5.5.2008 | 14:44
I´m still alive...
Kannski frekar Ironic/kaldhæðin fyrirsögn en það er bara ég.
Vona að ég komi ekki óþægilega við kauninn á neinum með henni.
Kaldhæðni er skemmtilegt form sem ég er mikið fyrir að nýta mér.
Segja má að kaldhæðni mín sé blanda af annars vegar vörn og því að setja hlutina upp á humorískan hátt.
Lífið er töluvert miklu bærilegra séð með kaldhæðnum humor en með köldum raunveruleikanum(oft allavega).
Ef maður veit hvenær maður getur verið kaldhæðinn þá er það list.
Veit að stundum hef ég komið óþægilega við kauninn á fólki með tvíræðni og kaldhæðni minni.
Þannig er bara að vera ég alltaf gaman...
Man eftir skemmtilegu slogani sem ég man ekki hvar ég sá en það er svona:
Lyst fyrir list. Fyrirtæki að norðan ef ég man rétt sem mér er fyrirmunað að muna hvað heitir.
Það er enginn kaldhæðni í mínum huga vaðandi lífið og dauðann í dag né síðustu daga.
Þrátt fyrir fyrirsögnina.
Ég átti æðislegan afa sem lést á föstudaginn síðasta.
Hann var að mörgu leyti mín fyrirmynd í lífinu.
Mér finnst kannski ekki við hæfi hérna að segja meira um þetta mál.
Kannski að ég komi með minningargrein hérna inn þegar og ef hún verður kláruð.
Eins og gefur að skilja þá hafa margar hugsanir skotist í gegnum huga minn síðustu daga.
Veit ekki í hve miklu magni það er við hæfi að setja þær hér fram.
Spurning um að fá einhvern góðan aðila til að ritskoða sjálfan sig á síns eigins bloggi.
Eitt sem mér hefur verið hugleikið öðru fremur.
Hef reyndar oft hugsað út í þetta.
En hef þá alltaf verið hinu megin borðsins.
Hver er munurinn á því að samhryggjast fólki eða votta því samúð sína?
Ef maður er að samhryggjast er maður þá ekki að syrgja með viðkomandi?
Á sama hátt ef maður vottar samúð sína er maður þá ekki að tjá viðkomandi að maður skilji líðan viðkomandi?
Eins og svo oft áður þá spyr maður sjálfan sig.
Hver kannast ekki við að heilsa fólki og byrja að spjalla.
Væntanlega allir.
Ég hugsa að ég eigi ja allavega íslandsmet ef ekki heimsmet í því að fara mannavillt.
Veit ekki hverju um er að kenna.
Hvort ég svona svakalega ómannglöggur eða hvað.
Allavega þá heilsaði ég síðast "gömlum" skólafélaga á föstudagskvöldið.
Vildi svo vel til að viðkomandi var óvart ekki sá sem hann "átti" að vera.
Fyrr um daginn ákvað ég að heilsa ekki viðskiptavini okkar.
Minnugur þess hve ómannglöggur ég er.
Hann heilsaði af fyrrabragði.
Kannski það sé bara uppskriftin að þessu.
Láta viðkomandi heilsa ef hann vill heilsa.
Ég lít reyndar þannig á að ég sé svo social og kurteis að ég verði að heilsa fólki ef ég þekki það.
Tel mig nefnilega ótrúlegt en satt vera kurteisan.
Spurning um að endurskoða það?
Sá viðkomandi í ræktinni á laugardagsmorguninn, heilsaði honum ekki þar sem ég var nr.1 ekki viss um að hann væri hann og nr.2 var atvik föstudagskvöldsins mér enn í fersku minni.
Viðkomandi kom á fund í morgun til mín og ég byrjaði á því að spyrja hann hvort hann hefði verið í ræktinni á laugardagsmorguninn.
Svarið var já.
Eg afsakaði mig í bak og fyrir og fór með ævisögu mína í því að gera mig að kjána með því að heilsa "vitlausu" fólki.
Hugsa að ég haldi áfram að hugsa mig tvisvar um áður en ég heilsa "þér" og "ykkur" hinum á förnum vegi.
Hvað með það þó fólki finnist maður vera eitthvað merkilegur með sig ef maður heilsar ekki.
Ég veit betur, það er það sem blívar, ekki satt?
Ætli það sé ekki best að nota tækifærið og skila kveðju til allra sem ég hef ekki heilsað og hafa ekki hilsað mér heldur á víðavangi.
Alltaf gaman að sjá ykkur
Athugasemdir
Gaman að sjá að þú ert enn á lífi kaggl. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.5.2008 kl. 21:31
afi þinn var rugludallur...
reyjinn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.