Leti eða áhugaleysi...

Stundum er það þannig að maður er ekki alveg að nenna þessu.
Það er bara þannig.
Núna t.d er ég ekki búin að vera nenna að blogga.
Hinsvegar þá hrannast upp gullkornin í huga mér þegar ég leggst á koddann á kvöldin.
Þyrfti að fá mér diktafón til að koma þessum rosalega heimspekilegu vangaveltum blað.
Shit maður þá fyrst myndi karlarnir í hvítu sloppunum koma.

Hvernig stendur á því að það er ALLTAF
eitt vínber skemmt í hverjum klasa?
Man ekki eftir því að hafa keypt vínberjaklasa án þess að fá eitt skemmt með.
Keypti mér vínber i hádeginu.
Er það þannig í lífinu að það er alltaf eitt skemmt inn á milli?
Er eitthvað eitt skemmt í þínu lífi?

Vá hvað sumir láta vörubílstjórana fara í taugarnar á sér.
Ef það er þannig að fíflunum er farið að fjölga í kringum mig.
Þá er eitthvað að.
Þá þarf ekki naflaskoðun heldur naflahreinsun.
Fer reglulega í svoleiðis.
Spurning hvort það séu snyrtistofur sem taki slíkt að sér?
Þarf að tjékka á því.

En hvernig er það hafa bílstjórar enn skilning og meðaumkvun landsmanna eftir átökin í dag og atburði undanfarið?
Búum við í lögregluríki eða er lögreglan að vernda hagsmuni almennings?
Hvað finnst þér?

Smá spaug úr rolluorðabókinni góðu:
Vegafé: stakar kindur í vegkantinum….
Að giftast til fjár: Að giftast bónda
Uppbótarfé: Seinni tvílembingurinn.
Auka fjármagn: Þrílembingurinn
Þenslufé: Fjórlembingar
Óæskilegt viðbótafjármagn: Aðkomukindur
Fjárþröng: Rétt (þar sem þrengt er að fé)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði bílstjórar og lögreglumenn hafa orðið sér til skammar með þessum degi.  En hvorugir samt jafn mikið og fíflin sem mættu á svæðið eingöngu til að vera með vesen og læti.  Man sérstaklega eftir einum stelpuhálfvita sem var þarna að kasta eggjum og þegar fréttamaður spurði hana hvað hún væri að gera þarna þá sagðist hún ekki vita það.  Fyrir utan náttúrulega hálfvitann sem fannst það góð hugmynd að grýta steini inn í hóp lögreglumanna með piparúða og kylfur.

Verst er að manni finnst að lögreglan ætti nú að vera þeir sem hefðu smá yfirvegun.  En það hefur svo sem aldrei virst vera einkenni sem er mikils metið þegar lögreglumenn eru ráðnir.

Er hins vegar sammála því að þetta lítur ákaflega grunsamlega út.  Lögreglan búin að vera ekkert nema kammó og svo allt í einu er víkingasveitin mætt í málið.  Hverjar eru líkurnar á því að það hafi ekki komið skipun lengst að ofan (BB) um að taka hart á þessum málum?  Ég ætla í það minnsta ekki að gera ráð fyrir því að  

reyjinn (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:32

2 identicon

dohh... heimski takki

Ætlaði að segja.

...málum? Veit ekki hvort að þeir haldi virkilega að þetta eigi eftir að gera bílstjóra hlýðnari og ólíklegri til mótmæla. Ég ætla í það minnsta ekki að gera ráð fyrir því að fara eitt né neitt í bíl 1. maí. Geri ráð fyrir að allar helstu umferðargötur verði tepptar.

reyjinn (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þú ert skemmtilegur bloggari, gaman þegar þú nennir þessu

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Já Reginn minn eins og við bræðurnir segjum:
"fólk er fífl"

Takk fyrir það Nanna

Freyr Hólm Ketilsson, 5.5.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband