Er Hannes Hólmsteinn illa gefinn?

Faktískt séð mætti ég ekki segja í fyrirsögn Hannes Hólmsteinn er illa gefinn!!!
Gæti fengið kærur á mig...
Var að dunda mér við það að lesa bloggsíðu Hannesar á Pressunni.
Þar kom þessi færsla hér að neðan.
Hannes ritþjófur og nýfrjálshyggjuplebbi nr. 1 á Íslandi sér engan mun á þeim sem flytja fréttir og þeim sem stjórna umræðuþáttum.
Ég spyr eins og fávís Sjálfstæðismaður því þeir eru flestir fávísir er Silfur Egils undir stjórn fréttastofunnar?
Gæti verið að það sé bara verið að dreifa óhróðri til að draga umræðuna frá DOS yfirmanni hrunamála á Íslandi fyrrv Seðlabankastjóra og fyrrv Forsætisráðherra?

Enn situr Hannes Hólmsteinn dæmdur ritþjófur á launum frá ríkinu og kennir við Háskóla Íslands.
Finnst ykkur það í lagi gott fólk?

Hér er færsla Hannesar Hólmsteins...

"Við þurfum öll að greiða gjald til Ríkisútvarpsins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sú er skýringin á því, að lagaskylda hvílir á Ríkisútvarpinu um að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögnum, fréttaflutningi og umræðum af skoðunum.
Slík óhlutdrægni felst ekki í skoðanaleysi, heldur í því, að flestar skoðanir fái að koma fram. (Ég er ekki viss um, að allar skoðanir eigi að fá að koma fram í ríkisútvarpi, til dæmis gyðingahatur, en það er annað mál.) Þess vegna brýtur Egill Helgason vitanlega ekki lög með því að hafa skoðanir. Hann má hafa þær mín vegna. Egill hefur hins vegar glatað trúverðugleika sem þáttastjórnandi með hinu dæmalausa bloggi sínu, þar sem hann eys svívirðingum yfir fólk fyrir 200 þúsund krónur á mánuði.

Stjórnendur Ríkisútvarpsins láta eins og þetta blogg komi þeim ekki við, þótt það beri sama nafn og umræðuþáttur hans.

Öðru vísi mér áður brá. Í Morgunblaðinu 25. september 2005 birtist eftirfarandi frétt:

Sigmundur Sigurgeirsson, starfsmaður Ríkisútvarpsins (RÚV) á Suðurlandi, hefur fengið áminningarbréf frá lögfræðingi RÚV vegna skrifa sinna á bloggsíðu um Baugsmálið í sumar og verður ekki látinn vinna við fréttaflutning fyrir fréttastofu Útvarpsins í bili samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Hann sinnir samt áfram starfi sínu sem umsjónarmaður svæðisútvarpsins á Suðurlandi. Þegar málið kom upp síðla ágústmánaðar var það mat Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðs RÚV, og Óðins Jónssonar fréttastjóra að „með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu“. Bogi Ágústsson staðfesti við Morgunblaðið að Sigmundur myndi ekki vinna fyrir fréttastofu Útvarps í bráð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svo er hann kominn með hamdsbrúðu á bloggiið: http://fridbjornorri.blog.is/blog/fridbjornorri/entry/968832/   Óskilgetið uppeldisafkvæmi hans í nýfrjálshyggjufasismanum. Ansi skjótur frami hjá drengnum að verða orðinn forsíðubloggari eftir eitt blogg. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Já það er ekki sama hverjir það eru.

Þessi er væntanlega með tungna á kafi í ***** Hannesar eða Davíðs ;)

En skiljanlega verða mbl.is menn að koma nýjum andlitum að á forsíðu bloggsins.

Slatti af góðum bloggurum sem hefur horfið héðan af mbl.is

Væri reyndar skemmtilegt ef eyjan.is t.d myndi nú taka sig aðeins á og framsetja blogg skemmtilegar á síðunni sinni.

Því fylgir frjálsum fjölmiðlum að eigendurnir geta hyglt þeim sem þeir vilja sbr þennan gaur.

Freyr Hólm Ketilsson, 22.10.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband