22.11.2007 | 20:35
Hégómi vinstri manna er með ólíkindum...
Fyrir réttum þrjátíu árum, á Alþingi 1976, bar ungur og efnilegur þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram að nafni, fram tillögu þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stuðla að því að íslenska sjónvarpið geti hafið reglulegar litaútsendingar.
Litaútsendingar?
Jú, fyrstu ár íslenska sjónvarpsins voru útsendingar aðeins í svart hvítu.
Í nágrannalöndunum var litasjónvarp aftur á móti komið fyrir löngu.
Saklaust framfaramál?
Var ekki breið samstaða um þetta á Alþingi?
Öðru nær.
Tillagan mætti harðri andstöðu. Var talin stórvarasöm. Vinstri menn fylktu liði gegn hugmyndinni jafnt á þingi sem í blöðunum.
Á þessum tíma var ekki búið að stofna Vinstri græna. Steingrímur Jóhann Sigfússon var hins vegar byrjaður að láta að sér kveða í Alþýðubandalaginu. Og Alþýðubandalagið ætlaði að rifna af hneykslun yfir tillögu unga þingmannsins. Talsmaður flokksins í menningarmálum á Alþingi, Jónas Árnason, sagði í umræðunum um tillöguna:
"Herra forseti. Margur er hégóminn, sem ríður húsum hjá þessari bjóð. og mörg fordildin, sem Íslendingar ana eftir öðrum þjóðum. Skelfileg er sú árátta þeirra að þurfa endilega að kalla yfir sig hverja þá plágu fordildarinnar sem þjakar aðrar þjóðir."
Og bætti svo við þessum áhugaverðu hugleiðingum:
"Ég hef átt þess kost að horfa á litasjónvarp erlendis. Venjulega hafa litirnir verið svo bjagaðir og svo afskræmdir og svo fjarri öllum eðlilegum litum að hefur verið til stórra leiðinda á að horfa --- og reyndar átakanlegt stundum. Einu sinni sá ég sjálfan Bandaríkjaforseta með heiðgul eyru og grænt nef. Stundum kemst ólag á litaútsendinguna og þá kemur myndin allt í einu í svarthvítu upp á gamla móðinn og mikið verður maður þá feginn. En þetta breytir að sjálfsögðu engu um það að almenningur í þessum löndum, þar sem ég hef séð slíkt sjónvarp, sækist mjög eftir litasjónvarpi. Hinir ríku eru að sjálfsögðu ekki í neinum vandræðum með að útvega sér litasjónvarpstæki, og hinir fátæku spara við sig helstu lífsnauðsynjar til að geta eignast slík tæki, því fordildin þjakar einnig þá fátæku í þessum löndum þar sem allir eru meira og minna truflaðir af auglýsingabrambolti gróðaafla. Kapphlaupið um hégómann, stöðutáknin, --- litasjónvarpið er eitt stöðutáknanna, --- þetta kapphlaup er þreytt í öllum stéttum og allir eiga það sammerkt að sjá ekki eða vilja ekki sjá að margt af sjónvarpsefninu og kannske flest af því kæmi miklu betur út í svarthvítu upp á gamla móðinn. Nei, við höfum margt miklu, miklu þarfara að gera heldur en að fara að koma á hjá okkur litasjónvarpi."
Undir þetta tók annar þingmaður Vinstri grænna - afsakið Alþýðubandalagsins, Stefán Jónsson. Hann vildi ekki einu sinni leyfa innflutning litasjónvarpstækja. Raunar vildi hann banna innflutning á ýmsum öðrum óþarfa varningi:
"Ég get, vegna þess að hv. frsm., hv. þm. Ellert Schram, varpaði fram þeirri spurningu, hvort fremur skyldi leggja höft við innflutningi á litasjónvarpstækjum heldur en t.d. frystiskápum og hrærivélum eða öðrum þess háttar tækjum í gjaldeyrissparnaðarskyni, þá get ég látið í ljós þá skoðun mína að þegar hefði mátt fyrir nokkru leggja höft á hóflítinn innflutning ýmiss konar verslunarvarnings, bæði af gjaldeyrissparandi ástæðum og hreint og klárt siðferðilegum í íslensku viðskiptalífi."
Þetta eru snillingarnir sem vilja losna við bankana úr landi, leysa þá inn til ríkisins aftur ásamt RÚV, að 5% af kvótanum(var eitt af kosningamálum þeirra) verði komið þannig fyrir að fáir einkavinir vinstri manna geti fengið hann í formi byggðasjónarmiða.
Menn geta semsagt selt burtu kvóta sinn stórgrætt á því en jafnframt eiga þeir möguleika á því að sækja um byggðakvóta til ríkisins.
Og hvað er málið með fólk á Suðurlandi að hugsa sér hvað fólk getur verið fljótt að gleyma.
Það varð vægast sagt allt brjálað þegar Árni Johnsen stal og misnotaði sér aðstöðu sína.
Ekki nóg með það að einkavinir hans hafi hreinsað æru hans.
Ekki nóg með að sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið honum fagnandi.
Hálfvitarnir við kusum hann aftur á þing.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.