Hér verður önnur bylting?

Skrítið að setja spurningarmerki á eftir fullyrðingu ekki satt?
En samt er þetta að verða ansi stór spurning.
Styrmir Gunnarsson sagði í gær að hann liti svo á að núverandi stjórn væri aðeins millibils-stjórn.
Mér fannst það ansi áhugaverð nálgun.
Núverandi stjórn virðist ekki alveg vera að ganga í takt við allavega þá sem ég umgengst.
Sumir eru á móti skattahækkunum.
Sumir eru á móti litlum niðurskurði.
Sumir eru á móti vinstri mönnum.
Svona mætti lengi halda áfram að telja upp.

Ég hinsvegar spyr mig margra spurninga.

Vill þjóðin stjórn sem:
Ætlar sér að láta að engu verða mesta réttlætismál seinni tíma STJÓRNLAGAÞING.
Ætlar engu að breyta í fjórflokkaskiptingunni?
Hefur skipað sérstaka nefnd til að taka á móti áliti/niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis?
Lækkar/styttir fæðingarorlof
en heldur áfram að niðurgreiða launakostnað LÍÚ í formi sjómannaafsláttar?
Kemur í veg fyrir að námsmenn komist á atvinnuleysisbætur ef þeir fá ekki sumarstarf?
Gerir fólki erfiðara með að komast í háskólanám með tekjutengingu námslána á þann hátt að fólk sem kemur beint úr vinnu fær lítil sem engin lán.
Hér erum við að tala um lán en ekki styrki!!!
Semur um Icesave og þvingar samkomulagi í gegnum þingið sem er þvert á það sem alþingi sjálft samþykkti að væri ásættanlegt í sumar sem leið?
Stjórnar bönkum á þann veg að útrásarvíkingar og forystumenn í falli efnahagsins fái niðurfelldar skuldir til að halda markaðsráðandi fyrirtækjum sínum gangandi?
Skellir skollaeyrum við ákalli fólksins um leiðréttingu skulda.
Sem ræður í bankana kúlulána meistara sem fékk fellt niður 850 Mkr lán?
Ræður ráðgjafa án auglýsinga?
Lætur það viðgangast trekk í trekk að Landsbankinn ráði fólk án auglýsingar?
Ætlar sér ekki að skera fituna af utanríkisþjónustunni.
Þar höfum við haug af óþörfum sendiráðum og gangslausum sendiherrum sem ekkert gera nema sjúga sinn ríkisspena.

Ég er búin að fá nóg.
Ég mun verða meðal fyrstu manna til að taka þátt í nýrri byltingu því þessi stjórn er ekki að fara að vilja landsmanna.

P.S Hvernig á ég að fara að því að koma af stað byltingu?


mbl.is Er persónukjörið að falla á tíma í þinginu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband