Já sæll erótískt nudd...

Alltaf skal það vera eitthvað sem kemur manni á óvart í lífinu.
Það er eins víst og að sólin kemur upp í austri.
Veit ekki hver hefur verið að hrekkja mig núna.
En hrekkurinn er góður og snjall.
Finnst mér allavega.
Hefði reyndar orðið betri ef ég væri í sambandi og með mína heittelskuðu við hlið mér þegar síminn hringdi.
Þá hefði ég í ofanálag verið í vondum málum.
Allavega mjög líklega...
Um klukkan hálf þrjú í nótt.
Ring ring...
Ég: djöll mar komin morgun strax, nýsofnaður að mér fannst.
Konan á línunni: Já sæll, hefur þú áhuga á erótísku nuddi?
Ég: Ha hvað meinar þú?
Konan á línunni: Já þú gafst mér upp nr. þitt...
Ég: Uhh nei það hef ég ekki gert.
Nú hlýtur einhver að vera fíflast í mér sagði ég við hana.
Hvað kostar nuddið?
Konan á línunni: 20 - 30.000 fer eftir því hvað er innifalið.
Ég: (hugsi) Skyldi heimsending vera í boði?
(hugsa enn dýpra) djöll skal sá sem þennan greiða gerði mér fá hann til baka.
Nei veistu ég held ekki hef engan áhuga á svoleiðis.
Konan á línunni: Ok þakka þér fyrir.

Einhverrra hluta vegna lá ég andvaka á eftir.
Skil ekki af hverju Tounge
Fór svo að hugsa...
Hvaða manneskja með vott af heilbrigðri hugsun hringir um miðja nótt og bíður erótískt nudd?
Ætli æskilegur tími til hringinga hafi verið skráður af "vini" mínum?
Það gæti líka verið.
What goes around comes around...
Munið það kæru vinir mínir...

Heilsaði engum í gær sem ég var ekki alveg pottþéttur á að væri nákvæmlega sá sem viðkomandi ætti að vera.
Sá samt þokkalega eftir því eftir legu í pottunum eftir ræktina í gær.
Sá þar manneskju sem ég kannaðist svona líka rosalega við.
Mannglöggur ég með eindæmum ákvað að taka ekki sjensinn.
Enn minnugur síðustu skipta sem ég hef heilsað fólki.
Viðkomandi heilsaði ekki.
Kannski var viðkomandi ekki viðkomandi.
Heldur einhver allt annar.
En bikiní-ið var flott um það er ekki deilt.

Um það leyti og svo hann býr á því leiti.
Íslenskufræðingar sem ramba hér inn endilega upplýsið mig um málnotkun leyti/leiti.
Gróa á leiti er staður ég kem um það leyti er tími.
Er það rétt hjá mér skulið að þannig á það að vera?
Er alltaf eitt N á eftir A-i í lysingarorðum, sem dæmi hressan í stað hressann?
Mér er mikið í mun að skrifa rétta íslensku og legg ég mig í líma við það.
Fátt leiðinlegra en að fá email huhh tölvupóst sem allt er morandi í stafsetningarvillum.
Hér kemur eitt smá dæmi um hvað ég er að tala:
Nei annars kemst ekki í gegnum ritskoðun Cool
Kannski þegar ég er orðinn samviskulaus(ari)

Getraun dagsins:
Hvers vegna eru sumar konur með bletti milli augnanna?(hindú)

Þunglyndi dagsins:
Hárgreiðslu konan sagði við "vin minn" þú veist að það er svo líka alveg hægt að taka það allt mjög stutt þá sést þetta mjög lítið!
"vinur minn" sagði, hvað áttu við?
Málið dautt svo tók við black out hjá honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Mér dettur helst í hug gamli góði Elli :).   En hurru . . . ekki varst þetta þú í heita pottinum ?  

Fiðrildi, 7.5.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Sæl Arna,

Já hann kemur sterkur inn sem candidat, hugsa að hann sé samt ekki sekur.
Ég er alltaf í heita pottinum á hverjum degi eftir hverja æfingu.

Freyr Hólm Ketilsson, 7.5.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Fiðrildi

 . . . og bara bikiníið var í lagi  . . . ég hringdi samt ekki.

Fiðrildi, 7.5.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Já, erótíkskt nudd segiru. Ég segi PASS. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 8.5.2008 kl. 00:15

5 identicon

Ætlaði alltaf að vera búinn að segja þetta.  Ef það er ekkert N fyrir konur þá fá kallar eitt N en ef konur fá eitt N þá fá kallar tvö.  Samanber:  um Hressa Konu, um Hressan Mann.  Þannig fer ég í það minnsta með þetta.

reyjinn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband