Hæ hó jibbí ja jey það er kominn...

Kannski ekki alveg 17. júní en allavega 1. apríl.
Það er komið vor í huga og næstum því held ég bara líka í raun.
Hvað gerist þegar vorið fer á stjá?

Þá gerast hlutirnir sko.
Golfvertíðin byrjar.
Það er skemmtilegra að ganga á fjöll.
Útivist að öllu tagi verður möguleg á skerinu.
Að liggja í Nauthólsvík eða við Austurvöll bara lúxus.
Ferðast innanlands og heimsækja Akureyri oftar.
Sundlaugarnar heimsóttar og þar legið og Mmm já akkurat.

Fyrsta golfæfing vorsins fer fram síðdegis í dag.
Þar kemur stóri sannleikur í ljós.
Get ég eitthvað í þessu sporti?
Stefnan er tekin á ferð með vinnunni til Manchester seinnipart apríl.
Þar verður komið við á golfvöllum.
Úff það verður ekki leiðinlegt þegar season-ið byrjar.

Getraun dagsins:

LambdaHvaða merki er þetta?
Vísbending 1. tilheyrir stærðfræði. 

Verðlaun verða kynnt síðar þegar ég sé hver sigurvegarinn er.
Fer t.d ekki að sóa humarveislu a la Ormurinn á hvern sem er.

 

Aukaspurningar:

Úr hvaða texta eru þessar laglínur?
Þrír íslenskir dægurlaga textar sem á einhverjum tímapunkti ég hef haldið mikið upp á.

"Er nóttin kemur fer ég til þín"
"Með angur í hjarta og dirfskunnar móð"
"Ef þeir mig finna"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég geri ráð fyrir að ég passi ekki inn í markhópinn fyrir humarveislu en læt þetta flakka engu að síður.

Táknið er Lambda og er hluti af gríska stafrófinu.

1. kveikti ekki á bjöllum

2. Vegbúinn, KK

3. Stál og hnífur, Bubbi

reyjinn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Fiðrildi

Lamda . . . oft notað við bylgjulengdir :)

Notalegt að fá þig aftur.

Fiðrildi, 1.4.2008 kl. 10:53

3 identicon

Draumur um Nínu 


Dagurinn er eilífð, án þín A day is like an eternity, without you 
Kvöldið kalt og tómlegt, án þín The night is cold and empty, without you 
Er nóttin kemur fer ég, til þín When the night comes I go to you

Barba-stelpa (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Suss Ég neyddist til að eyða athugasemdinni þinni út, svona til að aðrir sæu ekki plottið.  Annars eyði ég aldrei athugasemdum.  Vona að þú fyrirgefir mér

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.4.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Jenný Friðjónsdóttir

Þetta er TÉ.... T... að teygja sig

1- Draumur um Nínu með Stebba og Eyfa
2- pass
3- stál og hnífur með Bubba

Jenný Friðjónsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Öss öss enginn með rétt svör við getraun dagsins.

Já Reginn þetta er Lambda.
Þig vantaði bara Nínu upp á ógleymanleg verðlaun.
Hugsa að ég bjóði ykkur Sögu nú samt í mat sko.
Það kemur að því að við náum saman.

Jábbs Arna það er gott að heyra takk fyrir það.

Barba stelpa áttu ensku þýðinguna á þessum texta?

Nanna þú veist vonandi að það er ljótt að plata fólk.
Líka á 1. apríl.

Örugglega ekki mikið mál að færa rök fyrir teygjum T-ésins
En samt ekki.
2 af 3 rétt ekki slæmt.

Freyr Hólm Ketilsson, 2.4.2008 kl. 09:07

7 identicon

Ég vinn hvort sem er aldrei neitt....

Jenný (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband