8.4.2008 | 08:51
Út um víðan völl er betra að hafa víðan...
Suma daga er maður ekki upplagður.
Það er bara þannig.
Samt er það ekki þannig að ég bloggi bara til að blogga síður en svo.
Yfirleitt er ég að koma einhverjum skilaboðum á framfæri.
Það hefur orðið til þess að valda oft á tíðum miklum misskilningi.
Sumir halda að lífið snúist um þá.
Það er bara þannig.
Um hvað snýs lífið annars?
Snýst það ekki bara um að borga skatta og skyldur vera nýtur þjóðfélagsþegn
koma börnum á legg til að þau geti borgað skatta og skyldur og látið hjólin snúast?
Neikvæður?
Nei alls ekki
Neita því alfarið...
Hafið þið heyrt um manninn sem framdi listgjörning á Norður-pólnum?
Gjörningurinn snerist um það að snúa sér örhægt í hring.
Öfugan hring á móti sólargangi semsagt.
Ástæðan eða tilgangurinn kannski frekar.
Jú að vera á móti restinni af heiminum í einn sólarhring.
Hvað er þetta annað en athyglisýki?
Maður spyr sig.
En maður talar samt ekki um að fremja listgjörning er það?
Eins og maðurinn hafi framið glæp...
Stebba-bloggarar þessa lands skilst mér að sé nýyrði.
Ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér.
Allt í góðu mín vegna að endurskrifa fréttir eins og téður Stebbi gerir.
Ég hef ekkert út á það að setja.
Ég kýs að lesa sum blogg og önnur ekki.
Því tvíræðnari og meiri humor þeimmun betri að mínu mati.
Það sem ég skil ekki alveg eru allir bloggararnir sem eru að setja kannski 5-15 færslur inn á dag.
Sumir eru að vinna og sumir ekki.
Hvernig fara þeir að þessu sem eru að vinna.
Er þeim borgað fyrir að blogga?
Mér skilst að ráðningarskrifstofur séu farnar að spyrja viðmælendur sína að því hvort þeir bloggi.
Ekki skrítið að það orðið þannig þegar sumir eru atvinnubloggarar.
Þessu er ekki beint að neinum einum sérstökum bara almenn vangavelta.
Erum við að tala um að mótmæli atvinnubílstjóra séu gengin út í öfgar?
Það er farið að skjóta á þá.
Er álit almennings að snúast gegn þeim?
Er það að virka hjá stjórnmálamönnum að ignora mótmælendur?
Eiga atvinnubílstjórarar að grípa til róttækari aðgerða?
Það er helst í fréttum annars að ekkert er að frétta af ömmu Dreka.
"kerran" enn í geymslu og sú gamla bíður eftir sumrinu eins og við hin.
Uppfærslur af henni munu birtast hér um leið og eitthvað gerist í hennar lífi.
Áróður dagsins kemur frá umferðarstofu:
Ertu með dauðann á hælunum?
Hægðu á þér!
(innsk mitt) Uhh hægja á mér? Til að láta dauðann ná mér þá eða?
Fjárlög dagsins:
Fjáröflun: Smalamennska
Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli
Hlutafé: Súpukjöt
Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum
Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
Opinbert fé: Fé í eigu ríkisins
Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags
Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
Tryggingafé: Öruggt sauðfé
Veltufé: Afvelta kindur
Athugasemdir
Hljóta mótmælin ekki að vera farin að ganga út í öfgar þegar háæruverðugur forsætisráðherra landsins telur bílstjóra "ganga fram með ofbeldi og lögbrotum"?
Persónulega finnst mér þeir þá loksins vera farnir að ná einhverjum árangri. Vita alla veganna af því að hinir háu herrar veita þeim eftirtekt.
reyjinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:55
Ég þurfti í alvöru að teja á puttunum til að reikna út summuna af 8 og 15.. úff..
En það er spurning hvort maður þori að vera í vinnunni, það verður kanski bara skotið á mann...!!
ÞETTA er komið útí öfgar... að stöðva umferð í klst á dag til að fá athygli á málefni er í sjálfu sér ekkert að, FINNST MÉR, en ég er eins og ég er. En kommon, þegar farið er að skjóta á fólk eða bíla... Stóðu ekki menn þarna rétt hjá?
HVAÐ EF þettahefi farið í þá..?
Plús það að bílstjórar eru að reyna að fá álögur á eldsneyti lækkað, því samkvæmt öllu eru þeir að keyra á 175 til 200kr á ekinn km, sem í raun ætti að vera rúmur 400kall til að allt gengi upp! Ef bílstjórarnir keyra svo á ónýtum dekkjum því þeir eiga ekki aur fyrir nýjum, hvernig eiga þeir þá að fara að því að kaupa ný ljós þegar farið er að skjóta á þá? Eða jafnvel skemma bílana á anan hátt.
Hvað kemur næst? Skorið á dekk, glussaslöngur, sykri hellt í olíuna, litaðri dísel hellt í olíuna? frostlög í smurolíuna eða rúður brotnar???
Tjah, mar spyr'sig....
Kv út trukkaheimi Jenný aka PÆJAN bílstýra
Jenný - PÆJAN (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.