Hægðir á Íslandi í dag...

Umferðin er(var) í hægagangi eftir að lögreglan beindi þeim tilmælum til atvinnubílstjóra að láta af þessum mótmælum sínum.
Ég segi bara það var komin tími til að almenn mótmæli væru tekin upp á klakanum.
Hingað til höfum við látið allt yfir okkur ganga.
Hvað er eðlilegt við það að ríkið taki u.þ.b 70 krónur af hverjum bensínlítra í sinn snúð.
Var að reyna afla mér upplýsinga um hve mikið ríkið fær í sinn snúð á ársgrundvelli og hve mikið ríkið greiðir til vegagerðar á ári.
Fann þær upplýsingar ekki. Endilega baunið þeim inn í athugasemdum ef þið búið yfir þeim upplýsingum.
Sorglegt að eiga vegakerfi eins og okkar sem víðast er í lamasessi en þó ekki alls staðar.
Það er í lagi eða verður í lagi á mikilvægum stöðum eins og milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, sitthvoru megin Fáskrúðsfjarðarganga osfrv(lesist með temmilegum skammti af kaldhæðni).
Örugglega rosalega mikilvægt fyrir þá aðila sem þar eiga hlut að máli.
En hvar er sanngirnin í því, hvernig væri að vera með þó ekki nema sæmilegan hringveg um landið okkar. Svo maður tali nú ekki um höfuðborgarsvæðið og æðarnir til og frá því.
Já ætli það þufi ekki slatta af banaslsysum í viðbót til að menn taki hausinn úr rass****** á sér og geri það sem þurfi.

Í mínum huga búum við íslendingar við bananalýðveldi og höfum látið fyrirtækin okkar og stjórnmálamennina komast upp með allt of mikið.
Hvað er eðlilegt við það að á fríverslunarsvæði eins og í Leifsstöð sé vöruverð hærra en í búðum sem bera tolla og VSK?

Hvar annar staðar en á Íslandi væri bæði Birni Bjarnasyni og Árna Mathiesen sætt í ráðherrastóli?
Ég spyr...

Gaman væri að fá upplýsingar um fyrirhuguð mótmæli bílstjóranna og leyfa almenningi að taka þátt í þeim.
Gef lítið fyrir sjónarmið þeirra sem láta þetta fara í taugarnar á sér vegna þess að þetta hægir á þeim að fara í MAX eða ELKO og kaupa sér raftæki.
Lánin mín hækka allavega ekki á meðan Crying

Power to the people... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ég er sammála þér. Ættum líka að láta bankanna EKKI komast upp með það að láta okkur greiða debetkortafærslugjöld ef maður borgar MEÐ SÍNUM EIGIN PENINGUM!! Veit að danir standa svona þétt saman. Kannski þess vegna sem allir eru ánægðir í danaveldinu. ÍSLENDINGAR..STÖNDUM ÞÉTT SAMAN!!! Góða helgi og hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.3.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Bleeeeeeeeeesaður.! maður hélt að þú værir að blogga í laumi! gaman að sjá þig aftur.........

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.3.2008 kl. 17:30

3 identicon

Æi, já. Það er nokkuð sama hvað það er. Það verður yfirleitt afskaplega lítið úr skipulögðum mótmælum á Íslandi, margoft verið reynt að fá fólk til að leggja bílum til að mótmæla hækkandi bensínverði, sniðganga bíósýningar (þó ekki væri nema einn dag) til að mótmæla hækkunum o.s.frv. Verulega gott mál þegar hópur getur tekin höndum saman og haft jafn sýnileg mótmæli.

En hvernig dirfistu að níða Héðinsfjarðargöngin?!

reyjinn (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 02:42

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Já Gummi minn enda örrugglega margir sem hafa farið til Danaveldis sem námsmenn en ekki snúið til baka.
Öss öss og svo á ég Perlu þarna úti sem svoleiðis gæti verið statt fyrir.
Spurning um að flytja af klakanum bara.

Nei Helgi minn enginn laumupúki hér sko... Bara góð pása.

Litli bróðir... Ekki einu sinni reyna þetta... 8-2

Freyr Hólm Ketilsson, 29.3.2008 kl. 13:24

5 Smámynd: Jenný Friðjónsdóttir

Sæll Freyr.

Ég rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun og þar sem ég er "ein af þessum bessevissum" þá langar mig bara til að skjóta að, að í dag verður fundur hjá okkur og verður þá gerð hálfgerð stundatafla um hvernig næsta vika verður.

Talað hefur verið um að leggja við bensíndælur og skilja trailera eftir þar, svo og loka innkeyrslum að stöðvunum.
En meira kemur í ljós eftir kl 17 í dag.


Hilsen, Jenný aka PÆJAN, trailerbílstjóri hjá GG flutningum


Jenný Friðjónsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband