9.4.2008 | 16:32
1, 3 , 5, 7, 9 næst kemur tíu...
Jæja gott að kunna að telja upp að tíu.
Stundum kemur það sér einstaklega vel.
Eins og í dag.
Þá taldi ég meira að segja 1, 3, 5, 7, 9 og 10...
Var semsagt a flýta mér að telja.
Reyndi aftur og tókst að gera það rétt.
Það væri gaman að vita hve hátt maður væri búin að telja samtals
ef maður leggði alla talningu upp á tíu saman i gegnum tíðina.
Hugsa að ég kunni ekki að telja svo hátt.
Viska dagsins:
Þolinmæði er dyggð...
Ye right
Var í ræktinni í gær og reyndar í fyrradag líka.
Varla í frásögur færandi.
Nema hvað.
Í salnum í fyrradag er þessi líka rosalega skutla.
Líkust því að hún hafi verið búin til á tilraunastofu en ekki getin af manni og konu.
Töluvert var af fólki í ræktinni eins og alltaf.
Ekki var mikið af lýsisbræpslu tækjum á lausu handa drottningunni.
Hún greinilega setti það ekki fyrir sig.
Skellti sér bara á bilaða skíðavél þar sem ekkert var hægt að stilla hraða eða átak.
Hamaðist þar í sínum síð dökkhærða tilraunastofu heimi.
Þaðan hoppaði hún á hlaupabretti ská fyrir framan mig. "ekki ónýtt það"
En þá byrjaði fjörið sko...
Munið þið eftir sögunni þegar ég sagði ykkur að ég hafi dottið á hlaupabretti?
Bara tek það fram að það kemur þessu máli ekkert við...
Silikon og Botox er búið að vera mikið í umræðunni.
Getið þið ímyndað ykkur kvenmann á hlaupabretti á 8km hraða(semsagt léttu skokki)
og það hreyfist ekkert á viðkomandi...
Hvorki rass, magi, læri, brjóst eða annar útbúnaður?
Hún var svo fyllt greyið konan af bætiefnum greinilega að það haggaðist ekki á henni
nokkur einasti skapaður(í orðsins fyllstu merkingu) hlutur.
Varirnar á henni voru eins og eitthvað slys.
Hreyfðust ekki þegar hún talaði og ég er handviss um að þetta er eina manneskjan sem ég hef
hitt sem getur kyngt án þess að það sjáist nokkur svipbrigði á munni.
Þvílíkt var stífelsið...
Það besta við það var að í gær var hún líka í ræktinni.
Nema bara ljóshærð...
Já sæll...
Á meðan skokkaði ég með minn venjulega hristing og hugsaði með mér.
Ætti maður að skella sér í uppfærslu á skrokknum?
Hugsa ekki...
En mikið verður ógeðslega gott að fara og hristast í ræktinni eftir talningar dagsins...
Gáta dagsins:
Um hvað er ort?
Fyrir angan, áfram fer
Fíngert fortjald hefur
þakið þanið, þreytan ver
þarna einhver sefur
Um hvað er spurt?
Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund.
Hver er ég?
Athugasemdir
Hef ekki glóru um þessa gátu. Er ljóska. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 9.4.2008 kl. 22:30
Svarið við fyrri gátunni er: .... Barnavagn.
Þú ætlar þó ekki að fara að "spranga um" með einn slíkan?
Bara forvitni
Barba-stelpa (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 00:09
Já fyrri gátan er barnavagn.
Nei það er ekki á planinu að spranga um með barnavagn á næstunni.
Hafið þið ekki hugmynd um seinni gátuna?
Þar er spurt um hjólbörur...
Lifiði heil.
P.S litli bróðir ertu hættur að commenta?
"Kærleiki er að biðjast afsökunar"
Sorry
Freyr Hólm Ketilsson, 10.4.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.