Vá hvað sumt á stundum vel við.

Er nú ekkki mikill stjörnufræðingur.
Þekki t.d ekki eitt einasta stjörnumerki á okkar ýðilfagra himni.
Get samt alveg gleymt mér við að horfa á norðurljósin þegar þú bjóða upp í dans.
Slíkt er alveg útflutningsvara það er bara þannig.
Einhverra hluta vegna les ég alltaf stjörnuspánna mína á mbl.is
Í dag segir:

"Það er ekkert skordýraeitur sem vinnur á ferðbakteríunni þinni.
Undanfarið minnir hún þig í sífellu á hinn stóra heim sem bíður þín.
Af stað!"

Já sæll.
Eigum við að ræða það eitthvað.
Það er búið að vera þvílíka útþráin í mér núna í nokkrar vikur.
Spurning hvort þetta sé ekki bara merkið sem maður þarf til að frífa sig af stað.

Meira á hinum óáþreifanlegu nótum.
Ég hef aldrei farið til miðils eða spákonu.
Hef alltaf veriði lítið eitt hræddur við það.
Ekki það að ég sé guðhræddur maður að eðlisfari.
Samt það er eitthvað við það sem mig óar við.
Ég var "neyddur" til þess um daginn að láta spá fyrir mér.
Bæði í spil og einnig í lófa.
Útkoman áhugaverð þó ekki sé meira sagt.
En alveg furðulegt hvað viðkomandi gat séð um mann.
Hluti sem enginn hérna megin andaheima á að vita nema ég sjálfur.
Fannst þetta frekar creapy en samt mjög spennandi.
Hugsa að ég eigi eftir að skella mér aftur og þá án þess að vera með vökult auga vakandi yfir hægri öxlina.

Meira um rollur:
Grímsá: Kind í eigu Gríms
Langá: Einstaklega löng kind
Norðurá: Kind að norðan
Rangá: Kind tekin í misgripum
Þjórfé: Drykkfelldar ær
Þverá: Þrjósk kind
Fébætur: ull lögð á víð og dreif í haga

Algjört rembudjók:
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?
Engan, bjórinn á að vera opinn þegar hún kemur með hann.

Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan sig í biðröðinni á féló?
Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi.

Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn?
Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.

Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja eitthvað gáfulegt? Hún
Byrjar setninguna á “Vitur maður sagði eitt sinn við mig…”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallinn búinn að láta spá fyrir sér..þetta er alltaf frekar furðulegt að fara í gegnum þetta. Frekar forvitnilegt og pínu krípí.

Næsta mál er að fara til miðils :) það er létt skerí.......það að amma manns sé að vakta mann....já sæll. Þar fór kynlífið um allt hús fyrir bý. Bara undir sæng og slökkt, annars gæti amma séð hehe.

Kv Ellert

Ellert guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband