnaði... nú er ég bara ljósrauður...
Hmm skyldi leynast í mér Íri...
Maður spyr sig.
Það væri óðs manns æði að reyna skrifa eitthvað um þjóðfélagsmálin.
Eins mikið og mig langar að skrifa um:
Vörubílstjórana, bensínverðið, Umsókn Stefáns Pálssonar sem varnarmálastjóra eða ehv slíkt.
Það er reyndar eitt besta djók ársins að mínu mati.
Ólaf F Magnússon sem á bágt það er landi og lýð ljóst og meira að segja sjálfstæðismönnum líka en því miður þá eru þeir í þumalputtaskrúfunni hans því þeir eru svo sólgnir í völd, nafna hans Jakob Frímann og þann darraðadans.
Björn Bjarnason yfirhershöfðingja Íslands, sérsveitina hans og síðast en ekki síst Evrópusambandið og skoðanir Sjalla á því.
Hvað er það sem menn óttast í því að ræða málin?
Ég skil ekki hvers vegna má ekki ræða þetta. Landbúnaðarmál eru eitt, standa mér reyndar nærri en það er annað mál. Samt sem áður þó að þau standi mér nærri þá veit ég að hagur bænda mun eki versna við inngöngu í ESB.
Jú jú hingað mun koma ódýrara kjöt en hingað munu líka koma styrkir sem ekki hefur verið minnst einu orði á.
Það er ekki þannig að hingað muni bara koma kjöt og afurðir sem landinn munu hamstra, ESB virkar nefnilega í báðar áttir.
ESB er meira en bara ódýrar kjúklingabringur.
Er ekki verið að tala um að við séum nú í dag að innleiða allt að 70% af löggjöf sambandsins?
Hvað er málið með að fórna sjálfstæði okkar erum við ekki búin að því?
Þurftum kannski að horfa aðeins inn á við og skoða það sem við erum búin að gera okkur sjálfum.
Sbr Ingva frænda svínabónda í gær að mig minnir þar sem hann er að tala um að verslanirnar hafa skilarétt á kjöti.
Það sem ekki selst fyrir "síðasta söludag" fer aftur í vinnslurnar.
Hvaða ógnarvald hafa matvörukeðjurnar á framleiðendum?
Kannski ættum við að spyrja okkur að því hvort að staðan væri svona ef við hefðum verið í ESB.
Allt að 60% markaðshlutdeild hér á landi þykir jú kannski ámælisvert.
Í Bretlandi er verið að hafa áhyggjur af 30% markaðshlutdeild.
Eitt skil ég ekki alveg.
Hef reyndar aldrei skilið það.
Hef oft spurt Sjálfstæðismenn hvers vegna þeir standi alltaf á bakvið sína menn sama hvað á gengur.
Maður verður að styðja sína menn í mótbyr líka er oftast svarið sem ég fæ.
Uhh mótbyr OK það er málefnalegt.
Í mínum huga þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í mótbyr síðan ég man eftir mér.
Hvernig geta menn staðið sína plyggt á bakvið menn eins og Davíð Oddsson með sín fjölmiðlalög, eftirlaunalög og eru enn að tala um hve mikill maður hann sé nú í Seðlabankanum með heimsmet í vöxtum og tæplega 12% verðbólgu.
Hvað hefur sá maður gert gott og rétt?
Borgarstjórnarmálin eru nú alveg til að kóróna mína skoðun á þessum valdasjúklingum sem þarna virðast ríða rækjum nei ég meina ráða ríkjum.
Hvernig geta menn staðið á bakvið þennan óskunda sem borgarstjórnarflokkur X-D hefur verið að kalla yfir borgarbúa, mér er ómögulegt að skilja það.
Hvers konar samviska er það að geta sagts vera sjálfstæðismaður og styðja þessa aðila í þeirra opinberu störfum?
Ekki hef ég slíka samvisku.
Einu sinni fannst mér Frjálslyndi flokkurinn áhugaverður flokkur.
Hann kom með nokkru offorsi inn í umræðuna um kvótann á sínum tíma.
Geri nokkuð vel að koma sér inn á þing sem á sínum tíma einsmálefnisflokkur eins og þeir kallast.
Þeir hafa verið með svona hvað skal segja jaðarmál sem aðalmál.
Þeir hafa verið rosalega ötulir í umræðu um innflytjendur, margir halda því fram að þeir séu á móti innflytjendum. Kannski er það þannig.
Fyrir síðustu kosningar skoðaði ég hvað þeir höfðu fram að færa um innflytjenda mál.
Skemmst frá því að segja að ég var ansi mikið sammála þeim.
Tek það skýrt fram að ég er ekki rasisti né hef ég nokkuð á móti útlendingum.
Það er ljóst að það þarf að huga að mörgu þegar tekið er á móti flóttamönnum, vanda þarf til verka.
Auðveldara er að klúðra því en að takast vel til.
Eru ekki allir sammála því að við viljum að okkar innflytjendur læra íslensku sama hvort þeir eru flóttamenn eða ekki?
Hvernig er hægt að aðlagast nýju landi og hefðum ef maður lærir ekki hefðir og tungu landsins?
Það sem ég las úr málefnum X-F á sínum tíma var nákvæmlega þetta.
Það þarf að útbúa umgjörð fyrir innflytjendur til þess að hægt sé að taka sómasamlega á móti þeim.
Á einhvern ótrúlegan hátt tókst X-F ekki að draga það fram í ljósið í aðdraganda kosninga, þeir voru stimplaðir sem útlendingahatarar sem þeir kannski eru? Allavega þá virðist þeim takast vel upp að halda uppteknum hætti með að vera ljóti karlinn í málefnum innflytjenda nú síðast á Skaganum þar sem varaformaðurinn opinberar *ritskoðað* sína.
Kannski ég ætti að bjóða mig fram sem PR tengil fyrir þá.
Þá gæti ég verið eins og Ómar Vald og farið í mál við þá sem ekki eru sammála mér og hafa skoðanir á mér og mínum skrifum.
Aldrei skal mér takast það sem ég ætla ég ætlaði ekki að skrifa um þessi þjóðfélagsmál.
Læt þessar hugrenningar samt standa fyrst þær eru komnar hér og klikka út með föstudagsbrandara.
Er ekki vel við hæfi að vera með neðanmittisbrandara svona á föstudegi?
Reykvíkingur(og restin af landinu), Akureyingur og Hafnfirðingur
voru saman á bar þegar þessari spurningu var kastað fram.
Af hverju er karlmaðurinn með kóng á typpinu
Reykvíkingurinn svaraði: Það er til að veita manninum meiri ánægju.
Akureyringurinn svaraði: Nei, nei, nei hann er til að veita konunni meiri ánægju.
Nei, nei, nei þið hafið báðir rangt fyrir ykkur
Sagði Hafnfirðingurinn Hann er svo að hendinn renni ekki af.
Svo spyr maður hvaðan ert þú? Ég veit hvaðan ég er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.